Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 00:10 Þjóðhátíðarnefnd sendi frá sér yfirlýsingu á mánudag þar sem tilkynnt var að Ingó myndi ekki annast brekkusönginn í ár eins og til stóð. VÍSIR/VILHELM Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Nefndin tilkynnti á mánudag að tónlistarmaðurinn, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð, myndi ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann myndi stýra þar brekkusöng. Nefndin vildi lítið gefa upp um hvað lægi að baki ákvörðun sinni en um síðustu helgi voru birtar frásagnir yfir tuttugu kvenna sem saka Ingólf um að hafa beitt sig kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Ingólfur hefur hafnað öllum ásökununum og hyggst leita réttar síns. Viðunandi niðurstaða Sama dag og Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyja.net og útflutningsstjóri, hóf söfnunina var önnur áskorun stofnuð til höfuðs þeim undirskriftalista. Hafa nú yfir 1.800 einstaklingar skrifað undir að skora á þjóðhátíðarnefnd að sleppa því að endurskoða ákvörðun sína. „Það er afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð,“ segir á síðu söfnunarinnar sem Guðmundur Jónsson er titlaður fyrir. „Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er EKKI brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir þar enn fremur. Ingólfur afar ósáttur Tryggvi sagði hins vegar í samtali við Vísi á þriðjudag að mikilvægt væri að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd við að endurskoða ákvörðun sína. „Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar,“ sagði Tryggvi. Ingólfur hefur sjálfur sagt að þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við sig á sunnudag og tilkynnt ákvörðun sína. Hann sagðist vera afar ósáttur með niðurstöðuna og ætla að leita réttar síns. Mál Ingólfs Þórarinssonar Vestmannaeyjar MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Nefndin tilkynnti á mánudag að tónlistarmaðurinn, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð, myndi ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann myndi stýra þar brekkusöng. Nefndin vildi lítið gefa upp um hvað lægi að baki ákvörðun sinni en um síðustu helgi voru birtar frásagnir yfir tuttugu kvenna sem saka Ingólf um að hafa beitt sig kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Ingólfur hefur hafnað öllum ásökununum og hyggst leita réttar síns. Viðunandi niðurstaða Sama dag og Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyja.net og útflutningsstjóri, hóf söfnunina var önnur áskorun stofnuð til höfuðs þeim undirskriftalista. Hafa nú yfir 1.800 einstaklingar skrifað undir að skora á þjóðhátíðarnefnd að sleppa því að endurskoða ákvörðun sína. „Það er afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð,“ segir á síðu söfnunarinnar sem Guðmundur Jónsson er titlaður fyrir. „Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er EKKI brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir þar enn fremur. Ingólfur afar ósáttur Tryggvi sagði hins vegar í samtali við Vísi á þriðjudag að mikilvægt væri að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd við að endurskoða ákvörðun sína. „Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar,“ sagði Tryggvi. Ingólfur hefur sjálfur sagt að þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við sig á sunnudag og tilkynnt ákvörðun sína. Hann sagðist vera afar ósáttur með niðurstöðuna og ætla að leita réttar síns.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Vestmannaeyjar MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25