Gullinn mánudagur fyrir Breta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 16:00 Adam Peaty fagnar gullverðlaunum sínum í 100 metra bringusundi sem hann var að vinna á öðrum leikunum í röð. AP/Martin Meissner Mánudagurinn 26. júlí 2021 fer í hóp með bestu dögum Bretlands á Ólympíuleikunum því Bretar unnu þrenn gullverðlaun í dag. Bretarnir sjálfir eru farnir að tala um „Magic Monday“ eða „Magnaðan mánudag“ eftir uppskeru sína í keppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Þetta eru fyrstu þrjú gullverðlaun Breta á leikunun í ár. Þetta eru enn fremur fimmtu Ólympíuleikarnir í röð þar sem Bretar ná þremur gullverðlaunum eða fleiri á sama deginum en fyrir ÓL í Aþenu 2004 hafði það aðeins gerst tvisvar sinnum hjá þeim. Adam Peaty Tom Daley and Matty Lee Tom Pidcock Alex Yee It's been an incredible day for Team GB so far at the Tokyo Olympics! #bbcolympics #tokyo2020 #teamgb— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2021 Besti dagur Breta á Ólympíuleikum er laugardagurinn 4. ágúst 2012 þegar Bretar unnu sex gullverðlaun á sama deginum. Dagurinn byrjaði á því að Adam Peaty vann gull í 100 metra bringusundi þegar hann kom í mark á 57,37 sekúndum og varð um leið fyrsti breski sundmaðurinn sem nær að verja Ólympíugull á milli leikja. Það er ekki hægt að segja að sigur Peaty hafi komið á óvart því hann á sextán hröðustu tíma sögunnar í 100 metra bringusundi og hefur ekki tapað í greininni í sjö ár á sama tíma og hann hefur slegið heimsmetið fimm sinnum. Sigur Tom Daley og Matty Lee í samhæfðum dýfingum af tíu metra palli kom aftur á móti mun meira á óvart. Þeir Daley og Lee höfðu þar betur í baráttu við kínverska parið Cao Yuan og Chen Aisen. Hinn 27 ára gamli Daley er að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum en var að vinna sín fyrstu gullverðlaun. Daley og Lee fengu 471.81 stig á móti 470.58 stigum hjá þeim kínversku. Kínverjar vinna þar með ekki alla átta greinarnar í dýfingum á þessum Ólympíuleikum. Þriðja Ólympíugull dagsins var síðan hjá Thomas Pidcock í fjallahjólreiðum. Hann kom í mark á 1:25:14 klst. og var 20 sekúndum á undan Mathias Flückiger frá Sviss. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Sund Dýfingar Hjólreiðar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
Bretarnir sjálfir eru farnir að tala um „Magic Monday“ eða „Magnaðan mánudag“ eftir uppskeru sína í keppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Þetta eru fyrstu þrjú gullverðlaun Breta á leikunun í ár. Þetta eru enn fremur fimmtu Ólympíuleikarnir í röð þar sem Bretar ná þremur gullverðlaunum eða fleiri á sama deginum en fyrir ÓL í Aþenu 2004 hafði það aðeins gerst tvisvar sinnum hjá þeim. Adam Peaty Tom Daley and Matty Lee Tom Pidcock Alex Yee It's been an incredible day for Team GB so far at the Tokyo Olympics! #bbcolympics #tokyo2020 #teamgb— BBC Sport (@BBCSport) July 26, 2021 Besti dagur Breta á Ólympíuleikum er laugardagurinn 4. ágúst 2012 þegar Bretar unnu sex gullverðlaun á sama deginum. Dagurinn byrjaði á því að Adam Peaty vann gull í 100 metra bringusundi þegar hann kom í mark á 57,37 sekúndum og varð um leið fyrsti breski sundmaðurinn sem nær að verja Ólympíugull á milli leikja. Það er ekki hægt að segja að sigur Peaty hafi komið á óvart því hann á sextán hröðustu tíma sögunnar í 100 metra bringusundi og hefur ekki tapað í greininni í sjö ár á sama tíma og hann hefur slegið heimsmetið fimm sinnum. Sigur Tom Daley og Matty Lee í samhæfðum dýfingum af tíu metra palli kom aftur á móti mun meira á óvart. Þeir Daley og Lee höfðu þar betur í baráttu við kínverska parið Cao Yuan og Chen Aisen. Hinn 27 ára gamli Daley er að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum en var að vinna sín fyrstu gullverðlaun. Daley og Lee fengu 471.81 stig á móti 470.58 stigum hjá þeim kínversku. Kínverjar vinna þar með ekki alla átta greinarnar í dýfingum á þessum Ólympíuleikum. Þriðja Ólympíugull dagsins var síðan hjá Thomas Pidcock í fjallahjólreiðum. Hann kom í mark á 1:25:14 klst. og var 20 sekúndum á undan Mathias Flückiger frá Sviss.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Sund Dýfingar Hjólreiðar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira