Skjót viðbrögð við loftslagsviðvörun Edda Sif Pind Aradóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir skrifa 14. ágúst 2021 10:01 Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í byrjun vikunnar felur í sér rauða loftslagsviðvörun fyrir mannkyn. Þessi viðvörun hefur í raun verið í gildi lengi, enda kemur fátt á óvart í skýrslunni – hún er áfellisdómur yfir þeim sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu áratugi. Hún dregur fram það sem hefur verið ljóst í áratugi: Loftslagsbreytingar eiga sér stað og enginn vafi er á því að þær eru af mannavöldum. Þær eru tilkomnar vegna gríðarlegrar losunar okkar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koldíoxíðs, fyrst og fremst vegna bruna jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og gass. Afleiðingarnar eru þegar farnar að blasa við með öfgum í veðurfari, súrnun sjávar og bráðnun jökla svo eitthvað sé nefnt, og áframhaldandi hlýnun og auknar öfgar fylgja frekari losun. Þetta eru ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingarnar eru gríðarlegar. Komandi kynslóðir og vistkerfi jarðar munu þurfa að súpa seyðið af skammsýni þeirra sem nú eru við stjórnvölinn. Skýrslan staðfestir þó jafnframt að við vitum hvað þarf að gera: Við þurfum að draga hratt úr losun og ná kolefnishlutleysi sem allra fyrst. Hvert tonn af koldíoxíði losað í andrúmsloftið eykur á hlýnun jarðar. Þessa staðreynd þarf alltaf að hafa í huga við ákvarðanatöku hvar sem hún á sér stað. Það er í okkar höndum að sigrast á loftslagsvánni. Til að ná markmiðum okkar og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C þurfum við að helminga losun á heimsvísu fyrir 2030 og ná algjöru kolefnishlutleysi ekki síðar en um miðbik aldarinnar. Íslensk stjórnvöld ætla sér að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Góðu fréttirnar eru að lausnirnar sem þarf að innleiða eru til en verkefnið og risavaxið og þær þarf að byggja upp á hraða sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Það þarf að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, draga úr neyslu, endurheimta vistkerfi og efla hringrásarhagkerfið. Þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir losun þurfum við að fanga og farga eða endurnýta koldíoxíð í stað þess að losa það út í andrúmsloftið. Föngun og förgun koldíoxíðs er órjúfanlegur hluti af lausn loftslagsvandans eins og skýrslur IPCC hafa m.a. sýnt. Carbfix hefur þróað umhverfisvæna og hagkvæma kolefnisförgunaraðferð í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Carbfix kolefnisförgunaraðferðin þarf eingöngu þrjú hráefni: Hentugt berg, vatn og koldíoxíð. Nánast allur berggrunnur Íslands hentar fyrir Carbfix aðferðina en förgunargeta koldíoxíðs hér á landi er mæld í þúsundum milljarða tonna, sem er margfalt meira en árleg losun mannkyns. Hægt er að beita Carbfix tækninni til draga úr árlegri losun frá íslenskri orku- og iðnaðarframleiðslu um a.m.k. 2 milljónir tonna innan 10 ára, og með því móti ná markmiðum loftslagsáætlunar og vel það. Þá er unnið að undirbúningi verkefna sem nýta íslenska berggrunninn til að farga koldíoxíði sem fangað er ýmist beint úr andrúmslofti eða frá erlendum iðnaði eftir flutning hingað með skipum enda samstarf þvert á landamæri nauðsynlegt í loftslagsbaráttunni. Með því móti gæti nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður náð förgunargetu upp á 10 milljón tonn á ári hérlendis innan 10 ára með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og íslenskt efnahagslíf. Á heimsvísu er förgunargetan margfalt meiri. Hentugt berg er að finna í öllum heimsálfum og þekur u.þ.b. 5% af landmassa jarðar og megnið af hafsbotninum. Hægt væri að ná árlegri förgunargetu upp í hundruð milljóna tonna innan 10 ára með lengri tíma markmið um að ná milljörðum tonna. Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir því að til að ná markmiðum Parísarsáttmálans þurfi að farga um 100 milljörðum tonna af koldíoxíði fyrir árið 2060. Carbfix aðferðin getur vonandi nýst sem víðast samhliða öðrum lausnum svo því markmiði verði náð – en svo af því geti orðið þurfa stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis að bretta upp ermarnar. Veita þarf fjármagni í rannsóknar-, þróunar- og skölunarverkefni, breyta reglugerðum og lagaumhverfi og ryðja brautina svo hægt sé að byggja hratt og örugglega upp nýtt og loftslagsvænna samfélag. Hvert tonn af koldíoxíði sem ekki er losað út í andrúmsloftið er okkur í hag. Höfundar eru kolefnisfargarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Orkumál Edda Sif Aradóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í byrjun vikunnar felur í sér rauða loftslagsviðvörun fyrir mannkyn. Þessi viðvörun hefur í raun verið í gildi lengi, enda kemur fátt á óvart í skýrslunni – hún er áfellisdómur yfir þeim sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu áratugi. Hún dregur fram það sem hefur verið ljóst í áratugi: Loftslagsbreytingar eiga sér stað og enginn vafi er á því að þær eru af mannavöldum. Þær eru tilkomnar vegna gríðarlegrar losunar okkar á gróðurhúsalofttegundum, aðallega koldíoxíðs, fyrst og fremst vegna bruna jarðefnaeldsneytis; kola, olíu og gass. Afleiðingarnar eru þegar farnar að blasa við með öfgum í veðurfari, súrnun sjávar og bráðnun jökla svo eitthvað sé nefnt, og áframhaldandi hlýnun og auknar öfgar fylgja frekari losun. Þetta eru ógnvænlegar staðreyndir og afleiðingarnar eru gríðarlegar. Komandi kynslóðir og vistkerfi jarðar munu þurfa að súpa seyðið af skammsýni þeirra sem nú eru við stjórnvölinn. Skýrslan staðfestir þó jafnframt að við vitum hvað þarf að gera: Við þurfum að draga hratt úr losun og ná kolefnishlutleysi sem allra fyrst. Hvert tonn af koldíoxíði losað í andrúmsloftið eykur á hlýnun jarðar. Þessa staðreynd þarf alltaf að hafa í huga við ákvarðanatöku hvar sem hún á sér stað. Það er í okkar höndum að sigrast á loftslagsvánni. Til að ná markmiðum okkar og halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C þurfum við að helminga losun á heimsvísu fyrir 2030 og ná algjöru kolefnishlutleysi ekki síðar en um miðbik aldarinnar. Íslensk stjórnvöld ætla sér að ná kolefnishlutleysi árið 2040. Góðu fréttirnar eru að lausnirnar sem þarf að innleiða eru til en verkefnið og risavaxið og þær þarf að byggja upp á hraða sem á sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Það þarf að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, draga úr neyslu, endurheimta vistkerfi og efla hringrásarhagkerfið. Þar sem ekki er hægt að koma í veg fyrir losun þurfum við að fanga og farga eða endurnýta koldíoxíð í stað þess að losa það út í andrúmsloftið. Föngun og förgun koldíoxíðs er órjúfanlegur hluti af lausn loftslagsvandans eins og skýrslur IPCC hafa m.a. sýnt. Carbfix hefur þróað umhverfisvæna og hagkvæma kolefnisförgunaraðferð í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir. Tæknin felur í sér að leysa koldíoxíð í vatni og dæla niður í basaltberggrunninn þar sem náttúruleg ferli steinrenna það til frambúðar. Með þessu móti er koldíoxíðið varanlega bundið í steindum djúpt í berggrunninum og þannig komið í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. Carbfix kolefnisförgunaraðferðin þarf eingöngu þrjú hráefni: Hentugt berg, vatn og koldíoxíð. Nánast allur berggrunnur Íslands hentar fyrir Carbfix aðferðina en förgunargeta koldíoxíðs hér á landi er mæld í þúsundum milljarða tonna, sem er margfalt meira en árleg losun mannkyns. Hægt er að beita Carbfix tækninni til draga úr árlegri losun frá íslenskri orku- og iðnaðarframleiðslu um a.m.k. 2 milljónir tonna innan 10 ára, og með því móti ná markmiðum loftslagsáætlunar og vel það. Þá er unnið að undirbúningi verkefna sem nýta íslenska berggrunninn til að farga koldíoxíði sem fangað er ýmist beint úr andrúmslofti eða frá erlendum iðnaði eftir flutning hingað með skipum enda samstarf þvert á landamæri nauðsynlegt í loftslagsbaráttunni. Með því móti gæti nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður náð förgunargetu upp á 10 milljón tonn á ári hérlendis innan 10 ára með tilheyrandi ávinningi fyrir loftslagið og íslenskt efnahagslíf. Á heimsvísu er förgunargetan margfalt meiri. Hentugt berg er að finna í öllum heimsálfum og þekur u.þ.b. 5% af landmassa jarðar og megnið af hafsbotninum. Hægt væri að ná árlegri förgunargetu upp í hundruð milljóna tonna innan 10 ára með lengri tíma markmið um að ná milljörðum tonna. Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir því að til að ná markmiðum Parísarsáttmálans þurfi að farga um 100 milljörðum tonna af koldíoxíði fyrir árið 2060. Carbfix aðferðin getur vonandi nýst sem víðast samhliða öðrum lausnum svo því markmiði verði náð – en svo af því geti orðið þurfa stjórnvöld bæði hérlendis og erlendis að bretta upp ermarnar. Veita þarf fjármagni í rannsóknar-, þróunar- og skölunarverkefni, breyta reglugerðum og lagaumhverfi og ryðja brautina svo hægt sé að byggja hratt og örugglega upp nýtt og loftslagsvænna samfélag. Hvert tonn af koldíoxíði sem ekki er losað út í andrúmsloftið er okkur í hag. Höfundar eru kolefnisfargarar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun