Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2021 19:01 Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Trumps, í dómsal í kvöld. AP/Seth Wenig Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi í New York í dag. Það gerði hann í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir skattsvik vegna tveggja ára langrar rannsóknar saksóknara á fyrirtæki forsetans fyrrverandi. Weisselberg gaf sig fram í við saksóknara í dag og var hann leiddur fyrir dómara í handjárnum nú undir kvöld. Hann var ákærður fyrir skattsvik og er meðal annars sagður hafa ekki greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Meðal þeirra hlunninda má nefna að fyrirtækið greiddi skólagjöld barna Weisselberg og leigði húsnæði og bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk þess sem fyrirtækið greiddi annan kostnað fjölskyldu hans og keypti meðal annars húsgögn og sjónvarpstæki fyrir fjármálastjórann. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Ákæruna, sem er í fimmtán liðum, má lesa hér en þar segir að forsvarsmenn fyrirtækisins og Weisselberg hafi árið 2005 lagt á ráðin um að komast hjá skattgreiðslum með því að borga laun einhverra starfsmanna á laun. Stór hluti launa þeirra hafi verið greiddur með óbeinum og duldum leiðum, eins og með hlunnindum. Starfsmenn Trump Org eru sakaðir um að hafa notað bókhaldsbrellur til að fela þessar greiðslur og gefið upp rangar tekjur Weisselberg til yfirvalda. Trump sjálfur hefur ekki verið ákærður enn sem komið er. Fyrirtæki hans sendi út tilkynningu í dag þar sem saksóknarar voru sakaðir um pólitísk bellibrögð og herferð gegn Trump. Weisselberg er 73 ára gamall og hefur verið fjármálastjóri Trump Org um langt skeið. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 48 ára en á árum áður vann hann fyrir föður Trumps. Eftir að hann lýsti yfir sakleysi sínu í dag var honum sleppt án tryggingar en þó gert að láta vegabréf sitt af hendi, þar sem saksóknarar sögðu hann líklegan til að reyna að flýja úr landi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira
Weisselberg gaf sig fram í við saksóknara í dag og var hann leiddur fyrir dómara í handjárnum nú undir kvöld. Hann var ákærður fyrir skattsvik og er meðal annars sagður hafa ekki greitt skatt af hlunnindum sem hann og fjölskylda hans fengu frá fyrirtækinu. Meðal þeirra hlunninda má nefna að fyrirtækið greiddi skólagjöld barna Weisselberg og leigði húsnæði og bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk þess sem fyrirtækið greiddi annan kostnað fjölskyldu hans og keypti meðal annars húsgögn og sjónvarpstæki fyrir fjármálastjórann. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Ákæruna, sem er í fimmtán liðum, má lesa hér en þar segir að forsvarsmenn fyrirtækisins og Weisselberg hafi árið 2005 lagt á ráðin um að komast hjá skattgreiðslum með því að borga laun einhverra starfsmanna á laun. Stór hluti launa þeirra hafi verið greiddur með óbeinum og duldum leiðum, eins og með hlunnindum. Starfsmenn Trump Org eru sakaðir um að hafa notað bókhaldsbrellur til að fela þessar greiðslur og gefið upp rangar tekjur Weisselberg til yfirvalda. Trump sjálfur hefur ekki verið ákærður enn sem komið er. Fyrirtæki hans sendi út tilkynningu í dag þar sem saksóknarar voru sakaðir um pólitísk bellibrögð og herferð gegn Trump. Weisselberg er 73 ára gamall og hefur verið fjármálastjóri Trump Org um langt skeið. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu í 48 ára en á árum áður vann hann fyrir föður Trumps. Eftir að hann lýsti yfir sakleysi sínu í dag var honum sleppt án tryggingar en þó gert að láta vegabréf sitt af hendi, þar sem saksóknarar sögðu hann líklegan til að reyna að flýja úr landi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira
Ákæra fyrirtæki og fjármálastjóra Trump Bandarískir miðlar greina frá því að gefin hafi verið út ákæra á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og fjármálastjóranum Allen Weisselberg vegna meintra skattalagabrota. 1. júlí 2021 06:31
Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01
Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. 27. júní 2021 23:30