Tveir Bandaríkjamenn grunaðir um aðild að morðinu á Moïse Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. júlí 2021 22:16 Hér má sá nokkra af þeim sem grunaðir eru fyrir aðild að morðinu á Moïse. AP/Jean Marc Hervé Abélard Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið á Jovenel Moïse, forseta Haítí. Tveir eru karlmenn af bandarískum og haítískum uppruna. Annar þeirra er bandaríski ríkisborgarinn James Solages. Þessu greinir Mathias Pierre, ráðherra kosningamála á Haítí, frá við fréttastofu AP News. Pierre vildi þó ekki veita neinar upplýsingar um hinn manninn. Solages hefur starfað sem lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí. Sendiráðið hefur ekkert tjáð sig um málið. James Solages, fyrrverandi lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí, er meðal þeirra sem grunaðir eru fyrir morðið á forsetanum.Facebook/James Solages Það var hópur þungvopnaðra manna sem ruddi sér leið inn á heimili forsetans í Port-au-Prince aðfaranótt miðvikudags og skaut forsetann til bana. Hann er talinn hafa verið skotinn tólf sinnum. Martine Moïse, eiginkona forsetans, slasaðist einnig og var flutt á sjúkrahús. Jomarlie Jovenel, dóttir þeirra, faldi sig í svefnherbergi bróður síns á meðan á árásinni stóð. Bocchit Edmond, sendiherra Haítí í Bandaríkjunum, telur morðið hafi verið vel skipulagt og framið af atvinnumorðingjum sem höfðu villt á sér heimildir. Íbúar óttast um líf sitt Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í gær að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Mikill ótti hefur gripið um sig á meðal íbúa Haítí. Marco Destin, íbúi á staðnum, segir fjölskyldu sína ekki hafa hætt sér út úr húsi síðan forsetinn var myrtur, af ótta við að vera sjálf drepin. „Allir á heimilinu sofa með annað augað opið. Ef æðsti maður okkar er ekki verndaður, þá höfum við alls enga vernd,“ segir hann. Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Annar þeirra er bandaríski ríkisborgarinn James Solages. Þessu greinir Mathias Pierre, ráðherra kosningamála á Haítí, frá við fréttastofu AP News. Pierre vildi þó ekki veita neinar upplýsingar um hinn manninn. Solages hefur starfað sem lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí. Sendiráðið hefur ekkert tjáð sig um málið. James Solages, fyrrverandi lífvörður fyrir kanadíska sendiráðið á Haítí, er meðal þeirra sem grunaðir eru fyrir morðið á forsetanum.Facebook/James Solages Það var hópur þungvopnaðra manna sem ruddi sér leið inn á heimili forsetans í Port-au-Prince aðfaranótt miðvikudags og skaut forsetann til bana. Hann er talinn hafa verið skotinn tólf sinnum. Martine Moïse, eiginkona forsetans, slasaðist einnig og var flutt á sjúkrahús. Jomarlie Jovenel, dóttir þeirra, faldi sig í svefnherbergi bróður síns á meðan á árásinni stóð. Bocchit Edmond, sendiherra Haítí í Bandaríkjunum, telur morðið hafi verið vel skipulagt og framið af atvinnumorðingjum sem höfðu villt á sér heimildir. Íbúar óttast um líf sitt Jan Psaki, talskona Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn í gær að Bandaríkin væru að afla upplýsinga um árásina og lýsti henni sem sorglegri. Mikill ótti hefur gripið um sig á meðal íbúa Haítí. Marco Destin, íbúi á staðnum, segir fjölskyldu sína ekki hafa hætt sér út úr húsi síðan forsetinn var myrtur, af ótta við að vera sjálf drepin. „Allir á heimilinu sofa með annað augað opið. Ef æðsti maður okkar er ekki verndaður, þá höfum við alls enga vernd,“ segir hann.
Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31 Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra Pólitísk framtíð Haítí er í töluverðri óvissu eftir að Jovenel Moise, forseti ríkisins, var myrtur af hópi þungvopnaðra manna sem réðust á heimili hans í Port-au-Prince, aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn segjast vera forsætisráðherra ríkisins. 8. júlí 2021 12:31
Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. 7. júlí 2021 10:06