Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Valur Páll Eiríksson skrifar 13. desember 2025 08:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson heldur senn til Færeyja til að stýra NSÍ Runavík. Vísir/Sigurjón Sigurður Ragnar Eyjólfsson kveðst spenntur fyrir nýju ævintýri í Færeyjum. Hann heldur utan í janúar til að stýra NSÍ Runavík á komandi keppnistímabili. Sigurður Ragnar hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað í bæði Kína og Noregi líkt og hér heima. Nú tekur við nýtt ævintýri í Færeyjum. „Mér líst rosa vel á þetta. Þetta er skemmtilegur bær og gestrisið fólk. Maður finnur að allir eru á bakvið liðið og það er spennandi að það sé í Evrópukeppni. Ég hlakka mikið til starfsins. Það eru virkilega góðir leikmenn í liðinu. Við erum að vinna í því að styrkja liðið og setja saman teymi með mér. Ég fer svo út 5. janúar og þá byrjar alvaran,“ segir Siggi Raggi, eins og hann er gjarnan kallaður, í Sportpakkanum á Sýn. NSÍ á að veita KÍ Klaksvík samkeppni við topp deildarinnar en KÍ hefur stungið önnur lið í Færeyjum af vegna góðs árangurs í Evrópu. Sigurður situr ekki auðum höndum áður en haldið verður út og vinnur í leikmannamálum og þjálfarateymi. „Ég er á fullu að skoða leikmenn og í samskiptum við umboðsmenn að reyna að finna góða leikmenn í samvinnu við íþróttastjórann. Svo vantar mig aðstoðarþjálfara og við erum einnig að skoða markmannsþjálfaramálin og viljum hafa leikgreinanda í teyminu,“ „Þetta þarf að allt að gera innan fjárhagsáætlunar. Það er alveg áskorun. Við erum ekki með eins mikla peninga og KÍ en reynum að vera klók. Vinnan fer í þetta og svo er ég að pakka og njóta tímans með börnunum mínum og vinum og gera allt sem mér finnst skemmtilegt við Ísland áður en ég fer út. Svo eru allir búnir að lofa að vera duglegir að koma í heimsókn,“ segir Sigurður. Þurfti andrýmið Sigurður var síðast þjálfari Keflavíkur hér heima en hætti haustið 2023. Hann kitlar í að komast aftur út á æfingavöll. „Ég þurfti tíma, ég fann það, til að hlaða batteríin eftir síðasta starf. Ég tók mér góðan tíma í það og sé ekki eftir því. Það var ofboðslega góður tími sem ég naut í botn. Ég var mikið með börnunum mínum og gat verið mikið í golfi síðasta sumar, tími sem venjulega allur í boltann. Ég náði meira að segja að fara holu í höggi, svo ég fái aðeins að monta mig. Það er ofboðslega gaman núna og ég hlakka mikið til að fara aftur að þjálfa,“ segir Sigurður. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Hlakkar til nýs ævintýris í Færeyjum Færeyski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira
Sigurður Ragnar hefur komið víða við á sínum ferli og þjálfað í bæði Kína og Noregi líkt og hér heima. Nú tekur við nýtt ævintýri í Færeyjum. „Mér líst rosa vel á þetta. Þetta er skemmtilegur bær og gestrisið fólk. Maður finnur að allir eru á bakvið liðið og það er spennandi að það sé í Evrópukeppni. Ég hlakka mikið til starfsins. Það eru virkilega góðir leikmenn í liðinu. Við erum að vinna í því að styrkja liðið og setja saman teymi með mér. Ég fer svo út 5. janúar og þá byrjar alvaran,“ segir Siggi Raggi, eins og hann er gjarnan kallaður, í Sportpakkanum á Sýn. NSÍ á að veita KÍ Klaksvík samkeppni við topp deildarinnar en KÍ hefur stungið önnur lið í Færeyjum af vegna góðs árangurs í Evrópu. Sigurður situr ekki auðum höndum áður en haldið verður út og vinnur í leikmannamálum og þjálfarateymi. „Ég er á fullu að skoða leikmenn og í samskiptum við umboðsmenn að reyna að finna góða leikmenn í samvinnu við íþróttastjórann. Svo vantar mig aðstoðarþjálfara og við erum einnig að skoða markmannsþjálfaramálin og viljum hafa leikgreinanda í teyminu,“ „Þetta þarf að allt að gera innan fjárhagsáætlunar. Það er alveg áskorun. Við erum ekki með eins mikla peninga og KÍ en reynum að vera klók. Vinnan fer í þetta og svo er ég að pakka og njóta tímans með börnunum mínum og vinum og gera allt sem mér finnst skemmtilegt við Ísland áður en ég fer út. Svo eru allir búnir að lofa að vera duglegir að koma í heimsókn,“ segir Sigurður. Þurfti andrýmið Sigurður var síðast þjálfari Keflavíkur hér heima en hætti haustið 2023. Hann kitlar í að komast aftur út á æfingavöll. „Ég þurfti tíma, ég fann það, til að hlaða batteríin eftir síðasta starf. Ég tók mér góðan tíma í það og sé ekki eftir því. Það var ofboðslega góður tími sem ég naut í botn. Ég var mikið með börnunum mínum og gat verið mikið í golfi síðasta sumar, tími sem venjulega allur í boltann. Ég náði meira að segja að fara holu í höggi, svo ég fái aðeins að monta mig. Það er ofboðslega gaman núna og ég hlakka mikið til að fara aftur að þjálfa,“ segir Sigurður. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Hlakkar til nýs ævintýris í Færeyjum
Færeyski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Sjá meira