Enn um rangar forsendur Pétur Hafsteinn Pálsson skrifar 27. júní 2021 20:46 Í fyrri grein Daða Má Kristófersonar frambjóðanda Viðreisnar um veiðigjöld, sem hann skrifaði 24. júní, var rökrétt hjá honum að láta helming hennar snúast um fiskverð. Með því móti er hann að tala um tekjur útgerðarinnar. Í fyrri grein minni sem ég skrifaði 25. Júní hrakti ég þá fullyrðingu hans að tekjur útgerðarinnar væru ákveðnar af fyrirtækjunum sjálfum . Þar sýndi ég einnig hvernig uppboðsmarkaður á ferskum bolfiski og afurðaverð leggja grunn að tekjunum. Það gleður mig að sjá í seinni grein Daða sem hann skrifar 26. Júní að hann áttar sig á mikilvægi samtenginga veiða og vinnslu og vísar í lítið uppörvandi árangur Norðmanna sem aðhyllast hið gagnstæða. Forystumenn sjómanna átta sig einnig á þessu mikilvægi og er sú afstaða þeirra er bæði virðingarverð og skynsöm. Að þessu sögðu sést að tekjur útgerðarinnar í beinum viðskiptum eru eðlilegar, aðgengilegar öllum og eru ekki reiknuð stærð með einhverjum kúnstum. Þá að hinum hluta afkomunnar, kostnaðinum. Ég veit ekki neina um atvinnugrein sem gerir jafn oft og jafn ítarlega grein fyrir honum. Endurskoðunarfyrirtæki heldur sérstakan dag um afkomuna, skatturinn fær sérstakt eyðublað um kostnaðinn frá öllum útgerðum og allir ársreikningar eru opnir öllum. Það er því hvorki snúið né flókið að reikna gjöld á útgerð ef afkoman á að vera grunnurinn. Þær tölur eru allar til. Um afkomutengingu veiðigjalda segir Daði í fyrri grein: „Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu.” Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig. Það liggja öll gögn á borðinu til að ræða veiðigjöld á grunni afkomunnar. Það er hægt að gera án þess að kasta frá okkur samþættingunni sem gefið hefur okkur það forskot sem við sannanlega höfum. Daði, þú ert meira en velkominn í kaffi þar sem við förum betur yfir þetta. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Enn um gölluð veiðigjöld Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Vísir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. 26. júní 2021 13:00 Gölluð niðurstaða Daða Más Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. 25. júní 2021 21:55 Gallað veiðigjald Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. 24. júní 2021 15:26 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í fyrri grein Daða Má Kristófersonar frambjóðanda Viðreisnar um veiðigjöld, sem hann skrifaði 24. júní, var rökrétt hjá honum að láta helming hennar snúast um fiskverð. Með því móti er hann að tala um tekjur útgerðarinnar. Í fyrri grein minni sem ég skrifaði 25. Júní hrakti ég þá fullyrðingu hans að tekjur útgerðarinnar væru ákveðnar af fyrirtækjunum sjálfum . Þar sýndi ég einnig hvernig uppboðsmarkaður á ferskum bolfiski og afurðaverð leggja grunn að tekjunum. Það gleður mig að sjá í seinni grein Daða sem hann skrifar 26. Júní að hann áttar sig á mikilvægi samtenginga veiða og vinnslu og vísar í lítið uppörvandi árangur Norðmanna sem aðhyllast hið gagnstæða. Forystumenn sjómanna átta sig einnig á þessu mikilvægi og er sú afstaða þeirra er bæði virðingarverð og skynsöm. Að þessu sögðu sést að tekjur útgerðarinnar í beinum viðskiptum eru eðlilegar, aðgengilegar öllum og eru ekki reiknuð stærð með einhverjum kúnstum. Þá að hinum hluta afkomunnar, kostnaðinum. Ég veit ekki neina um atvinnugrein sem gerir jafn oft og jafn ítarlega grein fyrir honum. Endurskoðunarfyrirtæki heldur sérstakan dag um afkomuna, skatturinn fær sérstakt eyðublað um kostnaðinn frá öllum útgerðum og allir ársreikningar eru opnir öllum. Það er því hvorki snúið né flókið að reikna gjöld á útgerð ef afkoman á að vera grunnurinn. Þær tölur eru allar til. Um afkomutengingu veiðigjalda segir Daði í fyrri grein: „Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu.” Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig. Það liggja öll gögn á borðinu til að ræða veiðigjöld á grunni afkomunnar. Það er hægt að gera án þess að kasta frá okkur samþættingunni sem gefið hefur okkur það forskot sem við sannanlega höfum. Daði, þú ert meira en velkominn í kaffi þar sem við förum betur yfir þetta. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.
Enn um gölluð veiðigjöld Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Vísir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. 26. júní 2021 13:00
Gölluð niðurstaða Daða Más Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. 25. júní 2021 21:55
Gallað veiðigjald Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. 24. júní 2021 15:26
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar