Bann við einnota plasti er ekki loftslagsmál Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2021 19:08 Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. aðsend Bann við einnota plastvörum er ekki hugsað til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda heldur aðeins til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að það sé sjálfstætt umhverfisvandamál að plast og plasteindir endi í dýrum og berist jafnvel úr þeim í menn þó lausnir við því geti vissulega haldist í hendur við það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og Vísir og Stöð 2 fjölluðu um í gær hafa afleiðingar banns við ýmsum einnota plastvörum farið öfugt ofan í marga neytendur. Það virðast helst papparör og pappaskeiðar sem fara í taugarnar á fólki en mörgum þykir skjóta ansi skökku við að þessum litlu plasteiningum hafi verið skipt út fyrir pappa á meðan þau eru hluti af mun stærri umbúðum úr plasti. Þetta á til dæmis við skyrdollur; þær eru úr plasti, með plastloki og plastfilmu utan um litla pappaskeið. vísir/óttar Margir hafa kvartað yfir þessu á samfélagsmiðlum; að neytendur séu látnir bera byrðina þegar leysa á loftslagsvandann en ekki þau stórfyrirtæki, sem bera helst ábyrgð á hlýnun jarðar. Stórt og jákvætt skref Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Vísi að þetta séu eðlilegar vangaveltur fólks. Bannið við ýmsum einnota plastvörum, sem tók gildi í byrjun júlí, er þó hugsað til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. „Þetta bann nær í raun bara yfir þessar vörur sem eru líklegastar til að enda í sjónum. Þetta er verulega stórt og jákvætt skref í þá átt að minnka plast í sjónum því það gerist að fólk missi eða fleygi þessum litlu hlutum frá sér í náttúruna í hugsunarleysi. Það er þá sem þau enda á að fjúka út í sjó,“ segir Gró. „Og það er þetta eina litla augnablik sem hefur svo áhrif kannski næstu þúsund árin. Því plastið sjálft er gríðarlega lengi að brotna niður og þá brotnar það bara niður í litlar plastagnir, sem enda síðan í fuglum og fiskum og þá jafnvel í mönnum sem borða svo fiskinn.“ Hugsunin með banninu er þannig ekki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? „Nei, þetta er ekki hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta er annað og sjálfstætt vandamál, sem snýst um að vernda lífríkið í sjónum og getur auðvitað verið bara heilsuspillandi fyrir okkur líka. En svo getur þetta haldist í hendur því markmiðið á endanum er að skipta út þessum einnota vörum og innleiða hringrásarhagkerfi,“ segir Gró. Sumar þessara pappavara geti jafnvel verið orkufrekari í framleiðslu en plastið. Pappinn brotni þó mun hraðar niður og hafi engan vegin eins skaðleg áhrif á lífríki sjávar og plast. Lítil breyting sem við finnum mikið fyrir Gró segir plaströrin og skeiðarnar aðeins toppinn á plastfjallinu sem lögin taka á: „Þetta er bara það sem við finnum mest fyrir í okkar daglega lífi en það er verið að innleiða reglur í íslensk lög sem ná mun lengra. Til dæmis er verið að auka ábyrgð framleiðenda svo þeir beri mun meiri kostnað af plastúrgangi og fleira.“ Gró segir eðlilegt að neytendur láti í sér heyra ef að pappavörurnar virka ekki nógu vel fyrir þá. Þá sé það framleiðenda að bregðast við því með betri útgáfum og svo vonast hún til að sem flestir fari að nota fjölnota áhöld. Það eru framleiðendur einmitt að gera. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, sagði við fréttastofuna í gær að fyrirtækið væri meðvitað um að það væri ekki allir sáttir með nýju pappaáhöldin en sagði að fleiri og fleiri væru að ná að venja sig á þennan nýja raunveruleika. Þá fylgdist MS vel með þróun á slíkum vörum úti í heimi og væri sífellt að leita nýrra og betri lausna í þessum efnum. Umhverfismál Neytendur Loftslagsmál Matvælaframleiðsla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Eins og Vísir og Stöð 2 fjölluðu um í gær hafa afleiðingar banns við ýmsum einnota plastvörum farið öfugt ofan í marga neytendur. Það virðast helst papparör og pappaskeiðar sem fara í taugarnar á fólki en mörgum þykir skjóta ansi skökku við að þessum litlu plasteiningum hafi verið skipt út fyrir pappa á meðan þau eru hluti af mun stærri umbúðum úr plasti. Þetta á til dæmis við skyrdollur; þær eru úr plasti, með plastloki og plastfilmu utan um litla pappaskeið. vísir/óttar Margir hafa kvartað yfir þessu á samfélagsmiðlum; að neytendur séu látnir bera byrðina þegar leysa á loftslagsvandann en ekki þau stórfyrirtæki, sem bera helst ábyrgð á hlýnun jarðar. Stórt og jákvætt skref Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Vísi að þetta séu eðlilegar vangaveltur fólks. Bannið við ýmsum einnota plastvörum, sem tók gildi í byrjun júlí, er þó hugsað til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. „Þetta bann nær í raun bara yfir þessar vörur sem eru líklegastar til að enda í sjónum. Þetta er verulega stórt og jákvætt skref í þá átt að minnka plast í sjónum því það gerist að fólk missi eða fleygi þessum litlu hlutum frá sér í náttúruna í hugsunarleysi. Það er þá sem þau enda á að fjúka út í sjó,“ segir Gró. „Og það er þetta eina litla augnablik sem hefur svo áhrif kannski næstu þúsund árin. Því plastið sjálft er gríðarlega lengi að brotna niður og þá brotnar það bara niður í litlar plastagnir, sem enda síðan í fuglum og fiskum og þá jafnvel í mönnum sem borða svo fiskinn.“ Hugsunin með banninu er þannig ekki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? „Nei, þetta er ekki hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta er annað og sjálfstætt vandamál, sem snýst um að vernda lífríkið í sjónum og getur auðvitað verið bara heilsuspillandi fyrir okkur líka. En svo getur þetta haldist í hendur því markmiðið á endanum er að skipta út þessum einnota vörum og innleiða hringrásarhagkerfi,“ segir Gró. Sumar þessara pappavara geti jafnvel verið orkufrekari í framleiðslu en plastið. Pappinn brotni þó mun hraðar niður og hafi engan vegin eins skaðleg áhrif á lífríki sjávar og plast. Lítil breyting sem við finnum mikið fyrir Gró segir plaströrin og skeiðarnar aðeins toppinn á plastfjallinu sem lögin taka á: „Þetta er bara það sem við finnum mest fyrir í okkar daglega lífi en það er verið að innleiða reglur í íslensk lög sem ná mun lengra. Til dæmis er verið að auka ábyrgð framleiðenda svo þeir beri mun meiri kostnað af plastúrgangi og fleira.“ Gró segir eðlilegt að neytendur láti í sér heyra ef að pappavörurnar virka ekki nógu vel fyrir þá. Þá sé það framleiðenda að bregðast við því með betri útgáfum og svo vonast hún til að sem flestir fari að nota fjölnota áhöld. Það eru framleiðendur einmitt að gera. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, sagði við fréttastofuna í gær að fyrirtækið væri meðvitað um að það væri ekki allir sáttir með nýju pappaáhöldin en sagði að fleiri og fleiri væru að ná að venja sig á þennan nýja raunveruleika. Þá fylgdist MS vel með þróun á slíkum vörum úti í heimi og væri sífellt að leita nýrra og betri lausna í þessum efnum.
Umhverfismál Neytendur Loftslagsmál Matvælaframleiðsla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira