Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 13:42 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks Vísir/ArnarHalldórs Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. Af þeim 116 sem greindust með veiruna í gær voru 74 utan sóttkvíar og 43 óbólusettir. Sextán eru nú á sjúkrahúsi. Í tilkynningu frá Grund segir að annar tveggja heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Minni Grund sem greindust smitaðir í vikunni sé með nokkur einkenni en hinn einkennalaus. Skimun útsettra íbúa er nú lokið og skimun starfsmanna stendur yfir. Núgildandi aðgerðir innanlands renna út 13. ágúst en ákvörðun um þær næstu verður frábrugðin því sem verið hefur þar sem sóttvarnalæknir mun ekki senda heilbrigðisráðherra hefðbundið minnisblað með tillögum að ítarlegum aðgerðum og stjórnvöld taka matskenndari ákvörðun en áður. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði á Bylgjunni í morgun að þjóðin stæði á krossgötum. Stjórnvöld fundi nú með sérfræðingum og hagðilum og nýti næstu daga í að safna upplýsingum. „Um það hvernig við getum komist út úr því að vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ sagði Sigurður Ingi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stjórnvöldum hafi verið send skýr skilaboð á fundi þeirra í gær um að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks. „Ef þetta verður viðvarandi ástand með hertar og lausar aðgerðir að þá þarf að sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika,“ segir Drífa. Hún bendir á að úrræði stjórnvalda sem hafi verið ætlað að taka á stöðunni séu ýmist útrunnin eða við það að renna út. „Hlutabótaleiðin er runnin sitt skeið og það er kannski það sem virkaði hvað best. Og ef við erum að fara inn í svona viðvarandi óvissuástand myndi ég telja að það ætti að endurvekja hana. Síðan er átakið hefjum störf líka að renna sitt skeið,“ segir hún og bætir við að einnig þurfi að festa í sessi réttindi launafólks í sóttkví og vegna sóttkvíar barna. En þessi breyting - sóttvarnarlæknir hefur gefið boltann á stjórnvöld sem þurfa nú að taka matskenndari ákvörðun en áður. Hvernig leggst það í þig? „Það leggst ekkert rosalega vel í mig að þetta sé orðið að pólitískri ákvörðun frekar en heilsufarslegri. Við skulum orða það þannig. Okkur hefur borið sú gæfa hingað til að fara að ráðum sérfræðinga. Nú virðast vera einhver straumhvörf í þeirri umræðu þannig þetta er orðið meira pólitískt bitbein en áður og mér finnst það ekki góðri lukku stýra,“ segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Af þeim 116 sem greindust með veiruna í gær voru 74 utan sóttkvíar og 43 óbólusettir. Sextán eru nú á sjúkrahúsi. Í tilkynningu frá Grund segir að annar tveggja heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Minni Grund sem greindust smitaðir í vikunni sé með nokkur einkenni en hinn einkennalaus. Skimun útsettra íbúa er nú lokið og skimun starfsmanna stendur yfir. Núgildandi aðgerðir innanlands renna út 13. ágúst en ákvörðun um þær næstu verður frábrugðin því sem verið hefur þar sem sóttvarnalæknir mun ekki senda heilbrigðisráðherra hefðbundið minnisblað með tillögum að ítarlegum aðgerðum og stjórnvöld taka matskenndari ákvörðun en áður. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði á Bylgjunni í morgun að þjóðin stæði á krossgötum. Stjórnvöld fundi nú með sérfræðingum og hagðilum og nýti næstu daga í að safna upplýsingum. „Um það hvernig við getum komist út úr því að vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ sagði Sigurður Ingi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stjórnvöldum hafi verið send skýr skilaboð á fundi þeirra í gær um að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks. „Ef þetta verður viðvarandi ástand með hertar og lausar aðgerðir að þá þarf að sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika,“ segir Drífa. Hún bendir á að úrræði stjórnvalda sem hafi verið ætlað að taka á stöðunni séu ýmist útrunnin eða við það að renna út. „Hlutabótaleiðin er runnin sitt skeið og það er kannski það sem virkaði hvað best. Og ef við erum að fara inn í svona viðvarandi óvissuástand myndi ég telja að það ætti að endurvekja hana. Síðan er átakið hefjum störf líka að renna sitt skeið,“ segir hún og bætir við að einnig þurfi að festa í sessi réttindi launafólks í sóttkví og vegna sóttkvíar barna. En þessi breyting - sóttvarnarlæknir hefur gefið boltann á stjórnvöld sem þurfa nú að taka matskenndari ákvörðun en áður. Hvernig leggst það í þig? „Það leggst ekkert rosalega vel í mig að þetta sé orðið að pólitískri ákvörðun frekar en heilsufarslegri. Við skulum orða það þannig. Okkur hefur borið sú gæfa hingað til að fara að ráðum sérfræðinga. Nú virðast vera einhver straumhvörf í þeirri umræðu þannig þetta er orðið meira pólitískt bitbein en áður og mér finnst það ekki góðri lukku stýra,“ segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira