Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. júlí 2021 14:00 Guðmundur Ragnarsson, eigandi Laugaáss, segist hafa þurft að tryggja starfsmönnum áfallahjálp í mars í fyrra þegar öllu var skellt í lás. Vísir Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. Guðmundur Kr. Ragnarsson eigandi Laugaáss var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir tvö brúðkaup sem eiga að vera á morgun en fyrirtækið sér um veisluþjónustu. „Við erum með einhverja 250 gesti strax í fyrramálið og svo með nokkur brúðkaup, eitt 150 manna brúðkaup, sem er á morgun og fellur væntanlega undir þetta. Það er allt tilbúið, búið að stilla öllu upp og græja allt saman, það er allt tilbúið. Við eigum bara eftir að leggja síðustu hendur á að taka í hendur á gestunum og bjóða þá velkomna,“ segir Guðmundur. Undirbúningur fyrir slíka veislu hefjist löngu áður en hún hefst. „Það eru vika, tvær vikur sem er undirbúningur. Fyrir utan það að allir matseðlar eru löngu tilbúnir og það er allt komið í hús, öll vín, það er allt komið,“ segir Guðmundur. Laugaás sér um veisluþjónustu og er með tvö brúðkaup á dagskrá á morgun.Vísir Hann hefur fullan skilning á sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Já, það eru mjög mörg partý sem að eru undir en það má ekki gleyma því að það er verið að hugsa um fólkið, heilsu fólks og það er það sem að skiptir öllu máli. Við sjáum 6. mars í fyrra ljóslifandi fyrir okkur þegar öllu var skellt í lás,“ segir hann. Hann finnur til með þeim sem vita ekki hvort þeir megi halda veislur eða ekki. „Okkar hugur er hjá fólkinu sem er að fara að halda veisluna og brúðhjónum. Það er það sem mér þykir búið að hálfskemma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur reynslu af fyrri lokunum en í mars í fyrra þurfti að hætta við margar veislur vegna samkomutakmarkana. „Þá vorum við með 3.300 manns á mjög mörgum stöðum og eftir á að hyggja var ég um miðjan daginn með grátandi fólk sem var í eldhúsinu sem ég hefði þurft að fá áfallahjálp fyrir. Ég fattaði það ekki fyrr en í janúar, febrúar á þessu ári að þettsa hefur gríðarleg áhrif.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Guðmundur Kr. Ragnarsson eigandi Laugaáss var að leggja lokahönd á undirbúning fyrir tvö brúðkaup sem eiga að vera á morgun en fyrirtækið sér um veisluþjónustu. „Við erum með einhverja 250 gesti strax í fyrramálið og svo með nokkur brúðkaup, eitt 150 manna brúðkaup, sem er á morgun og fellur væntanlega undir þetta. Það er allt tilbúið, búið að stilla öllu upp og græja allt saman, það er allt tilbúið. Við eigum bara eftir að leggja síðustu hendur á að taka í hendur á gestunum og bjóða þá velkomna,“ segir Guðmundur. Undirbúningur fyrir slíka veislu hefjist löngu áður en hún hefst. „Það eru vika, tvær vikur sem er undirbúningur. Fyrir utan það að allir matseðlar eru löngu tilbúnir og það er allt komið í hús, öll vín, það er allt komið,“ segir Guðmundur. Laugaás sér um veisluþjónustu og er með tvö brúðkaup á dagskrá á morgun.Vísir Hann hefur fullan skilning á sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. „Já, það eru mjög mörg partý sem að eru undir en það má ekki gleyma því að það er verið að hugsa um fólkið, heilsu fólks og það er það sem að skiptir öllu máli. Við sjáum 6. mars í fyrra ljóslifandi fyrir okkur þegar öllu var skellt í lás,“ segir hann. Hann finnur til með þeim sem vita ekki hvort þeir megi halda veislur eða ekki. „Okkar hugur er hjá fólkinu sem er að fara að halda veisluna og brúðhjónum. Það er það sem mér þykir búið að hálfskemma,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur reynslu af fyrri lokunum en í mars í fyrra þurfti að hætta við margar veislur vegna samkomutakmarkana. „Þá vorum við með 3.300 manns á mjög mörgum stöðum og eftir á að hyggja var ég um miðjan daginn með grátandi fólk sem var í eldhúsinu sem ég hefði þurft að fá áfallahjálp fyrir. Ég fattaði það ekki fyrr en í janúar, febrúar á þessu ári að þettsa hefur gríðarleg áhrif.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16 „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13 Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Endurvekja bakvarðasveitina í ljósi fjölgunar smita Ákveðið hefur verið endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar vegna fjölgunar greindra smita af Covid-19 undanfarna daga. 23. júlí 2021 12:16
„Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. 23. júlí 2021 12:13
Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52