Vistaður í tæp þrjú ár á geðdeild eftir að lögreglan fór mannavillt Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2021 13:28 Joshua Spriestersbach er nú fimmtíu ára gamall. Hann var handtekinn á Havaí árið 2017 og var í tvö ár og átta mánuði á geðdeild því lögregluþjónar fóru mannavilt. EPA/AP Heimilislaus maður sem handtekinn var fyrir mistök, varði nærri því þremur árum á geðdeild, þar sem hann var þvingaður til að taka lyf. Lögreglan á Havaí reyndi svo að hylma yfir málið og sleppa honum á laun. Þetta kemur fram í dómsskjölum frá samtökum sem kallast Hawaii Innocence Project en þau hafa höfðað mál vegna handtöku mannsins sem heitir Joshua Spriestersbach. AP fréttaveitan segir Spriestersbach hafa verið í biðröð við skýli fyrir heimilislausa á Honolulu árið 2017, þegar lögregluþjón bar að garði. Þá var Spriestersbach sofandi á gangstétt við skýlið og hélt að verið væri að handtaka hann þess vegna. Lögregluþjónninn hafði þó talið að Spriestersbach væri eftirlýstur maður sem héti Thomas Castleberry. Spriestersbach staðhæfði að svo væri ekki en mótmæli hans skiluðu engum árangri. Hann var talinn eiga við geðræn vandamál að stríða og lagður inn á geðdeild ríkissjúkrahúss Havaí þar sem hann var látinn neyta mikilla lyfja. Sýndi skilríki en var ekki trúað Í lögsókn Hawaii Innocence Project segir að það sé skiljanlegt að Spriestersbach hafi verið æstur þegar verið var að handtaka hann fyrir glæp annars manns og fólk neitaði að trúa því að hann væri sá sem hann væri. Það var þrátt fyrir að hann sýndi skírteini með nafni sínu og sýndi fram á að hann var annarsstaðar þegar vitað var að Castleberry hefði verið í dómsal. Lögmenn Spriestersbachs segja að lögreglan hefði auðveldlega getað komist að hinu sanna með því að skoða myndir af Spriestersbach annars vegar og Castleberry hins vegar og bera saman fingraför þeirra. „Því meira sem Spriestersbach lýsti yfir sakleysi sínu og sagðist ekki vera Castleberry, því meira var hann sagður þjást af hugarórum og vera ekki heill á geði af starfsfólki sjúkrahússins og læknum og gefnir stórir lyfjaskammtar,“ segir í lögsókn HIP. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Hawaii News Now um málið. Police arrested a man thinking he was someone else. For 2 years, he was held against his will at the Hawaii State Hospital, deemed insane and forcibly injected with drugs. The courts still have no record of this mishap in an apparent attempt to cover it up. @lynnkawano reports pic.twitter.com/bZAwVcYTLk— Hawaii News Now (@HawaiiNewsNow) August 5, 2021 Þáverandi lögmenn Spriestersbachs, sem skipaðir voru af ríkinu, trúðu honum ekki heldur. Einn geðlæknir hlustaði þó á hann að endingu og þurfti ekki meira en nokkrar leitir á Google og nokkur símtöl til að komast að því að Spriestersbach væri líklegast að segja satt. Hann bað rannsóknarlögregluþjón um að skoða málið. Sá bar saman fingraför og myndir af mönnunum tveimur og komst að hinu sanna. Þá hafði Spriestersbach varið tveimur árum og átta mánuðum á geðdeildinni. Hinn raunverulegi Castleberry hafði þar að auki verið í fangelsi í Alaska frá árinu 2016, samkvæmt HIP. Samtökin kenna lögreglunni, ríkisskipuðum verjendum Spriestersbachs, saksóknurum og sjúkrahúsinu um að hann hafi verið svo lengi í haldi og bera ábyrgð á því óréttlæti sem hann hefur verið beittur. Engin gögn til um mistökin HIP segir ennfremur að þegar hið rétta hafi komið í ljós hafi þeir sem að málinu komu haldið fund sín á milli og reynt að hylma yfir mistökin. Þá hafi verið ákveðið að sleppa Spriestersbach í laumi. Engin opinber gögn séu til um mistökin. Bara það að Spriestersbach hafi verið handtekinn. Lögmenn hans segja að embættismenn hafi búist við því að enginn myndi trúa Spriestersbach og að öllum yrði sama um heimilislausan mann sem sofnaði í röð eftir mat og vaknaði við martröð. Þegar honum var sleppt endaði hann í öðru neyðarskýli fyrir heimilislausa og starfsmenn þess höfðu samband við fjölskyldu hans. Spriestersbach býr hjá systur sinni í Vermont en í samtali við AP segir hún að hann þori varla að yfirgefa hús hennar af ótta við að verða handtekinn aftur. Bandaríkin Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Þetta kemur fram í dómsskjölum frá samtökum sem kallast Hawaii Innocence Project en þau hafa höfðað mál vegna handtöku mannsins sem heitir Joshua Spriestersbach. AP fréttaveitan segir Spriestersbach hafa verið í biðröð við skýli fyrir heimilislausa á Honolulu árið 2017, þegar lögregluþjón bar að garði. Þá var Spriestersbach sofandi á gangstétt við skýlið og hélt að verið væri að handtaka hann þess vegna. Lögregluþjónninn hafði þó talið að Spriestersbach væri eftirlýstur maður sem héti Thomas Castleberry. Spriestersbach staðhæfði að svo væri ekki en mótmæli hans skiluðu engum árangri. Hann var talinn eiga við geðræn vandamál að stríða og lagður inn á geðdeild ríkissjúkrahúss Havaí þar sem hann var látinn neyta mikilla lyfja. Sýndi skilríki en var ekki trúað Í lögsókn Hawaii Innocence Project segir að það sé skiljanlegt að Spriestersbach hafi verið æstur þegar verið var að handtaka hann fyrir glæp annars manns og fólk neitaði að trúa því að hann væri sá sem hann væri. Það var þrátt fyrir að hann sýndi skírteini með nafni sínu og sýndi fram á að hann var annarsstaðar þegar vitað var að Castleberry hefði verið í dómsal. Lögmenn Spriestersbachs segja að lögreglan hefði auðveldlega getað komist að hinu sanna með því að skoða myndir af Spriestersbach annars vegar og Castleberry hins vegar og bera saman fingraför þeirra. „Því meira sem Spriestersbach lýsti yfir sakleysi sínu og sagðist ekki vera Castleberry, því meira var hann sagður þjást af hugarórum og vera ekki heill á geði af starfsfólki sjúkrahússins og læknum og gefnir stórir lyfjaskammtar,“ segir í lögsókn HIP. Hér má sjá sjónvarpsfrétt Hawaii News Now um málið. Police arrested a man thinking he was someone else. For 2 years, he was held against his will at the Hawaii State Hospital, deemed insane and forcibly injected with drugs. The courts still have no record of this mishap in an apparent attempt to cover it up. @lynnkawano reports pic.twitter.com/bZAwVcYTLk— Hawaii News Now (@HawaiiNewsNow) August 5, 2021 Þáverandi lögmenn Spriestersbachs, sem skipaðir voru af ríkinu, trúðu honum ekki heldur. Einn geðlæknir hlustaði þó á hann að endingu og þurfti ekki meira en nokkrar leitir á Google og nokkur símtöl til að komast að því að Spriestersbach væri líklegast að segja satt. Hann bað rannsóknarlögregluþjón um að skoða málið. Sá bar saman fingraför og myndir af mönnunum tveimur og komst að hinu sanna. Þá hafði Spriestersbach varið tveimur árum og átta mánuðum á geðdeildinni. Hinn raunverulegi Castleberry hafði þar að auki verið í fangelsi í Alaska frá árinu 2016, samkvæmt HIP. Samtökin kenna lögreglunni, ríkisskipuðum verjendum Spriestersbachs, saksóknurum og sjúkrahúsinu um að hann hafi verið svo lengi í haldi og bera ábyrgð á því óréttlæti sem hann hefur verið beittur. Engin gögn til um mistökin HIP segir ennfremur að þegar hið rétta hafi komið í ljós hafi þeir sem að málinu komu haldið fund sín á milli og reynt að hylma yfir mistökin. Þá hafi verið ákveðið að sleppa Spriestersbach í laumi. Engin opinber gögn séu til um mistökin. Bara það að Spriestersbach hafi verið handtekinn. Lögmenn hans segja að embættismenn hafi búist við því að enginn myndi trúa Spriestersbach og að öllum yrði sama um heimilislausan mann sem sofnaði í röð eftir mat og vaknaði við martröð. Þegar honum var sleppt endaði hann í öðru neyðarskýli fyrir heimilislausa og starfsmenn þess höfðu samband við fjölskyldu hans. Spriestersbach býr hjá systur sinni í Vermont en í samtali við AP segir hún að hann þori varla að yfirgefa hús hennar af ótta við að verða handtekinn aftur.
Bandaríkin Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira