Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Aron Guðmundsson skrifar 12. desember 2025 09:16 Samband Salah og Slot hefur séð betri daga Vísir/Getty Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool mun eiga fund með Mohamed Salah í dag. Útkoma þess fundar mun ákvarða hvert framhaldið verður varðandi stöðu leikmannsins hjá félaginu, hvort hann verði í leikmannahópi liðsins á morgun gegn Brighton. Frá þessu greindi Slot á blaðamannafundi núna í morgun í aðdraganda næsta leiks Liverpool gegn Brighton á Anfield klukkan þrjú á morgun. Salah var ekki í leikmannahópi Liverpool í Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni eftir viðtal sem hann veitti blaðamönnum í kjölfar þess að hafa verið ónotaður varamaður í leik gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Klippa: Slot ræðir Salah á blaðamannafundi Þar fór Egyptinn mikinn. Sagði að verið væri að henda sér undir rútuna og gera að blóraböggli fyrir slæmu gengi Liverpool upp á síðkastið. Þá sagði hann að samband sitt við Slot væri nær orðið að engu. Á blaðamannafundinum í morgun var Slot spurður að því hvort Salah hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. „Við munum eiga fund núna á eftir. Útkoma þess fundar mun ákvarða hver næstu skref verða.“ Slot segist þurfa að eiga samtal við Salah. „Næst þegar að ég þarf að tala um Mohamed Salah þá ætti það að vera með honum en ekki hér. Það er ekki mikið meira sem ég get sagt á þessari stundu. Ég mun tala við hann í dag og eftir þann fund vitum við hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Slot segist hafa rætt reglulega bæði við Salah frá leiknum gegn Sunderland í upphafi desember, þá hafi fulltrúar Liverpool einnig verið í sambandi við fulltrúa leikmannsins síðan þá. Á blaðamannafundinum varð Slot einnig spurður að því hvort hann vildi að Salah yrði áfram leikmaður Liverpool. „Ég hef enga ástæðu til að vilja ekki að Salah verði áfram,“ svaraði Hollendingurinn. Það ætti því að koma í ljós seinna í dag hvort að fundur Salah og Slot hafi verið árangursríkur og hvort Egyptinn verði í leikmannahópi Liverpool gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Eftir leik Liverpool gegn Brighton mun Mohamed Salah halda til móts við egypska landsliðið sem hefur leika á Afríkumótinu þann 22.desember næstkomandi. Liverpool er sem stendur í 10.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, tíu stigum á eftir toppliði Arsenal. Leikur Liverpool og Brighton verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport 2 á morgun og hefst klukkan þrjú. Liverpool FC Enski boltinn Tengdar fréttir „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni er í horni Mohamed Salah í deilu egypska framherjans við knattspyrnustjóra Liverpool, Arne Slot. 12. desember 2025 08:31 Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Mohamed Salah hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool nema eitthvað mjög róttækt gerist í málum hans og Liverpool-knattspyrnustjórans Arne Slot. 10. desember 2025 12:58 „Hvað getur Slot gert?“ Sérfræðingur Sýnar Sport telur ólíklegt að Mo Salah spili fleiri leiki fyrir Liverpool, ekki nema aðstæður breytist til muna hjá félaginu og að þjálfarinn verði látinn taka poka sinn. 10. desember 2025 09:32 „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool. 10. desember 2025 08:31 Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Arne Slot, stjóri Liverpool, spyr sig hvort Mohamed Salah sjálfur sé á því að hann hafi gert mistök eftir að hafa farið hamförum í viðtali á dögunum. Eins og við var að búast var hann spurður út í stöðu Salah eftir sigur gegn Inter í kvöld en vildi heldur að spurningarnar snerust um þá leikmenn sem spiluðu leikinn. 9. desember 2025 23:43 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Mark á lokamínútunum gegn Inter Milan tryggði Salah lausu Liverpool liði 1-0 kærkominn sigur í Meistaradeildinni í stormasamri viku fyrir félagið. 9. desember 2025 22:02 Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Jamie Carragher fór engum silkihönskum um Mohamed Salah í Monday Night Football á Sky Sports. Hann sagði að ummæli hans eftir leikinn við Leeds United hafi verið til skammar. 9. desember 2025 07:01 Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31 Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31 Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40 Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Frá þessu greindi Slot á blaðamannafundi núna í morgun í aðdraganda næsta leiks Liverpool gegn Brighton á Anfield klukkan þrjú á morgun. Salah var ekki í leikmannahópi Liverpool í Meistaradeild Evrópu fyrr í vikunni eftir viðtal sem hann veitti blaðamönnum í kjölfar þess að hafa verið ónotaður varamaður í leik gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Klippa: Slot ræðir Salah á blaðamannafundi Þar fór Egyptinn mikinn. Sagði að verið væri að henda sér undir rútuna og gera að blóraböggli fyrir slæmu gengi Liverpool upp á síðkastið. Þá sagði hann að samband sitt við Slot væri nær orðið að engu. Á blaðamannafundinum í morgun var Slot spurður að því hvort Salah hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. „Við munum eiga fund núna á eftir. Útkoma þess fundar mun ákvarða hver næstu skref verða.“ Slot segist þurfa að eiga samtal við Salah. „Næst þegar að ég þarf að tala um Mohamed Salah þá ætti það að vera með honum en ekki hér. Það er ekki mikið meira sem ég get sagt á þessari stundu. Ég mun tala við hann í dag og eftir þann fund vitum við hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Slot segist hafa rætt reglulega bæði við Salah frá leiknum gegn Sunderland í upphafi desember, þá hafi fulltrúar Liverpool einnig verið í sambandi við fulltrúa leikmannsins síðan þá. Á blaðamannafundinum varð Slot einnig spurður að því hvort hann vildi að Salah yrði áfram leikmaður Liverpool. „Ég hef enga ástæðu til að vilja ekki að Salah verði áfram,“ svaraði Hollendingurinn. Það ætti því að koma í ljós seinna í dag hvort að fundur Salah og Slot hafi verið árangursríkur og hvort Egyptinn verði í leikmannahópi Liverpool gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Eftir leik Liverpool gegn Brighton mun Mohamed Salah halda til móts við egypska landsliðið sem hefur leika á Afríkumótinu þann 22.desember næstkomandi. Liverpool er sem stendur í 10.sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, tíu stigum á eftir toppliði Arsenal. Leikur Liverpool og Brighton verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport 2 á morgun og hefst klukkan þrjú.
Liverpool FC Enski boltinn Tengdar fréttir „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni er í horni Mohamed Salah í deilu egypska framherjans við knattspyrnustjóra Liverpool, Arne Slot. 12. desember 2025 08:31 Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Mohamed Salah hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool nema eitthvað mjög róttækt gerist í málum hans og Liverpool-knattspyrnustjórans Arne Slot. 10. desember 2025 12:58 „Hvað getur Slot gert?“ Sérfræðingur Sýnar Sport telur ólíklegt að Mo Salah spili fleiri leiki fyrir Liverpool, ekki nema aðstæður breytist til muna hjá félaginu og að þjálfarinn verði látinn taka poka sinn. 10. desember 2025 09:32 „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool. 10. desember 2025 08:31 Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Arne Slot, stjóri Liverpool, spyr sig hvort Mohamed Salah sjálfur sé á því að hann hafi gert mistök eftir að hafa farið hamförum í viðtali á dögunum. Eins og við var að búast var hann spurður út í stöðu Salah eftir sigur gegn Inter í kvöld en vildi heldur að spurningarnar snerust um þá leikmenn sem spiluðu leikinn. 9. desember 2025 23:43 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Mark á lokamínútunum gegn Inter Milan tryggði Salah lausu Liverpool liði 1-0 kærkominn sigur í Meistaradeildinni í stormasamri viku fyrir félagið. 9. desember 2025 22:02 Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Jamie Carragher fór engum silkihönskum um Mohamed Salah í Monday Night Football á Sky Sports. Hann sagði að ummæli hans eftir leikinn við Leeds United hafi verið til skammar. 9. desember 2025 07:01 Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31 Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31 Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40 Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
„Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni er í horni Mohamed Salah í deilu egypska framherjans við knattspyrnustjóra Liverpool, Arne Slot. 12. desember 2025 08:31
Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Mohamed Salah hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool nema eitthvað mjög róttækt gerist í málum hans og Liverpool-knattspyrnustjórans Arne Slot. 10. desember 2025 12:58
„Hvað getur Slot gert?“ Sérfræðingur Sýnar Sport telur ólíklegt að Mo Salah spili fleiri leiki fyrir Liverpool, ekki nema aðstæður breytist til muna hjá félaginu og að þjálfarinn verði látinn taka poka sinn. 10. desember 2025 09:32
„Endanlegt ippon fyrir Slot“ Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool. 10. desember 2025 08:31
Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Arne Slot, stjóri Liverpool, spyr sig hvort Mohamed Salah sjálfur sé á því að hann hafi gert mistök eftir að hafa farið hamförum í viðtali á dögunum. Eins og við var að búast var hann spurður út í stöðu Salah eftir sigur gegn Inter í kvöld en vildi heldur að spurningarnar snerust um þá leikmenn sem spiluðu leikinn. 9. desember 2025 23:43
Dramatískur sigur Liverpool án Salah Mark á lokamínútunum gegn Inter Milan tryggði Salah lausu Liverpool liði 1-0 kærkominn sigur í Meistaradeildinni í stormasamri viku fyrir félagið. 9. desember 2025 22:02
Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Jamie Carragher fór engum silkihönskum um Mohamed Salah í Monday Night Football á Sky Sports. Hann sagði að ummæli hans eftir leikinn við Leeds United hafi verið til skammar. 9. desember 2025 07:01
Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31
Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31
Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40
Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35
Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51
Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. 6. desember 2025 21:46