Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 10. ágúst 2021 13:55 Fulltrúar sveitarstjórna á Reykjanesi funda með ráðherrum í Grindavík. Vísir/Sigurjón Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. Ríkisstjórnin situr nú á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru meðal annars til umræðu. Á dagskrá er einnig að ræða við fulltrúa sveitarstjórna á svæðinu og stendur sá fundur yfir nú. Morguninn hófst á ríkisstjórnarfundi en hann virðist hafa dregist eitthvað á langinn og fram í þann hluta dagskrárinnar þar sem gert var ráð fyrir hádegismat. Þurftu ráðherrar því að snæða hádegisverð á meðan fundurinn með fulltrúum sveitarstjórna hófst. Ekki í góðum málum ef eldgosið skaðar helstu innviði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, er einn af þeim sem situr fundinn með ráðherrum. Hann segir að afleiðingar atvinnuleysis á svæðinu og þær ógnir sem stafi af eldgosinu í Fagradalsfjalli muni helst koma til umræðu. „Við erum auðvitað að glíma við afleiðingar af þessum faraldri eins og flest aðrir landshlutar. Atvinnuleysi hér hefur verið mjög mikið og við munum auðvitað fá að ræða við þau hvaða möguleikar séu í stöðunni. Það er líka verið að horfa á eldgosið sem er hér fyrir utan gluggann hjá okkur og þá náttúruvá sem getur fylgt því,“ sagði Guðbrandur í viðtali við Sunnu Karen Sigþórsdóttir fréttamann í Grindavík í dag. „HS Orka er hérna hinum megin við götuna má segja. Bláa lónið er þarna líka. Við erum með vatnsból ekkert langt í burtu. Ef að allir þessir innviðir verða fyrir skaða af eldgosi þá erum við ekki í góðum málum. Það þarf líka að horfa til þess. Suðurlandslínu II til þess að tryggja raforkuöryggi. Það er margt sem við getum rætt hvað þetta varðar.“ Býstu við löngum fundi? „Við fáum tvo tíma held ég þannig að við ætlum að nýta þá vel“ Eldgos í Fagradalsfjalli Vinnumarkaður Reykjanesbær Grindavík Vogar Byggðamál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Ríkisstjórnin situr nú á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru meðal annars til umræðu. Á dagskrá er einnig að ræða við fulltrúa sveitarstjórna á svæðinu og stendur sá fundur yfir nú. Morguninn hófst á ríkisstjórnarfundi en hann virðist hafa dregist eitthvað á langinn og fram í þann hluta dagskrárinnar þar sem gert var ráð fyrir hádegismat. Þurftu ráðherrar því að snæða hádegisverð á meðan fundurinn með fulltrúum sveitarstjórna hófst. Ekki í góðum málum ef eldgosið skaðar helstu innviði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, er einn af þeim sem situr fundinn með ráðherrum. Hann segir að afleiðingar atvinnuleysis á svæðinu og þær ógnir sem stafi af eldgosinu í Fagradalsfjalli muni helst koma til umræðu. „Við erum auðvitað að glíma við afleiðingar af þessum faraldri eins og flest aðrir landshlutar. Atvinnuleysi hér hefur verið mjög mikið og við munum auðvitað fá að ræða við þau hvaða möguleikar séu í stöðunni. Það er líka verið að horfa á eldgosið sem er hér fyrir utan gluggann hjá okkur og þá náttúruvá sem getur fylgt því,“ sagði Guðbrandur í viðtali við Sunnu Karen Sigþórsdóttir fréttamann í Grindavík í dag. „HS Orka er hérna hinum megin við götuna má segja. Bláa lónið er þarna líka. Við erum með vatnsból ekkert langt í burtu. Ef að allir þessir innviðir verða fyrir skaða af eldgosi þá erum við ekki í góðum málum. Það þarf líka að horfa til þess. Suðurlandslínu II til þess að tryggja raforkuöryggi. Það er margt sem við getum rætt hvað þetta varðar.“ Býstu við löngum fundi? „Við fáum tvo tíma held ég þannig að við ætlum að nýta þá vel“
Eldgos í Fagradalsfjalli Vinnumarkaður Reykjanesbær Grindavík Vogar Byggðamál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46 Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Atvinnuleysi komið í 6,1 prósent og gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun Skráð atvinnuleysi mældist 6,1 prósent í júlí og lækkar umtalsvert frá júní þegar það var 7,4 prósent. Alls voru 12.537 atvinnulausir í lok júlí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, 6.562 karlar og 5.975 konur. 10. ágúst 2021 13:46
Fundi ríkisstjórnar lokið en ráðherra veitir ekki viðtal Ríkisstjórnin situr á árlegum sumarfundi sínum í Salthúsinu í Grindavík þar sem aðgerðir innanlands vegna Covid-19 eru til umræðu. Núverandi aðgerðir til þriggja vikna, sem fela meðal annars í sér 200 manna samkomubann og eins metra reglu, gilda til föstudagsins 13. ágúst. 10. ágúst 2021 11:26