Segir að enska landsliðið vilji spila „Kampavínsfótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 13:31 Harry Kane náði ekki að skora í leikjunum þremur í riðlinum en það var Raheem Sterling sem skoraði bæði mörk enska landsliðsins á þessum 270 mínútum. AP/Neil Hall Enska landsliðið vann riðil sinn á Evrópumótinu þrátt fyrir að skora bara tvö mörk á 270 mínútum. Enski landsliðsþjálfarinn var spurður út í leikstílinn hjá liðinu. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hrósaði skiljanlega varnarleik liðsins í gær eftir að þeir ensku héldu marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð á EM í 1-0 sigri á Tékkum. Enska liðið tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum en verðlaunin eru að mæta mögulega Frakklandi, Þýskalandi eða Portúgal í sextán liða úrslitunum. Manager Gareth Southgate says England aspire to play "champagne football" but that he has been pleased with the defensive solidity they have shown to qualify top of Group D.#ENG #bbceuro2020 #Euro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 Eftir leikinn vildu menn á BBC Radio 5 vita hvort að enska landsliðið vildi ekki spila betri og skemmtilegri fótbolta, svokallaðan „Kampavínsfótbolta“ eins og blaðamaðurinn orðaði það. „Við viljum sjá það líka,“ sagði Gareth Southgate. „Ef þú myndir tala við leikmennina sjálfa þá myndu þeir segja þér að við höfum talað mikið um frjálsræði inn á vellinum en að við séum ekki alveg þar sem við viljum vera hvað varðar form og skerpu. Þegar leið á leikinn þá kom það betur í ljós,“ sagði Southgate. „Við höfum skotið í slá eða stöng í öllum leikjunum en við þurfum að bæta okkur í uppsettum sóknarleik sem er vanalega að skila okkur mörkum. Fyrirgjafarnir hafa verið mjög slakar í þessum leikjum,“ sagði Southgate. „Það er erfitt að skora hjá okkur eins og er og þó að sóknarleikurinn sé ekki eins flæðandi og við viljum þá er samstaðan í varnarleiknum ástæðan fyrir því af hverju liðinu gengur svona vel,“ sagði Southgate. „Það besta sem leikmennirnir gátu gert var að vinna riðilinn og það hafa þeir gert,“ sagði Southgate. Englendingar spila ekki í sextán liða úrslitunum fyrr en eftir sex daga eða þriðjudaginn 29. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hrósaði skiljanlega varnarleik liðsins í gær eftir að þeir ensku héldu marki sínu hreinu í þriðja leiknum í röð á EM í 1-0 sigri á Tékkum. Enska liðið tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum en verðlaunin eru að mæta mögulega Frakklandi, Þýskalandi eða Portúgal í sextán liða úrslitunum. Manager Gareth Southgate says England aspire to play "champagne football" but that he has been pleased with the defensive solidity they have shown to qualify top of Group D.#ENG #bbceuro2020 #Euro2020— BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2021 Eftir leikinn vildu menn á BBC Radio 5 vita hvort að enska landsliðið vildi ekki spila betri og skemmtilegri fótbolta, svokallaðan „Kampavínsfótbolta“ eins og blaðamaðurinn orðaði það. „Við viljum sjá það líka,“ sagði Gareth Southgate. „Ef þú myndir tala við leikmennina sjálfa þá myndu þeir segja þér að við höfum talað mikið um frjálsræði inn á vellinum en að við séum ekki alveg þar sem við viljum vera hvað varðar form og skerpu. Þegar leið á leikinn þá kom það betur í ljós,“ sagði Southgate. „Við höfum skotið í slá eða stöng í öllum leikjunum en við þurfum að bæta okkur í uppsettum sóknarleik sem er vanalega að skila okkur mörkum. Fyrirgjafarnir hafa verið mjög slakar í þessum leikjum,“ sagði Southgate. „Það er erfitt að skora hjá okkur eins og er og þó að sóknarleikurinn sé ekki eins flæðandi og við viljum þá er samstaðan í varnarleiknum ástæðan fyrir því af hverju liðinu gengur svona vel,“ sagði Southgate. „Það besta sem leikmennirnir gátu gert var að vinna riðilinn og það hafa þeir gert,“ sagði Southgate. Englendingar spila ekki í sextán liða úrslitunum fyrr en eftir sex daga eða þriðjudaginn 29. júní. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira