Borgin eflir sálfræði- og talmeinaþjónustu í skólum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. júlí 2021 09:01 Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst. Reykjavíkurborg eflir sálfræðiþjónustu við börn og fullorðna Til að bregðast við þessu samþykkti borgarráð í gær 140 milljón króna fjárheimild til að styðja betur við börn og ungmenni vegna áhrifa heimsfaraldursins. Með því framlagi verður hægt að veita allt að 650 börnum þjónustu sálfræðinga eða talmeinafræðinga á næstu 12 mánuðum. Aðaláherslan verður lögð á aukna þjónustu sálfræðinga. Mestu skiptir að sálfræðingarnir geti byrjað sem fyrst að taka við börnum og ungmennum, óháð því hvar þeir starfa. Markmiðið er ekki að fjölga starfsmönnum Reykjavíkur til framtíðar og því þarf að skoða vel möguleikinn á því að fara í samstarf við einkareknar sálfræðistofur og sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það er mikilvægt að bregðast hratt við þessu ástandi og leyfa vandanum ekki að vaxa. Með því er hægt að spara börnum og ungmennum mikla vanlíðan og hjálpa þeim áfram í þroska í átt að hamingjusömu lífi. Enn beðið eftir niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Það eru því miður langir biðlistar hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum, sem gerir það erfiðara fyrir foreldra að hjálpa börnunum sínum með því að koma þeim að, þrátt fyrir mikinn vilja. Kostnaðurinn við sálfræðiþjónustu skiptir þar líka máli, þar sem ríkið hefur ekki gert samninga við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera, nema fyrir liggi tilvísun vegna alvarlegrar geðhegðunar- eða þroskaröskunar barns frá greiningarteymi heilbrigðisstarfsmanna eða barnageðlækni. Við megum ekki heldur gleyma því að þó svo að við sjáum það sérstaklega í greiningum okkar að tilfinningavandi barna og unglinga hafi aukist í heimsfaraldrinum, þá hefur þessi tími reynst mjög mörgum erfiður. Þörfin eftir sálfræðiþjónustu allra aldurshópa hefur trúlegast sjaldan verið meiri. Þar þurfa heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að grípa inn í með full fjármögnuðu greiðsluþátttökukerfi, líkt og Alþingi samþykkt samhljóða fyrir rúmu ári síðan. Reykjavíkurborg eflir líka þjónustu talmeinafræðinga fyrir börn Biðlistar hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum eru líka mjög langir. Ekki bætir úr skák að Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki þjónustu talmeinafræðinga, fyrr en þeir hafa starfað í tvö ár. Því komast færri að hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum og það eykur vandann innan skólanna og lengir biðlista eftir skólaþjónustu. Við vitum að talmein hjá börnum geta verið þeim mjög þungbær og aukið á tilfinningalegan vanda þeirra. Því er það ekki síður mikilvægt að grípa fljótt inn í með þjálfun til að koma í veg fyrir annan vanda. Hugsanlega mun þessi upphæð ekki nægja til að eyða biðlistum hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Þá er mikilvægt að velferðarþjónusta og skólaþjónusta vinni saman að því að nýta önnur úrræði til að koma til móts við þarfir barna og foreldra, m.a. í gegnum nýtt verkefni sem verið er að innleiða um alla borg og kallast „Betri borg fyrir börn“. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst. Reykjavíkurborg eflir sálfræðiþjónustu við börn og fullorðna Til að bregðast við þessu samþykkti borgarráð í gær 140 milljón króna fjárheimild til að styðja betur við börn og ungmenni vegna áhrifa heimsfaraldursins. Með því framlagi verður hægt að veita allt að 650 börnum þjónustu sálfræðinga eða talmeinafræðinga á næstu 12 mánuðum. Aðaláherslan verður lögð á aukna þjónustu sálfræðinga. Mestu skiptir að sálfræðingarnir geti byrjað sem fyrst að taka við börnum og ungmennum, óháð því hvar þeir starfa. Markmiðið er ekki að fjölga starfsmönnum Reykjavíkur til framtíðar og því þarf að skoða vel möguleikinn á því að fara í samstarf við einkareknar sálfræðistofur og sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það er mikilvægt að bregðast hratt við þessu ástandi og leyfa vandanum ekki að vaxa. Með því er hægt að spara börnum og ungmennum mikla vanlíðan og hjálpa þeim áfram í þroska í átt að hamingjusömu lífi. Enn beðið eftir niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Það eru því miður langir biðlistar hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum, sem gerir það erfiðara fyrir foreldra að hjálpa börnunum sínum með því að koma þeim að, þrátt fyrir mikinn vilja. Kostnaðurinn við sálfræðiþjónustu skiptir þar líka máli, þar sem ríkið hefur ekki gert samninga við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera, nema fyrir liggi tilvísun vegna alvarlegrar geðhegðunar- eða þroskaröskunar barns frá greiningarteymi heilbrigðisstarfsmanna eða barnageðlækni. Við megum ekki heldur gleyma því að þó svo að við sjáum það sérstaklega í greiningum okkar að tilfinningavandi barna og unglinga hafi aukist í heimsfaraldrinum, þá hefur þessi tími reynst mjög mörgum erfiður. Þörfin eftir sálfræðiþjónustu allra aldurshópa hefur trúlegast sjaldan verið meiri. Þar þurfa heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að grípa inn í með full fjármögnuðu greiðsluþátttökukerfi, líkt og Alþingi samþykkt samhljóða fyrir rúmu ári síðan. Reykjavíkurborg eflir líka þjónustu talmeinafræðinga fyrir börn Biðlistar hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum eru líka mjög langir. Ekki bætir úr skák að Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki þjónustu talmeinafræðinga, fyrr en þeir hafa starfað í tvö ár. Því komast færri að hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum og það eykur vandann innan skólanna og lengir biðlista eftir skólaþjónustu. Við vitum að talmein hjá börnum geta verið þeim mjög þungbær og aukið á tilfinningalegan vanda þeirra. Því er það ekki síður mikilvægt að grípa fljótt inn í með þjálfun til að koma í veg fyrir annan vanda. Hugsanlega mun þessi upphæð ekki nægja til að eyða biðlistum hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Þá er mikilvægt að velferðarþjónusta og skólaþjónusta vinni saman að því að nýta önnur úrræði til að koma til móts við þarfir barna og foreldra, m.a. í gegnum nýtt verkefni sem verið er að innleiða um alla borg og kallast „Betri borg fyrir börn“. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar