Úrvalslið riðlakeppninnar á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2021 12:01 Romelu Lukaku, Victor Lindelöf, Georginio Wijnaldum og Paul Pogba hafa leikið vel á EM. vísir/getty Riðlakeppninni á Evrópumótinu 2020 lauk í fyrradag en þá tryggðu síðustu liðin sér sæti í sextán liða úrslitum mótsins. Vísir fór yfir þá leikmenn sem stóðu upp úr í riðlakeppninni á EM og valdi úrvalslið þess. Markvörður: Robin Olsen, Svíþjóð Robin Olsen hélt hreinu í tveimur af þremur leikjum Svía í riðlakeppninni.getty/Diego Souto Svíar gerðu sér lítið fyrir og unnu E-riðilinn og fengu sjö stig af níu mögulegum. Olsen átti stóran þátt í því en Everton-maðurinn hélt hreinu í fyrstu tveimur leikjum Svía og lék sérlega vel gegn Spánverjum. Hægri bakvörður: Denzel Dumfries, Hollandi Denzel Dumfries fagnar öðru tveggja marka sinna á EM.getty/MAURICE VAN STEEN Hefur leikið einkar vel á sínu fyrsta stórmóti. Skoraði sigurmark Hollands gegn Úkraínu og skoraði einnig í sigrinum á Austurríki. Dumfries leikur með PSV Eindhoven í heimalandinu en það gæti reynst félaginu erfitt að halda honum eftir frammistöðuna á EM. Miðvörður: John Stones, Englandi John Stones og félagar í enska landsliðinu hafa ekki enn fengið á sig mark á EM.getty/Chris Brunskill England hélt hreinu í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og var sjaldan nálægt því að fá á sig mark. Stones hélt uppteknum hætti frá því með Manchester City á síðasta tímabil, spilaði af miklu öryggi í riðlakeppninni og svitnaði varla. Miðvörður: Victor Lindelöf, Svíþjóð Victor Lindelöf hefur verið öflugur í sænsku vörninni á EM.getty/Kirill Kudryavtsev Manchester United-maðurinn er ekki allra en hann er jafnan góður með landsliðinu og engin breyting hefur orðið á því á EM. Hélt sóknarmönnum Spánverja í skefjum í fyrsta leik Svía og Slóvakar komust lítt áleiðis gegn Lindelöf og félögum í sænsku vörninni. Robert Lewandowski gerði meiri usla en Svíar kláruðu þann leik og riðilinn um leið. Vinstri bakvörður: Leonardo Spinazzola, Ítalíu Ítalir hafa löngum framleitt góða bakverði og Leonardo Spinazzola er einn þeirra.getty/Claudio Villa Réttfætti vinstri bakvörðurinn er í stóru hlutverki í skemmtilegum sóknarleik Ítalíu sem vann allar sínar viðureignir í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark. Spinazzola var valinn maður leiksins í 3-0 sigrinum á Tyrklandi þar sem hann átti stóran þátt í öðru markinu. Miðjumaður: Georginio Wijnaldum, Hollandi Georginio Wijnaldum er fyrirliði Hollands í fjarveru Virgils van Dijk.getty/Peter Dejong Wijnaldum spilar allt annað hlutverk með hollenska landsliðinu en hann gerði hjá Liverpool og raðar inn mörkum í appelsínugula búningnum. Hann skoraði eitt mark í 3-2 sigrinum á Úkraínu og tvö mörk í 3-0 sigrinum á Norður-Makedóníu. Wijnaldum hefur mikið um það að segja hversu langt hollenska liðið nær. Miðjumaður: Paul Pogba, Frakklandi Paul Pogba hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik franska liðsins á EM.getty/Matthias Hangst Hefur verið besti leikmaður Frakka á EM og einn besti leikmaður mótsins. Pogba átti sennilega flottustu sendingu EM í aðdraganda sigurmarksins gegn Frökkum, átti þátt í fyrra markinu gegn Portúgölum og lagði það seinna upp. Hefur sýnt allar sínar bestu hliðar á EM eins og hann gerir venjulega í franska landsliðsbúningnum. Miðjumaður: Manuel Locatelli, Ítalíu Tvö af þremur landsliðsmörkum Manuels Locatelli komu gegn Sviss.getty/Alberto Lingria Sá til þess að allar áhyggjur af fjarveru Marco Veratti í fyrstu tveimur leikjunum voru óþarfar. Locatelli lék geysilega vel á ítölsku miðjunni við hlið Jorginhos og Nicolos Barella. Skoraði tvö mörk í 3-0 sigrinum á Svisslendingum. Locatelli hefur leikið í grænsvartri treyju Sassuolo undanfarin ár en verður sennilega í svarthvítri treyju Juventus frá og með næsta tímabili. Framherji: Patrik Schick, Tékklandi Patrik Schick fagnar eftir að hafa skorað mark mótsins á EM.epa/Petr Josek Schick skoraði öll mörk Tékkar í riðlakeppninni og er aðalástæðan fyrir því að þeir komust í sextán liða úrslit. Fyrra mark hans gegn Skotum kom með góðum skalla og það seinna var svo flottasta mark mótsins til þessa. Schick afgreiddi svo vítaspyrnu gegn Króötum af öryggi. Framherji: Romelu Lukaku, Belgíu Romelu Lukaku er kominn með þrjú mörk á EM.getty/Vincent Van Doornick Átti frábært tímabil með Inter og hefur haldið uppteknum hætti með belgíska landsliðinu á EM. Lukaku skoraði tvö mörk gegn Rússum og gulltryggði svo sigur Belga gegn Finnum. Þá átti hann stóran þátt í báðum mörkunum í leiknum erfiða gegn Dönum. Framherji: Cristiano Ronaldo, Portúgal Markahæsti leikmaður EM 2020 og í sögu mótsins, Cristiano Ronaldo.getty/Bernadett Szabo Heldur áfram að storka fótboltalögmálunum orðinn 36 ára. Ronaldo er markahæstur á EM með fimm mörk og hefur einnig gefið eina stoðsendingu. Er orðinn markahæstur í sögu EM og gegn Frökkum jafnaði hann markamet Íranans Alis Daei sem virtist ómögulegt að slá fyrir nokkrum árum. Komu einnig til greina Danny Ward, Wales Joakim Mæhle, Danmörku Robin Gosens, Þýskalandi Andriy Yarmolenko, Úkraínu Kevin De Bruyne, Belgíu Jorginho, Ítalíu Pierre-Emile Højbjerg, Danmörku Emil Forsberg, Svíþjóð Leonardo Bonucci, Ítalíu Aymeric Laporte, Spáni Ivan Perisic, Króatíu Joe Rodon, Wales Memphis Depay, Hollandi Robert Lewandowski, Póllandi László Kleinheisler, Ungverjalandi EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
Markvörður: Robin Olsen, Svíþjóð Robin Olsen hélt hreinu í tveimur af þremur leikjum Svía í riðlakeppninni.getty/Diego Souto Svíar gerðu sér lítið fyrir og unnu E-riðilinn og fengu sjö stig af níu mögulegum. Olsen átti stóran þátt í því en Everton-maðurinn hélt hreinu í fyrstu tveimur leikjum Svía og lék sérlega vel gegn Spánverjum. Hægri bakvörður: Denzel Dumfries, Hollandi Denzel Dumfries fagnar öðru tveggja marka sinna á EM.getty/MAURICE VAN STEEN Hefur leikið einkar vel á sínu fyrsta stórmóti. Skoraði sigurmark Hollands gegn Úkraínu og skoraði einnig í sigrinum á Austurríki. Dumfries leikur með PSV Eindhoven í heimalandinu en það gæti reynst félaginu erfitt að halda honum eftir frammistöðuna á EM. Miðvörður: John Stones, Englandi John Stones og félagar í enska landsliðinu hafa ekki enn fengið á sig mark á EM.getty/Chris Brunskill England hélt hreinu í öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og var sjaldan nálægt því að fá á sig mark. Stones hélt uppteknum hætti frá því með Manchester City á síðasta tímabil, spilaði af miklu öryggi í riðlakeppninni og svitnaði varla. Miðvörður: Victor Lindelöf, Svíþjóð Victor Lindelöf hefur verið öflugur í sænsku vörninni á EM.getty/Kirill Kudryavtsev Manchester United-maðurinn er ekki allra en hann er jafnan góður með landsliðinu og engin breyting hefur orðið á því á EM. Hélt sóknarmönnum Spánverja í skefjum í fyrsta leik Svía og Slóvakar komust lítt áleiðis gegn Lindelöf og félögum í sænsku vörninni. Robert Lewandowski gerði meiri usla en Svíar kláruðu þann leik og riðilinn um leið. Vinstri bakvörður: Leonardo Spinazzola, Ítalíu Ítalir hafa löngum framleitt góða bakverði og Leonardo Spinazzola er einn þeirra.getty/Claudio Villa Réttfætti vinstri bakvörðurinn er í stóru hlutverki í skemmtilegum sóknarleik Ítalíu sem vann allar sínar viðureignir í riðlakeppninni án þess að fá á sig mark. Spinazzola var valinn maður leiksins í 3-0 sigrinum á Tyrklandi þar sem hann átti stóran þátt í öðru markinu. Miðjumaður: Georginio Wijnaldum, Hollandi Georginio Wijnaldum er fyrirliði Hollands í fjarveru Virgils van Dijk.getty/Peter Dejong Wijnaldum spilar allt annað hlutverk með hollenska landsliðinu en hann gerði hjá Liverpool og raðar inn mörkum í appelsínugula búningnum. Hann skoraði eitt mark í 3-2 sigrinum á Úkraínu og tvö mörk í 3-0 sigrinum á Norður-Makedóníu. Wijnaldum hefur mikið um það að segja hversu langt hollenska liðið nær. Miðjumaður: Paul Pogba, Frakklandi Paul Pogba hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik franska liðsins á EM.getty/Matthias Hangst Hefur verið besti leikmaður Frakka á EM og einn besti leikmaður mótsins. Pogba átti sennilega flottustu sendingu EM í aðdraganda sigurmarksins gegn Frökkum, átti þátt í fyrra markinu gegn Portúgölum og lagði það seinna upp. Hefur sýnt allar sínar bestu hliðar á EM eins og hann gerir venjulega í franska landsliðsbúningnum. Miðjumaður: Manuel Locatelli, Ítalíu Tvö af þremur landsliðsmörkum Manuels Locatelli komu gegn Sviss.getty/Alberto Lingria Sá til þess að allar áhyggjur af fjarveru Marco Veratti í fyrstu tveimur leikjunum voru óþarfar. Locatelli lék geysilega vel á ítölsku miðjunni við hlið Jorginhos og Nicolos Barella. Skoraði tvö mörk í 3-0 sigrinum á Svisslendingum. Locatelli hefur leikið í grænsvartri treyju Sassuolo undanfarin ár en verður sennilega í svarthvítri treyju Juventus frá og með næsta tímabili. Framherji: Patrik Schick, Tékklandi Patrik Schick fagnar eftir að hafa skorað mark mótsins á EM.epa/Petr Josek Schick skoraði öll mörk Tékkar í riðlakeppninni og er aðalástæðan fyrir því að þeir komust í sextán liða úrslit. Fyrra mark hans gegn Skotum kom með góðum skalla og það seinna var svo flottasta mark mótsins til þessa. Schick afgreiddi svo vítaspyrnu gegn Króötum af öryggi. Framherji: Romelu Lukaku, Belgíu Romelu Lukaku er kominn með þrjú mörk á EM.getty/Vincent Van Doornick Átti frábært tímabil með Inter og hefur haldið uppteknum hætti með belgíska landsliðinu á EM. Lukaku skoraði tvö mörk gegn Rússum og gulltryggði svo sigur Belga gegn Finnum. Þá átti hann stóran þátt í báðum mörkunum í leiknum erfiða gegn Dönum. Framherji: Cristiano Ronaldo, Portúgal Markahæsti leikmaður EM 2020 og í sögu mótsins, Cristiano Ronaldo.getty/Bernadett Szabo Heldur áfram að storka fótboltalögmálunum orðinn 36 ára. Ronaldo er markahæstur á EM með fimm mörk og hefur einnig gefið eina stoðsendingu. Er orðinn markahæstur í sögu EM og gegn Frökkum jafnaði hann markamet Íranans Alis Daei sem virtist ómögulegt að slá fyrir nokkrum árum. Komu einnig til greina Danny Ward, Wales Joakim Mæhle, Danmörku Robin Gosens, Þýskalandi Andriy Yarmolenko, Úkraínu Kevin De Bruyne, Belgíu Jorginho, Ítalíu Pierre-Emile Højbjerg, Danmörku Emil Forsberg, Svíþjóð Leonardo Bonucci, Ítalíu Aymeric Laporte, Spáni Ivan Perisic, Króatíu Joe Rodon, Wales Memphis Depay, Hollandi Robert Lewandowski, Póllandi László Kleinheisler, Ungverjalandi EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira