Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2021 13:25 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. „Þetta er náttúrlega lýðræðisleg niðurstaða og niðurstöðurnar segja mér líka að það sé fjöldi fólks í flokknum í Reykjavík sem kann að meta reynslu mína og störf. Og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem studdu mig og mjög þakklátur yfir mjög góðum kveðjum sem mér hafa borist, bæði í aðdragandanum og á meðan og á eftir þessu gekk,“ segir hann. Fjóla Hrund hefur ekki setið á þingi en þó komið inn sem varaþingmaður. Þorsteinn hefur setið á þingi, fyrst fyrir Framsóknarflokk og síðar Miðflokk, frá árinu 2013. „Ég lít ekki á þetta sem einhvern dóm yfir því sem ég er búinn að vera að gera. Það er talað um það að það sé ákall eftir konum í pólitík og þar á meðal í Miðflokknum og við fáum að sjá það 25. september hvort það ákall skilar sér, það er að segja þeir sem kalla eftir konum flykki sér um flokkinn,“ segir hann. Ertu ósáttur? „Nei, nei eða þannig. Ég er náttúrlega keppnismaður. Ósáttur að því leyti að ég á margt ógert og sumu held ég áfram. Ég held áfram að berjast í málefnum þeirra sem misstu íbúðir í hendur Íbúðalánasjóðs, það er enginn til að taka við því. Og síðan eru önnur mál sem ég þarf að vinna í og ég held áfram að tjá mig – við skulum bara sjá hvað setur. Það er líf eftir pólitík. Ég var ekki alþingismaður í 59 ár þannig að ég kann það ágætlega,“ segir hann. Fjóla sagðist í samtali við Vísi í gær vera spennt fyrir komandi tímum, þó niðurstaðan hafi komið henni á óvart. „Ég óska flokknum og Fjólu Hrund alls hins besta. Fjóla Hrund er frambærileg og fín kona og á allt gott skilið.“ Alþingi Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
„Þetta er náttúrlega lýðræðisleg niðurstaða og niðurstöðurnar segja mér líka að það sé fjöldi fólks í flokknum í Reykjavík sem kann að meta reynslu mína og störf. Og ég er mjög þakklátur öllum þeim sem studdu mig og mjög þakklátur yfir mjög góðum kveðjum sem mér hafa borist, bæði í aðdragandanum og á meðan og á eftir þessu gekk,“ segir hann. Fjóla Hrund hefur ekki setið á þingi en þó komið inn sem varaþingmaður. Þorsteinn hefur setið á þingi, fyrst fyrir Framsóknarflokk og síðar Miðflokk, frá árinu 2013. „Ég lít ekki á þetta sem einhvern dóm yfir því sem ég er búinn að vera að gera. Það er talað um það að það sé ákall eftir konum í pólitík og þar á meðal í Miðflokknum og við fáum að sjá það 25. september hvort það ákall skilar sér, það er að segja þeir sem kalla eftir konum flykki sér um flokkinn,“ segir hann. Ertu ósáttur? „Nei, nei eða þannig. Ég er náttúrlega keppnismaður. Ósáttur að því leyti að ég á margt ógert og sumu held ég áfram. Ég held áfram að berjast í málefnum þeirra sem misstu íbúðir í hendur Íbúðalánasjóðs, það er enginn til að taka við því. Og síðan eru önnur mál sem ég þarf að vinna í og ég held áfram að tjá mig – við skulum bara sjá hvað setur. Það er líf eftir pólitík. Ég var ekki alþingismaður í 59 ár þannig að ég kann það ágætlega,“ segir hann. Fjóla sagðist í samtali við Vísi í gær vera spennt fyrir komandi tímum, þó niðurstaðan hafi komið henni á óvart. „Ég óska flokknum og Fjólu Hrund alls hins besta. Fjóla Hrund er frambærileg og fín kona og á allt gott skilið.“
Alþingi Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira