Jökullaust Okið Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 12. júlí 2021 08:00 Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu. Ég gaf mér nefnilega að vegirnir á landakortinu væru í raunstærð og þannig ímyndaði ég mér Okjökul sem lítinn snjóskafl við hlið þjóðvegar 518 sem á kortinu virtist næstum jafn breiður og Okið. Jökull sem var Nú er ég ekki lengur barn og Okjökull er ekki lengur jökull. Í síðustu viku gekk ég upp á dyngju Oks og virti fyrir mér leifar þessa jökuls sem ég hugsaði svo mikið um sem barn. Árið 2014 var hann opinberlega sviptur stöðu sinni sem jökull og eftir liggja nokkrir snjóskaflar á víð og dreif auk eins nýjasta stöðuvatns Íslands – Blávatns – sem liggur ofan í gíg dyngjunnar. Okjökull er ekki einn um þessi örlög því a.m.k. 56 smájöklar víða um land hafa horfið frá aldamótum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Ef fram fer sem horfir verða allir jöklar landsins horfnir innan 200 ára. Dauði Okjökuls hafði engar sérstakar hamfarir í för með sér, ekki frekar en brotthvarf hinna 55 smájöklanna. En bráðnun jökla er óþægilega áþreifanleg birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar sem ekki sér fyrir endann á og er þegar farin að raska viðkvæmu jafnvægi í loftslagi og veðurfari jarðar. Árið 2014, árið sem Okjökull var opinberlega talinn af, var það heitasta á jörðinni frá upphafi mælinga og sló þar með fyrra hitametið frá árinu áður. Árið 2015 var ennþá heitara og árið 2016 var hitametið aftur slegið – fjórða árið í röð. Loftslagsbreytingar eru hafnar Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem gerist í framtíðinni, við lifum þær nú þegar og þær eru komnar til að vera. Hverjar endanlegar afleiðingar þeirra verða er að hluta til undir okkur komið og að hluta til undir því komið að við séum ekki þegar búin að hrinda af stað atburðarrás sem verður ekki snúið við. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2018 segir t.a.m.: „Óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu kann að vera hafið. Það getur á nokkrum öldum valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna.“ Þessar staðreyndir eru ekki settar fram til að valda kvíða eða vonleysi. Slíkar tilfinningar eru ekki vænlegar til árangurs enda ala þær af sér aðgerðaleysi. Mannkynið hefur enn möguleika á að halda hlýnun jarðar í skefjum og koma í veg fyrir verstu afleiðingar hennar. Til þess þurfum við m.a. að vera óhrædd við að endurskoða efnahagskerfi okkar og samfélagsskipan. En við verðum líka að átta okkur á því að loftslagsbreytingarnar eru hafnar og þær eru þegar farnar að valda skaða. Ofan við tjaldsvæðið í Húsafelli stendur jökullaust Okið til vitnisburðar um það. Við skulum sjá til þess að í framtíðinni geti afkomendur okkar virt fyrir sér Íslandskort sem er ekki alveg jökullaust. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samfylkingin Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft gaman af landakortum. Í barnæsku varði ég mörgum stundum í að skoða örnefni og hæðapunkta, lögun fjarða, fjalla og jökla og farvegi fljóta og ímynda mér hvernig þetta liti allt saman út í alvörunni. Jökullinn Ok vakti sérstaka athygli mína vegna þess hve lítill hann virtist á kortinu. Ég gaf mér nefnilega að vegirnir á landakortinu væru í raunstærð og þannig ímyndaði ég mér Okjökul sem lítinn snjóskafl við hlið þjóðvegar 518 sem á kortinu virtist næstum jafn breiður og Okið. Jökull sem var Nú er ég ekki lengur barn og Okjökull er ekki lengur jökull. Í síðustu viku gekk ég upp á dyngju Oks og virti fyrir mér leifar þessa jökuls sem ég hugsaði svo mikið um sem barn. Árið 2014 var hann opinberlega sviptur stöðu sinni sem jökull og eftir liggja nokkrir snjóskaflar á víð og dreif auk eins nýjasta stöðuvatns Íslands – Blávatns – sem liggur ofan í gíg dyngjunnar. Okjökull er ekki einn um þessi örlög því a.m.k. 56 smájöklar víða um land hafa horfið frá aldamótum vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. Ef fram fer sem horfir verða allir jöklar landsins horfnir innan 200 ára. Dauði Okjökuls hafði engar sérstakar hamfarir í för með sér, ekki frekar en brotthvarf hinna 55 smájöklanna. En bráðnun jökla er óþægilega áþreifanleg birtingarmynd hnattrænnar hlýnunar sem ekki sér fyrir endann á og er þegar farin að raska viðkvæmu jafnvægi í loftslagi og veðurfari jarðar. Árið 2014, árið sem Okjökull var opinberlega talinn af, var það heitasta á jörðinni frá upphafi mælinga og sló þar með fyrra hitametið frá árinu áður. Árið 2015 var ennþá heitara og árið 2016 var hitametið aftur slegið – fjórða árið í röð. Loftslagsbreytingar eru hafnar Loftslagsbreytingar eru ekki eitthvað sem gerist í framtíðinni, við lifum þær nú þegar og þær eru komnar til að vera. Hverjar endanlegar afleiðingar þeirra verða er að hluta til undir okkur komið og að hluta til undir því komið að við séum ekki þegar búin að hrinda af stað atburðarrás sem verður ekki snúið við. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar frá 2018 segir t.a.m.: „Óafturkræft hrun á jöklum á Suðurskautslandinu kann að vera hafið. Það getur á nokkrum öldum valdið margra metra hækkun á sjávarborði heimshafanna.“ Þessar staðreyndir eru ekki settar fram til að valda kvíða eða vonleysi. Slíkar tilfinningar eru ekki vænlegar til árangurs enda ala þær af sér aðgerðaleysi. Mannkynið hefur enn möguleika á að halda hlýnun jarðar í skefjum og koma í veg fyrir verstu afleiðingar hennar. Til þess þurfum við m.a. að vera óhrædd við að endurskoða efnahagskerfi okkar og samfélagsskipan. En við verðum líka að átta okkur á því að loftslagsbreytingarnar eru hafnar og þær eru þegar farnar að valda skaða. Ofan við tjaldsvæðið í Húsafelli stendur jökullaust Okið til vitnisburðar um það. Við skulum sjá til þess að í framtíðinni geti afkomendur okkar virt fyrir sér Íslandskort sem er ekki alveg jökullaust. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun