Aldrei eins mikið um tófu í Borgarbyggð og nú er Jakob Bjarnar skrifar 19. júlí 2021 16:08 Efri Hreppsmóri felldur sem er góð tilbreyting frá öllum Neðri Hreppsmórunum, segir refaskyttan sem hefur í nægu að snúast við að halda tófu í skefjum í Borgarbyggð. Birgir Hauksson Birgir Hauksson refaskytta hefur ekki séð annað eins af tófu í Borgarbyggð en hann hefur fengist við að skjóta ref frá 1983. „Já það er ansi mikið. Ég hef aldrei fyrr séð þetta svona,“ segir Birgir í samtali við Vísi. „Þéttust er tófubyggðin innst í Skorradal. Refaskyttan segir að skýringarnar á þessu geti verið ýmsar. „Kannski eðlilegt þar sem hlaðið er undir þær allan veturinn með hrosshræjum af mönnum sem ekkert vita hvað þeir eru að gera og veiða þar af leiðandi lítið sem ekkert. Birgir Hauksson refaskytta og veiðimaður.aðsend Eina sem hefst upp úr svoleiðis rugli er að það safnast tófa úr nærliggjandi sveitafélögum á þann stað sem býður upp á takmarkalaust ætisframboð,“ segir Birgir. Hann segir glórulaust að draga mikið af tófu inn í Skorradal þar sem allt er á kafi, ýmist í skógi eða lúpinu. „Það getur reynst snúið fyrir þann sem þarf að veiða að vori en skiftir engu fyrir þann sem fóðrar að vetrinum og er þar af leiðandi valdur af mergðinni.“ Að sögn Birgis eru amlóðar og áhugamenn um refaveiðar sem þarna leggja sitt að mörkum til þessa sem hann segir ófremdarástand. Tófan gengur í ætið fram að gottíma og leggst svo í öll greini í nágrenninu sem nánast undantekningarlaust eru í skógi og lúpínu. En um er að ræða uppsveitir Borgarfjarðar og nágrenni. Kvótakerfið klám í þessu samhengi Annað sem skiptir máli í þessu er að Borgarbyggð er með kvóta á því sem þeir borga árlega fyrir skottið og hefur sá háttur verið hafður á allt frá hruni 2008. „Í ár er kvótinn 27 stykki á hvern þann gömlu hreppa sem mynda Borgarbyggð. En var mun minni fyrir nokkrum árum. Þeir hafa verið að bæta við svona um 1-2 stykki á ári. Þeir juku tófukvótann til dæmis í ár um 2 stykki á hrepp en skáru minkakvótann niður um 5 kvikindi í staðinn,“ segir Birgir og ljóst að honum þykir það hlálegt, þó ekki sé honum skemmt. Birgir hefur fengist við að skjóta ref frá 1983 og hann hefur aldrei séð eins mikið af tófu og nú. Riffillinn sem hann notar á refaveiðar er Blaser r8, 6 xc og sjónaukinn er Zeiss.birgir hauksson „Sá kvóti fór úr 20 stykkjum niður í 15 stykki á hvern gömlu hreppana. Sem eru um tvær læður með hvolpum. Og þetta er aðal laxveiði svæði landsins!“ segir Birgir og vísar til þess að minkurinn er afar skæður í laxaseiðum auk þess sem hann gerir mikinn óskunda meðal varpfugla. Refar á fóðrum hjá viðvaningum Birgir segist aldrei hafa séð annað eins af tófu og nú, hann muni ekki eftir neinu í líkingu við þetta. „Og ástæðan fyrir mörgum refum í Skorradal er auðvitað þessi slaka frammistaða Borgarbyggðar. Ekki er um sama sveitarfélagið að ræða en rebbi virðir engin landamæri. Og svo þessi takmarkalausi aðgangur að æti yfir veturinn innst í dalnum. Og nánast ekkert veitt af því sem þar er á fóðrum, sem þýðir auðvitað betur haldnar tófur að vori og meiri viðkoma.“ Birgir segist ekki vita um neitt sveitarfélag sem er með kvóta á þessum veiðum annað en Borgarbyggð. „En ég veit svo sem ekki allt,“ segir refaskyttan, sem veit þó eitt og annað. Borgarbyggð Skorradalshreppur Dýr Tengdar fréttir Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Ekki að ástæðulausu að rebbi er svo hataður af bændum og búaliði. 8. september 2016 09:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Já það er ansi mikið. Ég hef aldrei fyrr séð þetta svona,“ segir Birgir í samtali við Vísi. „Þéttust er tófubyggðin innst í Skorradal. Refaskyttan segir að skýringarnar á þessu geti verið ýmsar. „Kannski eðlilegt þar sem hlaðið er undir þær allan veturinn með hrosshræjum af mönnum sem ekkert vita hvað þeir eru að gera og veiða þar af leiðandi lítið sem ekkert. Birgir Hauksson refaskytta og veiðimaður.aðsend Eina sem hefst upp úr svoleiðis rugli er að það safnast tófa úr nærliggjandi sveitafélögum á þann stað sem býður upp á takmarkalaust ætisframboð,“ segir Birgir. Hann segir glórulaust að draga mikið af tófu inn í Skorradal þar sem allt er á kafi, ýmist í skógi eða lúpinu. „Það getur reynst snúið fyrir þann sem þarf að veiða að vori en skiftir engu fyrir þann sem fóðrar að vetrinum og er þar af leiðandi valdur af mergðinni.“ Að sögn Birgis eru amlóðar og áhugamenn um refaveiðar sem þarna leggja sitt að mörkum til þessa sem hann segir ófremdarástand. Tófan gengur í ætið fram að gottíma og leggst svo í öll greini í nágrenninu sem nánast undantekningarlaust eru í skógi og lúpínu. En um er að ræða uppsveitir Borgarfjarðar og nágrenni. Kvótakerfið klám í þessu samhengi Annað sem skiptir máli í þessu er að Borgarbyggð er með kvóta á því sem þeir borga árlega fyrir skottið og hefur sá háttur verið hafður á allt frá hruni 2008. „Í ár er kvótinn 27 stykki á hvern þann gömlu hreppa sem mynda Borgarbyggð. En var mun minni fyrir nokkrum árum. Þeir hafa verið að bæta við svona um 1-2 stykki á ári. Þeir juku tófukvótann til dæmis í ár um 2 stykki á hrepp en skáru minkakvótann niður um 5 kvikindi í staðinn,“ segir Birgir og ljóst að honum þykir það hlálegt, þó ekki sé honum skemmt. Birgir hefur fengist við að skjóta ref frá 1983 og hann hefur aldrei séð eins mikið af tófu og nú. Riffillinn sem hann notar á refaveiðar er Blaser r8, 6 xc og sjónaukinn er Zeiss.birgir hauksson „Sá kvóti fór úr 20 stykkjum niður í 15 stykki á hvern gömlu hreppana. Sem eru um tvær læður með hvolpum. Og þetta er aðal laxveiði svæði landsins!“ segir Birgir og vísar til þess að minkurinn er afar skæður í laxaseiðum auk þess sem hann gerir mikinn óskunda meðal varpfugla. Refar á fóðrum hjá viðvaningum Birgir segist aldrei hafa séð annað eins af tófu og nú, hann muni ekki eftir neinu í líkingu við þetta. „Og ástæðan fyrir mörgum refum í Skorradal er auðvitað þessi slaka frammistaða Borgarbyggðar. Ekki er um sama sveitarfélagið að ræða en rebbi virðir engin landamæri. Og svo þessi takmarkalausi aðgangur að æti yfir veturinn innst í dalnum. Og nánast ekkert veitt af því sem þar er á fóðrum, sem þýðir auðvitað betur haldnar tófur að vori og meiri viðkoma.“ Birgir segist ekki vita um neitt sveitarfélag sem er með kvóta á þessum veiðum annað en Borgarbyggð. „En ég veit svo sem ekki allt,“ segir refaskyttan, sem veit þó eitt og annað.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Dýr Tengdar fréttir Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Ekki að ástæðulausu að rebbi er svo hataður af bændum og búaliði. 8. september 2016 09:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Ekki að ástæðulausu að rebbi er svo hataður af bændum og búaliði. 8. september 2016 09:15