Foreldrar stjarnanna rifust eftir tap Frakka Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 08:34 Paul Pogba og Adrien Rabiot hafa ef til vill skammast sín fyrir framferði fjölskyldumeðlima á mánudagskvöldið. Getty/Marcio Machado Fjölskyldur Pauls Pogba og Kylians Mbappé fengu að heyra það í stúkunni á leik Frakklands og Sviss í Búkarest á mánudagskvöld, þegar Frakkar féllu úr leik á EM. Móðir liðsfélaga þeirra reifst og skammaðist. Veronique Rabiot, móðir Adriens Rabiot, var sú sem hagaði sér svo illa á leiknum samkvæmt franska miðlinum RMC. Miðillinn segir að Veronique hafi sérstaklega beint spjótum sínum að fjölskyldu Pogba og spurt hvernig hann hafi eiginlega getað misst boltann í aðdraganda þriðja marks Sviss í leiknum, en Svisslendingar jöfnuðu metin í 3-3 rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Eftir að Mbappé hafði klúðrað sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni lét Veronique svo fjölskyldu Mbappé heyra það. Hún sagði pabba Mbappé að láta son sinn ekki vera svona „hrokafullan“. Hún harmaði það einnig hvernig sumir fjölmiðlamenn fjölluðu um Mbappé. Eftir þetta rifust mæður Mbappé og Rabiot og var nokkur hiti í því rifrildi, samkvæmt RMC. Footage of Rabiot s mother in tribune telling off Pogba s and Mbappè s family after the defeat while praising his son.What a sad human being pic.twitter.com/GHMqVZnIUi— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) June 30, 2021 RMC segir að Veronique hafi verið með fjölskyldum annarra leikmanna í um 20 mínútur eftir að leik lauk og að fólk hafi verið hneykslað á framferði hennar. Nokkur læti voru í fólkinu einnig á meðan á leik stóð og þurftu öryggisverðir að biðja fjölskyldumeðlimi Pogba um að róa sig niður en þeir munu hafa brugðist með neikvæðum hætti við hverjum mistökum Rabiots í leiknum. Veronique Rabiot er þekkt í franska fótboltaheiminum. Hún gegndi starfi umboðsmanns sonar síns og stuðlaði að því að hann færi frá PSG til Juventus árið 2019, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður er á mála nú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sjá meira
Veronique Rabiot, móðir Adriens Rabiot, var sú sem hagaði sér svo illa á leiknum samkvæmt franska miðlinum RMC. Miðillinn segir að Veronique hafi sérstaklega beint spjótum sínum að fjölskyldu Pogba og spurt hvernig hann hafi eiginlega getað misst boltann í aðdraganda þriðja marks Sviss í leiknum, en Svisslendingar jöfnuðu metin í 3-3 rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Eftir að Mbappé hafði klúðrað sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni lét Veronique svo fjölskyldu Mbappé heyra það. Hún sagði pabba Mbappé að láta son sinn ekki vera svona „hrokafullan“. Hún harmaði það einnig hvernig sumir fjölmiðlamenn fjölluðu um Mbappé. Eftir þetta rifust mæður Mbappé og Rabiot og var nokkur hiti í því rifrildi, samkvæmt RMC. Footage of Rabiot s mother in tribune telling off Pogba s and Mbappè s family after the defeat while praising his son.What a sad human being pic.twitter.com/GHMqVZnIUi— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) June 30, 2021 RMC segir að Veronique hafi verið með fjölskyldum annarra leikmanna í um 20 mínútur eftir að leik lauk og að fólk hafi verið hneykslað á framferði hennar. Nokkur læti voru í fólkinu einnig á meðan á leik stóð og þurftu öryggisverðir að biðja fjölskyldumeðlimi Pogba um að róa sig niður en þeir munu hafa brugðist með neikvæðum hætti við hverjum mistökum Rabiots í leiknum. Veronique Rabiot er þekkt í franska fótboltaheiminum. Hún gegndi starfi umboðsmanns sonar síns og stuðlaði að því að hann færi frá PSG til Juventus árið 2019, þar sem þessi 26 ára gamli leikmaður er á mála nú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Fleiri fréttir Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Sjá meira