Endurreisum Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins! Tómas Ellert Tómasson skrifar 1. ágúst 2021 07:01 Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb) stofnuð 1965, var formlega tekin af lífi þann 1. júlí síðastliðinn. Til verksins var fenginn ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Félagsmálaráðuneytið undir stjórn barnamálaráðherra sá um jarðsetninguna. Rb eins og stofnunin var kölluð í daglegu tali átti sér nokkuð langa og merkilega sögu. Hún varð til í kjölfar setningu laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965. Samkvæmt þeim lögum var kveðið á um að verkefni Rb ættu að vera: „kynning á niðurstöðum rannsókna og veiting upplýsinga um byggingafræðileg efni“. Auk þess voru á verkefnaskrá Rb, húsnæðis- og byggingamál, vegagerð, steypurannsóknir, jarðvegsathuganir, útgáfa og kennsla. Frá upphafi lagði stofnunin mikla áherslu á útgáfu sérfræðirita og leiðbeiningablaða fyrir byggingariðnaðinn. Þau rit byggðu oftar en ekki á niðurstöðum langtímaverkefna sem unnin voru á vegum stofnunarinnar eða í samstarfi við aðrar ríkisstofnanir eins og Vegagerðina. Steinsteypu-rannsóknirnar sem dæmi og þróun á gerð steinsteypu sem stofnunin vann að á líftíma sínum eru hvorki meira né minna en heimsfrægar á sviði byggingarverkfræðinnar. Í sérfræðiritunum var einnig ítarlega fjallað um ýmis málefni byggingariðnaðarins auk þess sem stofnunin gaf út verklýsingar og byggingavísitölur í samstarfi við Hagstofuna. Útgáfu sérfræðiritanna lauk að mestu árið 2007 er dauðastríð Rb hófst, með innlimun stofnunarinnar í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Dauðastríðinu er nú lokið. Upprisu og endurreisnar Rb er krafist. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Alþingiskosningar 2021 Nýsköpun Byggingariðnaður Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb) stofnuð 1965, var formlega tekin af lífi þann 1. júlí síðastliðinn. Til verksins var fenginn ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Félagsmálaráðuneytið undir stjórn barnamálaráðherra sá um jarðsetninguna. Rb eins og stofnunin var kölluð í daglegu tali átti sér nokkuð langa og merkilega sögu. Hún varð til í kjölfar setningu laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965. Samkvæmt þeim lögum var kveðið á um að verkefni Rb ættu að vera: „kynning á niðurstöðum rannsókna og veiting upplýsinga um byggingafræðileg efni“. Auk þess voru á verkefnaskrá Rb, húsnæðis- og byggingamál, vegagerð, steypurannsóknir, jarðvegsathuganir, útgáfa og kennsla. Frá upphafi lagði stofnunin mikla áherslu á útgáfu sérfræðirita og leiðbeiningablaða fyrir byggingariðnaðinn. Þau rit byggðu oftar en ekki á niðurstöðum langtímaverkefna sem unnin voru á vegum stofnunarinnar eða í samstarfi við aðrar ríkisstofnanir eins og Vegagerðina. Steinsteypu-rannsóknirnar sem dæmi og þróun á gerð steinsteypu sem stofnunin vann að á líftíma sínum eru hvorki meira né minna en heimsfrægar á sviði byggingarverkfræðinnar. Í sérfræðiritunum var einnig ítarlega fjallað um ýmis málefni byggingariðnaðarins auk þess sem stofnunin gaf út verklýsingar og byggingavísitölur í samstarfi við Hagstofuna. Útgáfu sérfræðiritanna lauk að mestu árið 2007 er dauðastríð Rb hófst, með innlimun stofnunarinnar í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Dauðastríðinu er nú lokið. Upprisu og endurreisnar Rb er krafist. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun