Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 16:19 Matthew Coleman og sonur hans fyrir tæpu ári síðan. Instagram Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. Hinn fjörutíu ára gamli Matthew Taylor Coleman myrti tveggja ára son sinn og tíu mánaða dóttur sína um síðustu helgi. Hann tók börnin af heimili þeirra og fór með þau til Mexíkó þar sem hann skaut þau með spjótbyssu. Hann var svo handtekinn við að reyna að komast einn aftur inn í Bandaríkin. Farið er yfir málið í frétt Washington Post. Þar segir að Coleman hafi ætlað að fara í útilegu með börnum sínum og eiginkonu sinni. Þess í stað laumaðist hann á brott með börnunum áður en sólin reis á síðasta laugardag. Frá heimili þeirra í Santa Barbara í Kaliforníu keyrði hann til Mexíkó, þar sem hann myrti þau. Taldi börnin ekki í hættu Eiginkona Coleman hringdi á lögregluna eftir að hún uppgötvaði að hann hefði farið með börn þeirra. Hún sagðist þó ekki telja þau í hættu. Hún hringdi aftur í lögregluna á sunnudaginn og tilkynnti börnin formlega týnd. Þá sagði hún þau hjón ekki eiga í neinum vandræðum og þau hefðu ekki staðið í rifrildi eða öðru sem útskýrði af hverju Coleman hafði tekið börnin. Það var ekki fyrr en á mánudaginn sem Coleman sneri aftur til Bandaríkjanna, án barnanna. Hann var handtekinn og þá fannst blóð á skráningarskírteini bíls hans. Taldi börnin eðlufólk Við yfirheyrslu játaði Coleman að hafa myrt börn sín. Hann sagðist hafa fengið uppljómun í tengslum við samsæriskenningar sem tengjast QAnon og Illuminati. Samsæriskenningar þessar fjalla meðal annars um það að leynilegur hópur stjórni heiminum úr skuggunum og eðlufólk, svo eitthvað sé nefnt. Coleman sagðist í þeirri trú að eiginkona hans bæri eðluerfðaefni og börnin þar af leiðandi líka. Hann sagðist hafa myrt börn sín til að bjarga heiminum frá skrímslum. Í eðsvarinni yfirlýsingu sem útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem ræddi við Coleman skrifaði sagði hún hann hafa vitað að það sem hann gerði væri rangt. Hann hafi þó talið það að myrða börnin sína það eina sem hann gæti gert. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC7 í Kaliforníu um morðin. Í frétt ABC7 segir að lík barnanna hafi fundist á búgarði nærri Rosarito í Mexíkó. Þar hafði Coleman tékkað sig inn á hótel á laugardaginn. CBS hefur eftir embættismönnum í Mexíkó að upptökur úr öryggismyndavélum sýni Coleman fara af hótelinu með börnin fyrir dagsupprás á mánudaginn. Hann kom svo aftur á hótelið einn og tékkaði sig út. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samsæriskenningar sem tengjast QAnon eru sagðar leiða til ofbeldis. Þær snúast um margskonar fjarstæðukennda hluti en á grunni þess að valdamiklir djöfladýrkendi barnaníðingar stjórni heiminum á bakvið tjöldin. Bandaríkin Tengdar fréttir Parler snýr aftur eftir að hafa verið sparkað af internetinu Samfélagsmiðilinn Parler er kominn aftur í loftið um mánuði eftir að Amazon og aðrir tæknirisar kipptu fótunum undan miðlinum í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið. 15. febrúar 2021 22:09 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Hinn fjörutíu ára gamli Matthew Taylor Coleman myrti tveggja ára son sinn og tíu mánaða dóttur sína um síðustu helgi. Hann tók börnin af heimili þeirra og fór með þau til Mexíkó þar sem hann skaut þau með spjótbyssu. Hann var svo handtekinn við að reyna að komast einn aftur inn í Bandaríkin. Farið er yfir málið í frétt Washington Post. Þar segir að Coleman hafi ætlað að fara í útilegu með börnum sínum og eiginkonu sinni. Þess í stað laumaðist hann á brott með börnunum áður en sólin reis á síðasta laugardag. Frá heimili þeirra í Santa Barbara í Kaliforníu keyrði hann til Mexíkó, þar sem hann myrti þau. Taldi börnin ekki í hættu Eiginkona Coleman hringdi á lögregluna eftir að hún uppgötvaði að hann hefði farið með börn þeirra. Hún sagðist þó ekki telja þau í hættu. Hún hringdi aftur í lögregluna á sunnudaginn og tilkynnti börnin formlega týnd. Þá sagði hún þau hjón ekki eiga í neinum vandræðum og þau hefðu ekki staðið í rifrildi eða öðru sem útskýrði af hverju Coleman hafði tekið börnin. Það var ekki fyrr en á mánudaginn sem Coleman sneri aftur til Bandaríkjanna, án barnanna. Hann var handtekinn og þá fannst blóð á skráningarskírteini bíls hans. Taldi börnin eðlufólk Við yfirheyrslu játaði Coleman að hafa myrt börn sín. Hann sagðist hafa fengið uppljómun í tengslum við samsæriskenningar sem tengjast QAnon og Illuminati. Samsæriskenningar þessar fjalla meðal annars um það að leynilegur hópur stjórni heiminum úr skuggunum og eðlufólk, svo eitthvað sé nefnt. Coleman sagðist í þeirri trú að eiginkona hans bæri eðluerfðaefni og börnin þar af leiðandi líka. Hann sagðist hafa myrt börn sín til að bjarga heiminum frá skrímslum. Í eðsvarinni yfirlýsingu sem útsendari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem ræddi við Coleman skrifaði sagði hún hann hafa vitað að það sem hann gerði væri rangt. Hann hafi þó talið það að myrða börnin sína það eina sem hann gæti gert. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC7 í Kaliforníu um morðin. Í frétt ABC7 segir að lík barnanna hafi fundist á búgarði nærri Rosarito í Mexíkó. Þar hafði Coleman tékkað sig inn á hótel á laugardaginn. CBS hefur eftir embættismönnum í Mexíkó að upptökur úr öryggismyndavélum sýni Coleman fara af hótelinu með börnin fyrir dagsupprás á mánudaginn. Hann kom svo aftur á hótelið einn og tékkaði sig út. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem samsæriskenningar sem tengjast QAnon eru sagðar leiða til ofbeldis. Þær snúast um margskonar fjarstæðukennda hluti en á grunni þess að valdamiklir djöfladýrkendi barnaníðingar stjórni heiminum á bakvið tjöldin.
Bandaríkin Tengdar fréttir Parler snýr aftur eftir að hafa verið sparkað af internetinu Samfélagsmiðilinn Parler er kominn aftur í loftið um mánuði eftir að Amazon og aðrir tæknirisar kipptu fótunum undan miðlinum í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið. 15. febrúar 2021 22:09 Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32 Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Parler snýr aftur eftir að hafa verið sparkað af internetinu Samfélagsmiðilinn Parler er kominn aftur í loftið um mánuði eftir að Amazon og aðrir tæknirisar kipptu fótunum undan miðlinum í kjölfar árásarinnar á bandaríska þinghúsið. 15. febrúar 2021 22:09
Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. 4. febrúar 2021 19:32
Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. 4. febrúar 2021 11:43
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07