Sigurganga sænsku stelpnanna hélt áfram og nóg af mörkum hjá Ástralíu og Bretum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 13:00 Ástralinn Sam Kerr fagnar öðru marka sinna á móti Bretum með miklum tilþrifum. AP/Fernando Vergara Þrjár þjóðir eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó en lokaleikurinn í átta liða úrslitunum er farinn í framlengingu. Svíþjóð, Ástralía og Kanada eru komin áfram í undanúrslitin. Svíar voru eina liðið sem vann í venjulegum leiktíma, Ástralar unnu í framlengingu og þær kanadísku í vítakeppni. Það var framlengt í leik Bandaríkjanna og Hollands. Sigurvegarinn úr leik Bandaríkjanna og Hollands mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð. Svíar héldu sigurgöngu sinni áfram með 3-1 sigri á heimastúlkum í Japan. Stina Blackstenius, Magdalena Eriksson og Kosovare Asllani skoruðu mörkin í fjórða sigri sænska liðsins í röð á leikunum. Svíar komust yfir á 7. mínútu en Japanar jöfnuðu sextán mínútum síðar. Sænska liðið skoraði síðan tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn. Kanada sló út Brasilíu í vítakeppni eftir markalausar 120 mínútur. Stórstjarnan Christine Sinclair klikkaði reyndar á sinni spyrnu en allar hinar kanadísku stelpurnar skoruðu. Andressa og Rafaelle klikkuðu á síðustu tveimur vítaspyrnum Brassana og Kanada vann vítakeppnina 4-3. Það var líka framlengt í leik Bretlands og Ástralíu en þar vantaði ekki mörkin. Ástralía (1-0) og Bretland (2-1) komust bæði yfir í venjulegum leiktíma en honum lauk með 2-2 jafntefli. Ástralar komust í 4-2 í framlengingunni áður en Bretar minnkuðu muninn. Bretar klikkuðu á vítaspyrnu í stöðunni 2-2. Ellen White skoraði öll þrjú mörk Breta en Sam Kerr var með tvö mörk fyrir ástralska liðið. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Svíþjóð, Ástralía og Kanada eru komin áfram í undanúrslitin. Svíar voru eina liðið sem vann í venjulegum leiktíma, Ástralar unnu í framlengingu og þær kanadísku í vítakeppni. Það var framlengt í leik Bandaríkjanna og Hollands. Sigurvegarinn úr leik Bandaríkjanna og Hollands mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð. Svíar héldu sigurgöngu sinni áfram með 3-1 sigri á heimastúlkum í Japan. Stina Blackstenius, Magdalena Eriksson og Kosovare Asllani skoruðu mörkin í fjórða sigri sænska liðsins í röð á leikunum. Svíar komust yfir á 7. mínútu en Japanar jöfnuðu sextán mínútum síðar. Sænska liðið skoraði síðan tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn. Kanada sló út Brasilíu í vítakeppni eftir markalausar 120 mínútur. Stórstjarnan Christine Sinclair klikkaði reyndar á sinni spyrnu en allar hinar kanadísku stelpurnar skoruðu. Andressa og Rafaelle klikkuðu á síðustu tveimur vítaspyrnum Brassana og Kanada vann vítakeppnina 4-3. Það var líka framlengt í leik Bretlands og Ástralíu en þar vantaði ekki mörkin. Ástralía (1-0) og Bretland (2-1) komust bæði yfir í venjulegum leiktíma en honum lauk með 2-2 jafntefli. Ástralar komust í 4-2 í framlengingunni áður en Bretar minnkuðu muninn. Bretar klikkuðu á vítaspyrnu í stöðunni 2-2. Ellen White skoraði öll þrjú mörk Breta en Sam Kerr var með tvö mörk fyrir ástralska liðið.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira