Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 10:45 Bukayo Saka niðurlútur eftir að hafa klúðrað síðastu spyrnu Englands í vítakeppninni gegn Ítalíu. getty/Shaun Botterill Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. Hinn nítján ára Saka kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, í stöðunni 1-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því réðust úrslitin í vítakeppni. Saka tók síðustu spyrnu Englands og þurfti að skora til að jafna og senda vítakeppnina í bráðabana. Gianluigi Donnarumma varði hins vegar spyrnu Arsenal-mannsins og tryggði ítalska liðinu Evrópumeistaratitilinn. Þrátt fyrir vítaklúðrið fékk Saka hæstu einkunn hjá Sky Sports eftir leikinn í gær, eða tíu. „Það væri hægt að tala um hvernig spilamennska Englands batnaði eftir að hann kom inn á og leikkerfinu var breytt. En eina einkuninn sem er þess virði að gefa er viðurkenning á því að stíga fram á spennuþrungnasta augnabliki sem til er, nítján ára strákur sem hafði varla spilað fyrir þjóð sína fyrr en á þessu ári og hafði aldrei tekið víti fyrir sitt félagslið, og taka síðasta vítið þegar margir af reyndari samherjum hans sátu hjá. England hefði ekki átt að setja unglinginn nálægt þessari stöðu,“ segir í umsögn Sky Sports. Fyrir utan Saka fengu markvörðurinn Jordan Pickford og miðverðirnir John Stones og Harry Maguire hæstu einkunn hjá Sky Sports fyrir frammistöðu sína, eða átta. Mason Mount fékk lægstu einkunn ensku leikmannanna, eða fjóra. Fyrirliðinn Harry Kane fékk fimm líkt og varamennirnir Jordan Henderson og Jack Grealish. Eftir leikinn varð Saka fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum líkt og Sancho og Rashford. Enska knattspyrnusambandið, félög leikmannanna, blaðamenn og fleiri hafa fordæmt ummælin. Saka hefur leikið níu landsleiki fyrir England og skorað eitt mark. Það kom gegn Austurríki í aðdraganda EM. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sjá meira
Hinn nítján ára Saka kom inn á sem varamaður þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, í stöðunni 1-1. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og því réðust úrslitin í vítakeppni. Saka tók síðustu spyrnu Englands og þurfti að skora til að jafna og senda vítakeppnina í bráðabana. Gianluigi Donnarumma varði hins vegar spyrnu Arsenal-mannsins og tryggði ítalska liðinu Evrópumeistaratitilinn. Þrátt fyrir vítaklúðrið fékk Saka hæstu einkunn hjá Sky Sports eftir leikinn í gær, eða tíu. „Það væri hægt að tala um hvernig spilamennska Englands batnaði eftir að hann kom inn á og leikkerfinu var breytt. En eina einkuninn sem er þess virði að gefa er viðurkenning á því að stíga fram á spennuþrungnasta augnabliki sem til er, nítján ára strákur sem hafði varla spilað fyrir þjóð sína fyrr en á þessu ári og hafði aldrei tekið víti fyrir sitt félagslið, og taka síðasta vítið þegar margir af reyndari samherjum hans sátu hjá. England hefði ekki átt að setja unglinginn nálægt þessari stöðu,“ segir í umsögn Sky Sports. Fyrir utan Saka fengu markvörðurinn Jordan Pickford og miðverðirnir John Stones og Harry Maguire hæstu einkunn hjá Sky Sports fyrir frammistöðu sína, eða átta. Mason Mount fékk lægstu einkunn ensku leikmannanna, eða fjóra. Fyrirliðinn Harry Kane fékk fimm líkt og varamennirnir Jordan Henderson og Jack Grealish. Eftir leikinn varð Saka fyrir kynþáttaníði á samfélagsmiðlum líkt og Sancho og Rashford. Enska knattspyrnusambandið, félög leikmannanna, blaðamenn og fleiri hafa fordæmt ummælin. Saka hefur leikið níu landsleiki fyrir England og skorað eitt mark. Það kom gegn Austurríki í aðdraganda EM. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sjá meira