Sér ekki hvernig hefði verið hægt að komast hjá ringulreið á flugvellinum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. ágúst 2021 00:01 Biden segir að um 50 til 65 þúsund Afganar vilji flýja land með fjölskyldur sínar með hjálp Bandaríkjamanna. getty/Anna Moneymaker Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að það sé vel hugsanlegt að bandarískir hermenn verði lengur í Afganistan en til 31. ágúst ef ekki hefur tekist að koma öllum Bandaríkjamönnum úr landinu fyrir þann tíma. Hann sér ekki hvernig hægt hefði verið að komast hjá ringulreið á flugvellinum í Kabúl síðasta mánudag. Forsetinn sagði í viðtali hjá miðlinum ABC í dag að hann væri staðráðinn í því að koma öllum borgurum sínum frá landinu eftir valdatöku talibana. Spurður hvort Bandaríkjamenn úti geti þá reiknað með að bandarískt herlið verði úti fram í september sagði Biden: „Nei, Bandaríkjamenn verða að skilja að við erum að reyna að klára brottflutning allra fyrir 31. ágúst. Ef það verða enn bandarískir ríkisborgarar eftir þá verðum við að bíða og ná þeim öllum burtu.“ Óljóst er hvort þetta nái einnig til þeirra Afgana sem hafa unnið náið með Bandaríkjamönnum í stríðinu en Biden segist gera ráð fyrir því að um 50 til 65 þúsund Afganar séu að reyna að komast úr landi með fjölskyldur sínar. Til að hægt verði að koma þeim öllum burt fyrir lok mánaðar segir hann að Bandaríkjamenn verði að auka í ferðir sínar til og frá flugvellinum. Hann var þá spurður í viðtalinu hvað hefði farið úrskeiðis á flugvellinum á mánudag þegar upplausn greip um sig. Um 640 Afganar tróðu sér þá til dæmis í C-17 herflutningavél Bandaríkjamanna sem ákváðu að taka á loft með þá um borð í stað þess að reyna að reka þá út. Einhverjir reyndu að hanga utan á vélinni en féllu til jarðar skömmu eftir flugtak og létu lífið. „Ég held ekki að þetta hafi verið nein mistök,“ sagði Biden og bætti svo við síðar í viðtalinu þegar hann var spurður nánar út í þetta: „Nei, ég held ekki að það hefði verið hægt að gera neitt betur þarna. Hugmyndin um að það hefði verið hægt að komast burt án þess að það gripi um sig ringulreið… ég sé ekki hvernig það hefði átt að gerast.“ Afganistan Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Forsetinn sagði í viðtali hjá miðlinum ABC í dag að hann væri staðráðinn í því að koma öllum borgurum sínum frá landinu eftir valdatöku talibana. Spurður hvort Bandaríkjamenn úti geti þá reiknað með að bandarískt herlið verði úti fram í september sagði Biden: „Nei, Bandaríkjamenn verða að skilja að við erum að reyna að klára brottflutning allra fyrir 31. ágúst. Ef það verða enn bandarískir ríkisborgarar eftir þá verðum við að bíða og ná þeim öllum burtu.“ Óljóst er hvort þetta nái einnig til þeirra Afgana sem hafa unnið náið með Bandaríkjamönnum í stríðinu en Biden segist gera ráð fyrir því að um 50 til 65 þúsund Afganar séu að reyna að komast úr landi með fjölskyldur sínar. Til að hægt verði að koma þeim öllum burt fyrir lok mánaðar segir hann að Bandaríkjamenn verði að auka í ferðir sínar til og frá flugvellinum. Hann var þá spurður í viðtalinu hvað hefði farið úrskeiðis á flugvellinum á mánudag þegar upplausn greip um sig. Um 640 Afganar tróðu sér þá til dæmis í C-17 herflutningavél Bandaríkjamanna sem ákváðu að taka á loft með þá um borð í stað þess að reyna að reka þá út. Einhverjir reyndu að hanga utan á vélinni en féllu til jarðar skömmu eftir flugtak og létu lífið. „Ég held ekki að þetta hafi verið nein mistök,“ sagði Biden og bætti svo við síðar í viðtalinu þegar hann var spurður nánar út í þetta: „Nei, ég held ekki að það hefði verið hægt að gera neitt betur þarna. Hugmyndin um að það hefði verið hægt að komast burt án þess að það gripi um sig ringulreið… ég sé ekki hvernig það hefði átt að gerast.“
Afganistan Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31 Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. 18. ágúst 2021 18:31
Heilagir nemendur í þrjátíu ár Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001. 18. ágúst 2021 06:00