Ekki ákærður fyrir að skjóta handjárnaðan mann: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2021 10:59 Michael Breinholt á lögreglustöðinni. Skjáskot Lögregluþjónn í Utah í Bandaríkjunum braut ekki af sér í starfi þegar hann skaut handjárnaðan mann í höfuðið á lögreglustöð fyrir tveimur árum. Myndbönd af banaskotinu sýna lögregluþjóninn segja: „Þú ert að fara að deyja, vinur minn“, áður en hann tók upp byssu sína og skaut manninn í höfuðið í miklu návígi. Hinn 31 árs gamli Michael Breinholt lést samstundis. Hann hafði verið handtekinn fyrir ölvun og virtist reyna að ná tökum á skammbyssu eins lögregluþjóns áður en hann var skotinn. Saksóknarar í Utah opinberuðu þá niðurstöðu í gær að Tyler Longman yrði ekki refsað fyrir banaskotið, sem átti sér stað í ágúst 2019. Þetta var í þriðja sinn sem Longman skaut mann til bana. Lögreglan gaf út níu mínútna myndband sem var meðal annars unnið af almannatengslateymi lögreglunnar og úr myndefni úr vestismyndavélum lögreglumanna, sem sýndi þó eingöngu brot af atburðarásinni, samkvæmt frétt PBS. Kröfðust betra myndefnis Blaðamenn og lögmenn dagblaðsins Salt Lake Tribune vörðu hálfu ári í að reyna að fá meira myndefni sem tengist banaskotinu og tókst það í upphafi mánaðarins. Myndbandið sýnir ölvaðan Breinholt láta illa við lögregluþjóna. Á einum tímapunkti lendir Breinholt í stympingum við tvo lögregluþjóna og kallar annar þeirra að Breinholt sé að reyna að ná taki á byssu hans. Þá var Breinholt handjárnaður með hendur fyrir aftan bak og myndbandið virðist styðja það. Það sýnir þó að byssan var enn í hulstri lögregluþjónsins þegar Longman kom til aðstoðar. „Þú ert að fara að deyja, vinur minn,“ sagði Longman og skaut Breinholt í höfuðið. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils Fox í Utah um banaskotið. Ríkissaksóknarinn Sim Gill sagði á blaðamannafundi í gær að honum þætti dauði Breinholt vera óþarfur og forkastanlegur. Hann væri þó bundinn lögum og reglum og þeim samkvæmt hefði banaskotið verið réttlætanlegt. „Ef við viljum aðrar niðurstöður, sem er ekki óeðlilegt að fara fram á, þurfum við að breyta lögunum,“ sagði Gill, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fjölskylda Breinholt er ósátt við þessa niðurstöðu og ætla þau að höfða mál. „Hann gaf sér tíma til að hugsa og segja þessi orð,“ sagði Susan Neese, móðir Breinholt, við Salt Lake Tribune (áskriftarvefur). Blaðamenn báðu einnig sérfræðing í þjálfun lögregluþjóna að horfa á myndbandið. Sá sagði það ekki hafa verið nauðsynlegt að skjóta Breinholt til bana. PBS segir Breinholt hafa átt í vandræðum með fíkn frá því hann var táningur og hafi komist í kast við lögin á undanförnum árum. Haft er eftir móður hans að hún hafi rætt við hann daginn sem hann dó og þau hafi rætt um það að hann ætlaði að leita sér hjálpar væri að reyna að komast á meðferðarheimili. Breinholt hafði mætt ölvaður á vinnustað kærustu sinnar og samstarfsmaður hennar hafði hringt á lögregluna. Lögregluþjónum var svo sagt að Breinholt hefði sagst hafa takið mikið pillum og áður en hann var handtekinn, sagði kærasta hans við lögregluþjóna að hann virtist í sjálfsmorðshugleiðingum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Michael Breinholt lést samstundis. Hann hafði verið handtekinn fyrir ölvun og virtist reyna að ná tökum á skammbyssu eins lögregluþjóns áður en hann var skotinn. Saksóknarar í Utah opinberuðu þá niðurstöðu í gær að Tyler Longman yrði ekki refsað fyrir banaskotið, sem átti sér stað í ágúst 2019. Þetta var í þriðja sinn sem Longman skaut mann til bana. Lögreglan gaf út níu mínútna myndband sem var meðal annars unnið af almannatengslateymi lögreglunnar og úr myndefni úr vestismyndavélum lögreglumanna, sem sýndi þó eingöngu brot af atburðarásinni, samkvæmt frétt PBS. Kröfðust betra myndefnis Blaðamenn og lögmenn dagblaðsins Salt Lake Tribune vörðu hálfu ári í að reyna að fá meira myndefni sem tengist banaskotinu og tókst það í upphafi mánaðarins. Myndbandið sýnir ölvaðan Breinholt láta illa við lögregluþjóna. Á einum tímapunkti lendir Breinholt í stympingum við tvo lögregluþjóna og kallar annar þeirra að Breinholt sé að reyna að ná taki á byssu hans. Þá var Breinholt handjárnaður með hendur fyrir aftan bak og myndbandið virðist styðja það. Það sýnir þó að byssan var enn í hulstri lögregluþjónsins þegar Longman kom til aðstoðar. „Þú ert að fara að deyja, vinur minn,“ sagði Longman og skaut Breinholt í höfuðið. Hér má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils Fox í Utah um banaskotið. Ríkissaksóknarinn Sim Gill sagði á blaðamannafundi í gær að honum þætti dauði Breinholt vera óþarfur og forkastanlegur. Hann væri þó bundinn lögum og reglum og þeim samkvæmt hefði banaskotið verið réttlætanlegt. „Ef við viljum aðrar niðurstöður, sem er ekki óeðlilegt að fara fram á, þurfum við að breyta lögunum,“ sagði Gill, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Fjölskylda Breinholt er ósátt við þessa niðurstöðu og ætla þau að höfða mál. „Hann gaf sér tíma til að hugsa og segja þessi orð,“ sagði Susan Neese, móðir Breinholt, við Salt Lake Tribune (áskriftarvefur). Blaðamenn báðu einnig sérfræðing í þjálfun lögregluþjóna að horfa á myndbandið. Sá sagði það ekki hafa verið nauðsynlegt að skjóta Breinholt til bana. PBS segir Breinholt hafa átt í vandræðum með fíkn frá því hann var táningur og hafi komist í kast við lögin á undanförnum árum. Haft er eftir móður hans að hún hafi rætt við hann daginn sem hann dó og þau hafi rætt um það að hann ætlaði að leita sér hjálpar væri að reyna að komast á meðferðarheimili. Breinholt hafði mætt ölvaður á vinnustað kærustu sinnar og samstarfsmaður hennar hafði hringt á lögregluna. Lögregluþjónum var svo sagt að Breinholt hefði sagst hafa takið mikið pillum og áður en hann var handtekinn, sagði kærasta hans við lögregluþjóna að hann virtist í sjálfsmorðshugleiðingum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira