Gosórói minnkar aftur og lítið sést til jarðelds Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2021 16:40 Gígurinn í Geldingadölum nú síðdegis. Enn rýkur upp úr gígnum þótt ekki sjáist til rennandi hrauns. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Verulega hefur dregið úr gosóróa í Fagradalsfjalli frá hádegi, samkvæmt óróariti Veðurstofunnar. Þá hefur ekki sést til glóandi hrauns renna frá gígnum síðustu klukkustundir á vefmyndavél Vísis. „Óróinn snarminnkaði í eftirmiðdaginn. Það er þó ennþá gosórói,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir óróann ekki hafa minnkað jafn mikið núna og gerðist fyrr í vikunni þegar hlé virðist hafa orðið á gosinu. Á vefmyndavélinni hefur sést rjúka upp úr gígnum nú síðdegis og því líklegt að þar sé opin hrauntjörn, þótt ekki sjáist hraun berast frá gígnum á yfirborði. Raunar mátti sjá glytta í hraunslettu nú síðdegis þannig að enn virðist krauma í gígnum. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir óróa í eldstöðinnni síðustu tíu daga. Sjá má hvar óróinn féll niður 29. júní þegar gosið virðist hafa legið niðri. Einnig hamaganginn í kringum miðnætti 30. júní. Lengst til hægri sést hvernig óróinn hefur minnkað í dag.Veðurstofa Íslands Gosórói féll einnig niður á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags og spurðu margir sig hvort farið væri að hylla undir goslok. Telur Páll nokkuð víst að þá hafi gosið legið niðri í nokkrar klukkustundir. Eldstöðin var hins vegar fljót að þagga niður í vangaveltum um að hún væri komin að fótum fram. Í fyrrakvöld sendi hún frá sér svo öflugar hraungusur að það flæddi yfir gígbarmana allan hringinn, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: Hér má tengjast vefmyndavél Vísis til að sjá eldstöðina í beinni útsendingu: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30. júní 2021 08:39 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
„Óróinn snarminnkaði í eftirmiðdaginn. Það er þó ennþá gosórói,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann segir óróann ekki hafa minnkað jafn mikið núna og gerðist fyrr í vikunni þegar hlé virðist hafa orðið á gosinu. Á vefmyndavélinni hefur sést rjúka upp úr gígnum nú síðdegis og því líklegt að þar sé opin hrauntjörn, þótt ekki sjáist hraun berast frá gígnum á yfirborði. Raunar mátti sjá glytta í hraunslettu nú síðdegis þannig að enn virðist krauma í gígnum. Óróarit Veðurstofu Íslands sýnir óróa í eldstöðinnni síðustu tíu daga. Sjá má hvar óróinn féll niður 29. júní þegar gosið virðist hafa legið niðri. Einnig hamaganginn í kringum miðnætti 30. júní. Lengst til hægri sést hvernig óróinn hefur minnkað í dag.Veðurstofa Íslands Gosórói féll einnig niður á mánudagskvöld og aðfararnótt þriðjudags og spurðu margir sig hvort farið væri að hylla undir goslok. Telur Páll nokkuð víst að þá hafi gosið legið niðri í nokkrar klukkustundir. Eldstöðin var hins vegar fljót að þagga niður í vangaveltum um að hún væri komin að fótum fram. Í fyrrakvöld sendi hún frá sér svo öflugar hraungusur að það flæddi yfir gígbarmana allan hringinn, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi: Hér má tengjast vefmyndavél Vísis til að sjá eldstöðina í beinni útsendingu:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00 Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57 Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30. júní 2021 08:39 Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36 Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Sjá meira
Eldgosið minnti rækilega á sig með mögnuðu sjónarspili Menn voru farnir að spyrja sig í fyrrakvöld hvort eldgosið í Fagradalsfjalli væri í andarslitrunum. Þar sem þoka hamlaði skyggni að gígnum fékkst þó engin engin staðfesting í gær á því hvað væri í gangi fyrr en þokunni létti í gærkvöldi. 30. júní 2021 16:00
Hanna varnir fyrir Svartsengi, Grindavík og Reykjanesbraut Eldgosið í Fagradalsfjalli tók kipp í gærkvöldi með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Byrjað er að hanna varnarmannvirki til að verja Grindavík, Svartsengi og Reykjanesbraut. 30. júní 2021 22:57
Engin augljós tákn um að eldgosinu sé að ljúka „Það eru engin augljós tákn um að þetta eldgos sé að hætta.“ Þetta sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun þar sem eldgosið í Fagradalsfjalli var til umræðu. 30. júní 2021 08:39
Gosóróinn minnkar: „Byrjunin á endinum?“ Einhverjir hafa velt því fyrir sér í kvöld hvort eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Óróinn við gosstöðvarnar féll töluvert á níunda tímanum í kvöld og hefur verið á nokkurri niðurleið en hefur fundist að nýju þegar liðið hefur á kvöldið. 28. júní 2021 22:36