Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2021 13:28 Tímamótadómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. Vísir/Vilhelm Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna. Með dómi Hæstaréttar í dag var dómur Landsréttar um sýknu kaupanda af öllum kröfum seljenda íbúðarinnar staðfestur. Seljendur íbúðarinnar höfðuðu mál til greiðslu eftirstöðva kaupverðs en þær nema einni milljón króna. Kaupandi neitaði að greiða þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu. Seljendur íbúðarinnar höfðu átt í miklum samskiptaörðuleikum við nágrannann og vissu því mætavel af galla á íbúðinni. Samkvæmt fasteignakaupalögum hvílir fortakslaus skylda á seljendum fasteigna að upplýsa kaupendur um galla sem þeir hafa vitneskju um. Stórundarleg hegðun nágranna er ástæða málaferlanna Nágranninn er sagður hafa sýnt af sér óvenjulega háttsemi, svo sem með því að skilja eftir sig á ýmsum stöðum í húsinu miða með óskiljanlegum skilaboðum og rifin dagblöð sem á voru ritaðir tölustafir og talnarunur, kasta salernispappír á lóðina, kríta á stéttir við húsið, færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorð að öðrum íbúum hússins. Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að öðrum seljandanum utandyra við húsið og sló hana tvívegis með flötum lófa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini og upp að gagnauga og var aum viðkomu þar. Fyrirvari um samskiptavanda ekki næg viðvörun Seljendur settu fyrirvara um samskiptavanda við nágrannann í kaupsamning aðila og töldu það vera næga viðvörun til að uppfylla upplýsingaskyldu sinni. Þá töldu seljendur að kaupandi hafi vanrækt skoðunarskyldu sína með því að rannsaka ekki betur hvað fólst í umræddum samskiptavanda. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað seljenda og taldi fyrirvarann ekki uppfylla upplýsingaskyldu þeirra. Þá taldi dómurinn að kaupandi hafi uppfyllt skoðunarskyldu sína þegar hún spurði seljendur og fasteignasala út í nágrannaerjurnar. Sem áður segir var kaupandi sýknaður af öllum kröfum seljenda. Seljendur voru jafnframt dæmdir til að greiða kaupanda 800 þúsund krónur í málskostnað. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Dómsmál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Með dómi Hæstaréttar í dag var dómur Landsréttar um sýknu kaupanda af öllum kröfum seljenda íbúðarinnar staðfestur. Seljendur íbúðarinnar höfðuðu mál til greiðslu eftirstöðva kaupverðs en þær nema einni milljón króna. Kaupandi neitaði að greiða þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu. Seljendur íbúðarinnar höfðu átt í miklum samskiptaörðuleikum við nágrannann og vissu því mætavel af galla á íbúðinni. Samkvæmt fasteignakaupalögum hvílir fortakslaus skylda á seljendum fasteigna að upplýsa kaupendur um galla sem þeir hafa vitneskju um. Stórundarleg hegðun nágranna er ástæða málaferlanna Nágranninn er sagður hafa sýnt af sér óvenjulega háttsemi, svo sem með því að skilja eftir sig á ýmsum stöðum í húsinu miða með óskiljanlegum skilaboðum og rifin dagblöð sem á voru ritaðir tölustafir og talnarunur, kasta salernispappír á lóðina, kríta á stéttir við húsið, færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorð að öðrum íbúum hússins. Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að öðrum seljandanum utandyra við húsið og sló hana tvívegis með flötum lófa í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini og upp að gagnauga og var aum viðkomu þar. Fyrirvari um samskiptavanda ekki næg viðvörun Seljendur settu fyrirvara um samskiptavanda við nágrannann í kaupsamning aðila og töldu það vera næga viðvörun til að uppfylla upplýsingaskyldu sinni. Þá töldu seljendur að kaupandi hafi vanrækt skoðunarskyldu sína með því að rannsaka ekki betur hvað fólst í umræddum samskiptavanda. Hæstiréttur féllst ekki á málatilbúnað seljenda og taldi fyrirvarann ekki uppfylla upplýsingaskyldu þeirra. Þá taldi dómurinn að kaupandi hafi uppfyllt skoðunarskyldu sína þegar hún spurði seljendur og fasteignasala út í nágrannaerjurnar. Sem áður segir var kaupandi sýknaður af öllum kröfum seljenda. Seljendur voru jafnframt dæmdir til að greiða kaupanda 800 þúsund krónur í málskostnað.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Dómsmál Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira