Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 21:41 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði bandarísku þjóðina nú í kvöld. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. Talibanar hafa tekið yfir völdin í Afganistan tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott þegar Bandaríkjanna og bandamenn þeirra réðust inn í landið í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Frá því að herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra Talibana verið afar hröð. Svo hröð að þeir tóku yfir höfuðborgina Kabúl í gær. Biden og stjórn hans hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn Talibana. Biden hafði lítið tjáð sig um stöðu mála í Afganistan, þangað til í kvöld er hann ávarpaði bandarísku þjóðina. „Ég stend staðfastlega á bak við ákvörðun mína, sagði Biden. Eftir tuttugu ár höfum við lært þá erfiðu lexíu að það var aldrei neinn góður tími til þess að draga herlið okkar til baka. Það er ástæðan fyrir því að við erum enn þarna,“ sagði Biden. "American troops cannot and should not be fighting in a war and dying in a war, that Afghan forces are not willing to fight for themselves"US President Joe Biden says Afghanistan's leader were given "every tool they could need" to face the Talibanhttps://t.co/b5Pi73sB8M pic.twitter.com/1uJim1D8Hb— BBC News (World) (@BBCWorld) August 16, 2021 Sagði Biden að í raun hafi það aldrei verið markmiðið með innrásinni í Afganistan og veru alþjóðlegs herliðs þar að byggja upp afganska ríkið, heldur mun frekar að koma í veg fyrir hryðjuverk á borð við það sem framið var 11. september. Sem fyrr segir hefur Biden mátt þola harða gagnrýni fyrir það hvernig staðið var að brotthvarfinu. Mikil ringulreið skapaðist í höfuðborginni Kabúl þegar Talibanar sóttu að henni. Flugvöllurinn í borginni fylltist meðal annars af örvæntingarfullum íbúum sem óttuðust líf sitt undir stjórn Talibana. Skellti Biden skuldinni á hraðri yfirtöku Talibana yfir á stjórnvöld í Afganistan. Þau hafi gefist of fljótt upp en Asraf Gani, forseti landsins, flúði land þegar Talibanar nálguðust Kabúl. „Sannleikurinn er sá að þetta gerðist hraðar en við gerðum ráð fyrir. Og hvað var það sem gerðist? Pólitískir leiðtogar Afganistan gáfust upp og flúðu land. Afganski herinn gafst upp, stundum án þess að reyna að berjast.“ Joe Biden Bandaríkin Afganistan Hernaður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Talibanar hafa tekið yfir völdin í Afganistan tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott þegar Bandaríkjanna og bandamenn þeirra réðust inn í landið í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Frá því að herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra Talibana verið afar hröð. Svo hröð að þeir tóku yfir höfuðborgina Kabúl í gær. Biden og stjórn hans hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn Talibana. Biden hafði lítið tjáð sig um stöðu mála í Afganistan, þangað til í kvöld er hann ávarpaði bandarísku þjóðina. „Ég stend staðfastlega á bak við ákvörðun mína, sagði Biden. Eftir tuttugu ár höfum við lært þá erfiðu lexíu að það var aldrei neinn góður tími til þess að draga herlið okkar til baka. Það er ástæðan fyrir því að við erum enn þarna,“ sagði Biden. "American troops cannot and should not be fighting in a war and dying in a war, that Afghan forces are not willing to fight for themselves"US President Joe Biden says Afghanistan's leader were given "every tool they could need" to face the Talibanhttps://t.co/b5Pi73sB8M pic.twitter.com/1uJim1D8Hb— BBC News (World) (@BBCWorld) August 16, 2021 Sagði Biden að í raun hafi það aldrei verið markmiðið með innrásinni í Afganistan og veru alþjóðlegs herliðs þar að byggja upp afganska ríkið, heldur mun frekar að koma í veg fyrir hryðjuverk á borð við það sem framið var 11. september. Sem fyrr segir hefur Biden mátt þola harða gagnrýni fyrir það hvernig staðið var að brotthvarfinu. Mikil ringulreið skapaðist í höfuðborginni Kabúl þegar Talibanar sóttu að henni. Flugvöllurinn í borginni fylltist meðal annars af örvæntingarfullum íbúum sem óttuðust líf sitt undir stjórn Talibana. Skellti Biden skuldinni á hraðri yfirtöku Talibana yfir á stjórnvöld í Afganistan. Þau hafi gefist of fljótt upp en Asraf Gani, forseti landsins, flúði land þegar Talibanar nálguðust Kabúl. „Sannleikurinn er sá að þetta gerðist hraðar en við gerðum ráð fyrir. Og hvað var það sem gerðist? Pólitískir leiðtogar Afganistan gáfust upp og flúðu land. Afganski herinn gafst upp, stundum án þess að reyna að berjast.“
Joe Biden Bandaríkin Afganistan Hernaður Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira