Eyþóra söng sjálf lagið í gólfæfingunum sínum og komst á Ólympíuleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 08:31 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir er að fara að keppa á sínum öðrum Ólympíuleikum. EPA/MIRCEA ROSCA Íslensk-hollenska fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir skrifaði örugglega fimleikasöguna um helgina þegar hún skilaði frábærum gólfæfingum undir tónlist sem hún þekkti afar vel. Eyþóra verður meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Tókýó í næsta mánuði en það varð ljóst eftir úrtökumót hollenska fimleikasambandsins um helgina. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Eyþóra meiddist á ökkla í vetur, þurfti að sleppa Evrópumótinu og úr varð mikið kapphlaup um að ná sér góðri til að geta tryggt sér inn á leikana.: Það tókst hjá henni. Eyþóra var líka með á Ólympíuleikunum í Ríó sumarið 2016 þar sem hún náði níunda sæti í fjölþraut sem er besti árangur hollenskrar fimleikakonu í sögu leikanna. Eyþór er 22 ára gömul og á íslenska foreldra. Hún hefur búið í Hollandi nær alla tíð og keppir fyrir Holland. Það sem gerir gólfæfingar hennar svo sérstakar er að hún gerði þær undir lagi sem hún söng sjálf. Eyþór er líka farin að reyna fyrir sér á öðrum sviðum eins og í fyrirsætustörfum og í tónlist. Henni er því til margra lista lagt. Hér fyrir neðan má sjá Eyþóru sýna frá æfingum sínum með laginu sem hún söng. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) „Þessar síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið. Kemst ég á leikana eða ekki? Það er eitthvað sem ég var alltaf að hugsa. Ég er svo þakklát fyrir alla í kringum mig sem hjálpuðu með að komast í gegnum þetta og sjá til þess að ég gat keppt í úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra á samfélagsmiðla sína. „Ég er líka mjög ánægð með gólfæfinguna mína en ég syng lagið og kærasti minn kemur líka aðeins við sögu í upphafi. Ég vil þakka Hoger fyrir að gera þetta að svona fallegu lagi. Það er sérstakt að vera fyrsta fimleikakonan sem syngur undir á sínum eigin gólfæfingum,“ skrifaði Eyþóra. View this post on Instagram A post shared by Dutch Gymnastics - KNGU (@dutchgymnasticskngu) Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Eyþóra verður meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Tókýó í næsta mánuði en það varð ljóst eftir úrtökumót hollenska fimleikasambandsins um helgina. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Eyþóra meiddist á ökkla í vetur, þurfti að sleppa Evrópumótinu og úr varð mikið kapphlaup um að ná sér góðri til að geta tryggt sér inn á leikana.: Það tókst hjá henni. Eyþóra var líka með á Ólympíuleikunum í Ríó sumarið 2016 þar sem hún náði níunda sæti í fjölþraut sem er besti árangur hollenskrar fimleikakonu í sögu leikanna. Eyþór er 22 ára gömul og á íslenska foreldra. Hún hefur búið í Hollandi nær alla tíð og keppir fyrir Holland. Það sem gerir gólfæfingar hennar svo sérstakar er að hún gerði þær undir lagi sem hún söng sjálf. Eyþór er líka farin að reyna fyrir sér á öðrum sviðum eins og í fyrirsætustörfum og í tónlist. Henni er því til margra lista lagt. Hér fyrir neðan má sjá Eyþóru sýna frá æfingum sínum með laginu sem hún söng. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) „Þessar síðustu vikur hafa verið mikil rússíbanareið. Kemst ég á leikana eða ekki? Það er eitthvað sem ég var alltaf að hugsa. Ég er svo þakklát fyrir alla í kringum mig sem hjálpuðu með að komast í gegnum þetta og sjá til þess að ég gat keppt í úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikanna,“ skrifaði Eyþóra á samfélagsmiðla sína. „Ég er líka mjög ánægð með gólfæfinguna mína en ég syng lagið og kærasti minn kemur líka aðeins við sögu í upphafi. Ég vil þakka Hoger fyrir að gera þetta að svona fallegu lagi. Það er sérstakt að vera fyrsta fimleikakonan sem syngur undir á sínum eigin gólfæfingum,“ skrifaði Eyþóra. View this post on Instagram A post shared by Dutch Gymnastics - KNGU (@dutchgymnasticskngu)
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira