Hegðun gossins í dag gefi litla vísbendingu um framtíðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júlí 2021 11:29 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Prófessor í eldfjallafræði segir að sá mikli kraftur sem sást í eldgosinu í Geldingadölum um helgina sé hluti af því mynstri sem sést hefur undanfarnar vikur. Hann telur ómögulegt að segja til um hvenær gosinu muni ljúka út frá mælingum dagsins í dag. Mikill kraftur var í gosinu nú um helgina og þegar mest lét mátti sjá bjarma þess frá höfuðborgarsvæðinu, sem hefur iðulega gerst þegar það er í hvað kraftmestum ham. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta stemma við það mynstur sem sést hefur á gosstöðvunum undanfarið. Hann segir að í síðustu viku hafi orðið smávægileg breyting á hegðun gossins í gígnum sjálfum. Í stað stuttra, púlskenndra kvikustróka á tuttugu mínútna fresti hafi orðið sígos í gígnum, með stöðugum kvikustrókum sem vörðu í sex til sextán tíma. Slíkar hrinur eru nú orðnar fimm talsins, frá því hegðunin breyttist. „Gosið er í raun og veru bara í sama ham og það er búið að vera undanfarnar vikur og mánuði, en þetta sem það er að sýna okkur á yfirborðinu hefur breyst aðeins. Þetta gefur okkur bara fjölbreytt sjónarspil,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir svo gott sem ómögulegt að ráða í það hvenær gosinu muni ljúka, út frá hegðun þess í dag. „Það getur hætt á morgun, eða eftir þrjú ár eða eftir þrjátíu ár. Ég held að það sé óhætt að segja það að það sem við erum að horfa á núna í sambandi við virknina, það eru engin skýr merki um það að gosið sé að hægja á sér eða fara að hætta.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira
Mikill kraftur var í gosinu nú um helgina og þegar mest lét mátti sjá bjarma þess frá höfuðborgarsvæðinu, sem hefur iðulega gerst þegar það er í hvað kraftmestum ham. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta stemma við það mynstur sem sést hefur á gosstöðvunum undanfarið. Hann segir að í síðustu viku hafi orðið smávægileg breyting á hegðun gossins í gígnum sjálfum. Í stað stuttra, púlskenndra kvikustróka á tuttugu mínútna fresti hafi orðið sígos í gígnum, með stöðugum kvikustrókum sem vörðu í sex til sextán tíma. Slíkar hrinur eru nú orðnar fimm talsins, frá því hegðunin breyttist. „Gosið er í raun og veru bara í sama ham og það er búið að vera undanfarnar vikur og mánuði, en þetta sem það er að sýna okkur á yfirborðinu hefur breyst aðeins. Þetta gefur okkur bara fjölbreytt sjónarspil,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir svo gott sem ómögulegt að ráða í það hvenær gosinu muni ljúka, út frá hegðun þess í dag. „Það getur hætt á morgun, eða eftir þrjú ár eða eftir þrjátíu ár. Ég held að það sé óhætt að segja það að það sem við erum að horfa á núna í sambandi við virknina, það eru engin skýr merki um það að gosið sé að hægja á sér eða fara að hætta.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira