Lýsir mikilli partýstemmningu við eldgosið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2021 14:41 Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur vakið gríðarlega athygli. Vísir/Vilhelm Segja má að stemmingunni við eldgosinu í Fagradalsfjalli sé líkt við útihátíð eða næturklúbb í nýrri grein í veftímaritinu Condé Nast Traveler. Greinin var birt í gær en hún er hluti af greinaröð þar sem sérstaklega er fjallað um hvað sé helst í tísku að gera í borgum um allan heim, og hvernig sé hægt að upplifa það. „Þetta var eins og á tónleikahátíð,“ er haft eftir Tomas Gustafsson, háskólanemenda sem ferðast hefur tvisvar hingað til lands til þess að verða vitni að eldgosinu. Fyrsta ferð hans var skömmu eftir að gosið hófst í vor. „Það var hellingur af fólki á leiðinni átt að gosinu,“ er haft eftir Gustafsson. „Við grilluðum pylsur á hrauninu og drukkum bjór.“ Einnig er rætt við Ryan Connolly sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Hidden Iceland, en hann segist hafa ferðast með um þrjú hundruð Bandaríkjamenn að gosinu frá því í maí. Í einni af þessum ferðum fór hann með vini sínum sem var nýútskrifaður úr háskóla. „Hann tók með sex flöskur af kampavíni,“ er haft eftir Connolly. „Allir voru að opna kampavínsflöskur.“ Nýjasta æðið að fara á djammið eftir gönguna Í greininni segir greinarhöfundur að nýjasta æðið á meðal ferðamanna sé að fara að eldgosinu og svo beint í bæinn til þess að halda skemmtuninni áfram. Er rætt við Bandaríkjamanninn Danny Manzouri, sem hélt steggjunina sína hér á landi í júní. Segist hann hafa reiknað með að verða dauðþreyttur eftir gönguna en þegar til Reykjavíkur var komið klukkan eitt um nótt að göngu lokinni, var farið beint á djammið, enda adrenalínið á fullu eftir að hafa séð eldgos með eigin augum. Á djamminu var skálað fyrir eldgosinu og segir Manzouri að eldgosið hafi í raun verið á allra vörum. Ókunnugir hafi skipst á sögum frá eldgosinu á meðan drykkir voru hesthúsaðir. Mikill fjöldi hefur lagt leið sína að gosinuVísir/Vilhelm Segir Manzouri einnig að íslenska sumarnóttin hafi þessi áhrif á mannskapinn, ekki síst sú staðreynd að hér er bjart yfir nóttina stóran hluta sumars. „Maður er bara aldrei þreyttur,“ er haft eftir Manzouri. „Sólin heldur manni gangandi.“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Næturlíf Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34 Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07 Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira. 27. júlí 2021 15:04 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Greinin var birt í gær en hún er hluti af greinaröð þar sem sérstaklega er fjallað um hvað sé helst í tísku að gera í borgum um allan heim, og hvernig sé hægt að upplifa það. „Þetta var eins og á tónleikahátíð,“ er haft eftir Tomas Gustafsson, háskólanemenda sem ferðast hefur tvisvar hingað til lands til þess að verða vitni að eldgosinu. Fyrsta ferð hans var skömmu eftir að gosið hófst í vor. „Það var hellingur af fólki á leiðinni átt að gosinu,“ er haft eftir Gustafsson. „Við grilluðum pylsur á hrauninu og drukkum bjór.“ Einnig er rætt við Ryan Connolly sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Hidden Iceland, en hann segist hafa ferðast með um þrjú hundruð Bandaríkjamenn að gosinu frá því í maí. Í einni af þessum ferðum fór hann með vini sínum sem var nýútskrifaður úr háskóla. „Hann tók með sex flöskur af kampavíni,“ er haft eftir Connolly. „Allir voru að opna kampavínsflöskur.“ Nýjasta æðið að fara á djammið eftir gönguna Í greininni segir greinarhöfundur að nýjasta æðið á meðal ferðamanna sé að fara að eldgosinu og svo beint í bæinn til þess að halda skemmtuninni áfram. Er rætt við Bandaríkjamanninn Danny Manzouri, sem hélt steggjunina sína hér á landi í júní. Segist hann hafa reiknað með að verða dauðþreyttur eftir gönguna en þegar til Reykjavíkur var komið klukkan eitt um nótt að göngu lokinni, var farið beint á djammið, enda adrenalínið á fullu eftir að hafa séð eldgos með eigin augum. Á djamminu var skálað fyrir eldgosinu og segir Manzouri að eldgosið hafi í raun verið á allra vörum. Ókunnugir hafi skipst á sögum frá eldgosinu á meðan drykkir voru hesthúsaðir. Mikill fjöldi hefur lagt leið sína að gosinuVísir/Vilhelm Segir Manzouri einnig að íslenska sumarnóttin hafi þessi áhrif á mannskapinn, ekki síst sú staðreynd að hér er bjart yfir nóttina stóran hluta sumars. „Maður er bara aldrei þreyttur,“ er haft eftir Manzouri. „Sólin heldur manni gangandi.“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri, líkt og fjallað var um á Vísi í gær.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Næturlíf Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34 Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07 Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira. 27. júlí 2021 15:04 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. 4. ágúst 2021 11:34
Gosið hrekkjótt og lætur vísindamenn hafa fyrir sér Eftir að verulega hafði sljákkað í gosinu á Reykjanesi og margir farnir að sjá fyrir sér að það væri við að lognast út af hefur það tekið verulega við sér síðasta sólarhringinn. 29. júlí 2021 15:07
Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira. 27. júlí 2021 15:04