Hlakkar til að styðja liðsfélagana til sigurs á Wembley Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júlí 2021 18:45 Spinazzola ætlar að launa liðsfélögunum fyrir söngva þeirra til hans eftir sigurinn á Spáni. Claudio Villa/Getty Images Leonardo Spinazzola, leikmaður Roma og ítalska landsliðsins í fótbolta, átti frábært Evrópumót með ítalska liðinu áður en hann meiddist illa í 8-liða úrslitum gegn Belgum. Hann kveðst spenntur fyrir úrslitaleik mótsins milli Englands og Ítalíu á morgun. Spinazzola fór mikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá þeim ítölsku áður en hann var borinn meiddur af velli gegn Belgum. Í ljós kom að um hásinarslit væri að ræða og hann því ekki aðeins frá út mótið, heldur næstu sex mánuðina. Hann er þó ekki af baki dottinn og hlakkar til úrslitaleiksins á morgun. „Getum við klárað þetta? Ég vona það, þetta verður 50/50. Þeir eru mjög sterkir, með góða einstaklinga og frábæran bekk. Þeir eru með sterka vörn og þetta verður erfiður leikur, en við erum með frábæran hóp og getum klárað þetta. Ég get ekki beðið eftir að hitta liðsfélagana í Lundúnum,“ sagði Spinazzola í viðtali við Gazzetta dello Sport í gær. Injured Leonardo Spinazzola traveled to London with Italy to support his teammates in the final pic.twitter.com/RWZxg9ed87— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2021 „Ég fer til Lundúna á laugardaginn [í dag] fyrir úrslitaleikinn við England, og ég hef sjaldan verið eins spenntur. Ég beið í tvo klukkutíma til að þakka liðsfélögunum fyrir sigurinn á Spáni, og þeir sungu söngva um mig í rútunni. Það kallaði fram ótrúlegar tilfinningar og þá hlakkaði ég til að styðja þá til sigurs í úrslitaleiknum,“ sagði Ítalinn enn fremur. Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Spinazzola fór mikinn í vinstri bakvarðarstöðunni hjá þeim ítölsku áður en hann var borinn meiddur af velli gegn Belgum. Í ljós kom að um hásinarslit væri að ræða og hann því ekki aðeins frá út mótið, heldur næstu sex mánuðina. Hann er þó ekki af baki dottinn og hlakkar til úrslitaleiksins á morgun. „Getum við klárað þetta? Ég vona það, þetta verður 50/50. Þeir eru mjög sterkir, með góða einstaklinga og frábæran bekk. Þeir eru með sterka vörn og þetta verður erfiður leikur, en við erum með frábæran hóp og getum klárað þetta. Ég get ekki beðið eftir að hitta liðsfélagana í Lundúnum,“ sagði Spinazzola í viðtali við Gazzetta dello Sport í gær. Injured Leonardo Spinazzola traveled to London with Italy to support his teammates in the final pic.twitter.com/RWZxg9ed87— ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2021 „Ég fer til Lundúna á laugardaginn [í dag] fyrir úrslitaleikinn við England, og ég hef sjaldan verið eins spenntur. Ég beið í tvo klukkutíma til að þakka liðsfélögunum fyrir sigurinn á Spáni, og þeir sungu söngva um mig í rútunni. Það kallaði fram ótrúlegar tilfinningar og þá hlakkaði ég til að styðja þá til sigurs í úrslitaleiknum,“ sagði Ítalinn enn fremur. Úrslitaleikur Ítalíu og Englands hefst klukkan 19:00 á Wembley í Lundúnum annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 EM og Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik hefst klukkan 18:10. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira