Hegðun gossins í dag gefi litla vísbendingu um framtíðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júlí 2021 11:29 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Prófessor í eldfjallafræði segir að sá mikli kraftur sem sást í eldgosinu í Geldingadölum um helgina sé hluti af því mynstri sem sést hefur undanfarnar vikur. Hann telur ómögulegt að segja til um hvenær gosinu muni ljúka út frá mælingum dagsins í dag. Mikill kraftur var í gosinu nú um helgina og þegar mest lét mátti sjá bjarma þess frá höfuðborgarsvæðinu, sem hefur iðulega gerst þegar það er í hvað kraftmestum ham. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta stemma við það mynstur sem sést hefur á gosstöðvunum undanfarið. Hann segir að í síðustu viku hafi orðið smávægileg breyting á hegðun gossins í gígnum sjálfum. Í stað stuttra, púlskenndra kvikustróka á tuttugu mínútna fresti hafi orðið sígos í gígnum, með stöðugum kvikustrókum sem vörðu í sex til sextán tíma. Slíkar hrinur eru nú orðnar fimm talsins, frá því hegðunin breyttist. „Gosið er í raun og veru bara í sama ham og það er búið að vera undanfarnar vikur og mánuði, en þetta sem það er að sýna okkur á yfirborðinu hefur breyst aðeins. Þetta gefur okkur bara fjölbreytt sjónarspil,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir svo gott sem ómögulegt að ráða í það hvenær gosinu muni ljúka, út frá hegðun þess í dag. „Það getur hætt á morgun, eða eftir þrjú ár eða eftir þrjátíu ár. Ég held að það sé óhætt að segja það að það sem við erum að horfa á núna í sambandi við virknina, það eru engin skýr merki um það að gosið sé að hægja á sér eða fara að hætta.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Mikill kraftur var í gosinu nú um helgina og þegar mest lét mátti sjá bjarma þess frá höfuðborgarsvæðinu, sem hefur iðulega gerst þegar það er í hvað kraftmestum ham. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta stemma við það mynstur sem sést hefur á gosstöðvunum undanfarið. Hann segir að í síðustu viku hafi orðið smávægileg breyting á hegðun gossins í gígnum sjálfum. Í stað stuttra, púlskenndra kvikustróka á tuttugu mínútna fresti hafi orðið sígos í gígnum, með stöðugum kvikustrókum sem vörðu í sex til sextán tíma. Slíkar hrinur eru nú orðnar fimm talsins, frá því hegðunin breyttist. „Gosið er í raun og veru bara í sama ham og það er búið að vera undanfarnar vikur og mánuði, en þetta sem það er að sýna okkur á yfirborðinu hefur breyst aðeins. Þetta gefur okkur bara fjölbreytt sjónarspil,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir svo gott sem ómögulegt að ráða í það hvenær gosinu muni ljúka, út frá hegðun þess í dag. „Það getur hætt á morgun, eða eftir þrjú ár eða eftir þrjátíu ár. Ég held að það sé óhætt að segja það að það sem við erum að horfa á núna í sambandi við virknina, það eru engin skýr merki um það að gosið sé að hægja á sér eða fara að hætta.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira