„Hafið enn ekki séð það besta frá mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 22:30 Dagný segist eiga mikið inni fyrir komandi leiktíð hjá West Ham. West Ham Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður West Ham United, segir að meiðsli og COVID-smit hafi hamlað sér á síðustu leiktíð með enska liðinu. Hún býst við að sýna sitt rétta andlit á komandi leiktíð í ensku ofurdeildinni. Dagný samdi við West Ham í upphafi árs en hún var mikill stuðningsmaður félagsins í æsku. Það var því ákveðinn draumur að rætast þegar hún gekk í raðir Hamranna í Lundúnum. „Ég bjóst aldrei við því sem ung stúlka að ég myndi spila leik fyrir West Ham. Besti vinur minn og pabbi hans, sem ég byrjaði að spila fótbolta með, voru miklir West Ham United stuðningsmenn,“ er haft eftir Dagnýju í viðtali við Daily Mail. „Ég man að þegar ég var 15-16 ára, þá sýndu þeir mér að það væri í boði að fara til reynslu hjá kvennaliði West Ham. Hins vegar var það ekki atvinnumannalið þá. Ég man að hafa hugsað nei, ég get ekki farið þangað núna þar sem það er ekki atvinnumannalið, en það er skondið að hugsa til þess að ég hafi endað hér sem West Ham stuðningsmaður,“ Then Now https://t.co/dlaPHkTJQJ#BringItOnWHU | @UmbroUK pic.twitter.com/Tsi65Deadd— West Ham United Women (@westhamwomen) July 16, 2021 West Ham var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en tókst að bjarga sér frá falli á lokakafla tímabilsins. Dagný segist búast við sterkara liði í ár, þar sem vel hafi gengið á undirbúningstímabilinu, en hún segist einnig búast við að spila sjálf betur en hún gerði í fyrra. „Þið hafið enn ekki séð það besta frá mér. Ég kom hingað meidd og smitaðist svo af Covid, svo að í hvert skipti sem ég var að nálgast fyrra form kom eitthvað upp, segir Dagný viðtalinu sem lýsir sér sem leikmanni.“ „Ég tel mig búa yfir mikilli vinnslu og einn af mínum helstu styrkleikum sem miðjumaður er að ég get skorað mörk, og venjulega er ég öflug í því... jafnvel þó ég hafi ekki staðið mig vel í því á síðasta tímabili,“ segir Dagný. Fleira kemur fram í viðtalinu við Dagnýju, þar sem hún fer meðal annars yfir upphafsár sín í boltanum. Viðtalið má nálgast hér. West Ham hafnaði í níunda sæti ensku Ofurdeildarinnar í fyrra, með 15 stig úr 22 leikjum. Liðið var aðeins þremur stigum frá botnliði Bristol City, í því tólfta, sem var eina liðið sem féll. Næsta leiktíð hefst 3. september næst komandi. Enski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Dagný samdi við West Ham í upphafi árs en hún var mikill stuðningsmaður félagsins í æsku. Það var því ákveðinn draumur að rætast þegar hún gekk í raðir Hamranna í Lundúnum. „Ég bjóst aldrei við því sem ung stúlka að ég myndi spila leik fyrir West Ham. Besti vinur minn og pabbi hans, sem ég byrjaði að spila fótbolta með, voru miklir West Ham United stuðningsmenn,“ er haft eftir Dagnýju í viðtali við Daily Mail. „Ég man að þegar ég var 15-16 ára, þá sýndu þeir mér að það væri í boði að fara til reynslu hjá kvennaliði West Ham. Hins vegar var það ekki atvinnumannalið þá. Ég man að hafa hugsað nei, ég get ekki farið þangað núna þar sem það er ekki atvinnumannalið, en það er skondið að hugsa til þess að ég hafi endað hér sem West Ham stuðningsmaður,“ Then Now https://t.co/dlaPHkTJQJ#BringItOnWHU | @UmbroUK pic.twitter.com/Tsi65Deadd— West Ham United Women (@westhamwomen) July 16, 2021 West Ham var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en tókst að bjarga sér frá falli á lokakafla tímabilsins. Dagný segist búast við sterkara liði í ár, þar sem vel hafi gengið á undirbúningstímabilinu, en hún segist einnig búast við að spila sjálf betur en hún gerði í fyrra. „Þið hafið enn ekki séð það besta frá mér. Ég kom hingað meidd og smitaðist svo af Covid, svo að í hvert skipti sem ég var að nálgast fyrra form kom eitthvað upp, segir Dagný viðtalinu sem lýsir sér sem leikmanni.“ „Ég tel mig búa yfir mikilli vinnslu og einn af mínum helstu styrkleikum sem miðjumaður er að ég get skorað mörk, og venjulega er ég öflug í því... jafnvel þó ég hafi ekki staðið mig vel í því á síðasta tímabili,“ segir Dagný. Fleira kemur fram í viðtalinu við Dagnýju, þar sem hún fer meðal annars yfir upphafsár sín í boltanum. Viðtalið má nálgast hér. West Ham hafnaði í níunda sæti ensku Ofurdeildarinnar í fyrra, með 15 stig úr 22 leikjum. Liðið var aðeins þremur stigum frá botnliði Bristol City, í því tólfta, sem var eina liðið sem féll. Næsta leiktíð hefst 3. september næst komandi.
Enski boltinn Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira