Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2021 07:20 Í apríl síðastliðnum var Ivermectin dreift ókeypis til íbúa í bæ á Filippseyjum. epa/Rolex Dela Pena Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins. Um er að ræða þátt í svokallaðri Principle-rannsókn en niðurstöðurnar verða bornar saman við útkomu sjúklingahóps sem fær hefðbunda meðferð innan opinberu heilbrigðisþjónustunnar. Ivermectin hefur löngum verið notað gegn ýmsum sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og ýmsir aðrir aðilar hafa mælt gegn notkun lyfsins, á meðan einstaka læknar segja það hafa gefið góða raun. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir sögur af virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur notkun lyfsins gegn sjúkdómnum ekki verið könnuð í stórum rannsóknum. Ósamræmið milli vænlegra niðurstaða í afmörkuðum athugunum og tilmæla opinberra yfirvalda um að nota lyfið ekki hefur orðið til þess að samsæriskenningar blómstra á netinu um að verið sé að halda upplýsingum um lækningu við Covid-19 frá almenningi. Filippeyski þingmaðurinn Mike Defensor talar fyrir notkun Ivermectin.epa/Rolex Dela Pena Ýmis önnur lyf hafa gefið von um árangursríka meðferð gegn Covid-19 en ekki staðist skoðun við nánari athugun. Eitt þeirra er sýklalyfið Azithromycin, sem einnig var tekið fyrir í Principle-rannsókninni. Þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur því verið ávísað gegn sjúkdómnum í ríkjum í Afríku og Suður-Ameríku. Þá virðist uppáskriftum hafa fjölgað í Bandaríkjunum. Rannsakendurnir við Oxford-háskóla segjast hafa valið að rannsaka lyfið vegna þess að það sé fáanlegt víða um heim og tiltölulega öruggt. Hingað til hafa aðeins tvö lyf sem hafa verið til skoðunar í Principle-rannsókninni og systurverkefninu Recovery reynst áhrifarík gegn Covid-19; steralyfin budesonide og dexamethasone. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Lyf Vísindi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Um er að ræða þátt í svokallaðri Principle-rannsókn en niðurstöðurnar verða bornar saman við útkomu sjúklingahóps sem fær hefðbunda meðferð innan opinberu heilbrigðisþjónustunnar. Ivermectin hefur löngum verið notað gegn ýmsum sýkingum af völdum sníkjudýra en notkun þess gegn Covid-19 hefur verið afar umdeild. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og ýmsir aðrir aðilar hafa mælt gegn notkun lyfsins, á meðan einstaka læknar segja það hafa gefið góða raun. Staðreyndin er sú að þrátt fyrir sögur af virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur notkun lyfsins gegn sjúkdómnum ekki verið könnuð í stórum rannsóknum. Ósamræmið milli vænlegra niðurstaða í afmörkuðum athugunum og tilmæla opinberra yfirvalda um að nota lyfið ekki hefur orðið til þess að samsæriskenningar blómstra á netinu um að verið sé að halda upplýsingum um lækningu við Covid-19 frá almenningi. Filippeyski þingmaðurinn Mike Defensor talar fyrir notkun Ivermectin.epa/Rolex Dela Pena Ýmis önnur lyf hafa gefið von um árangursríka meðferð gegn Covid-19 en ekki staðist skoðun við nánari athugun. Eitt þeirra er sýklalyfið Azithromycin, sem einnig var tekið fyrir í Principle-rannsókninni. Þrátt fyrir skort á sönnunargögnum um virkni Ivermectin gegn Covid-19 hefur því verið ávísað gegn sjúkdómnum í ríkjum í Afríku og Suður-Ameríku. Þá virðist uppáskriftum hafa fjölgað í Bandaríkjunum. Rannsakendurnir við Oxford-háskóla segjast hafa valið að rannsaka lyfið vegna þess að það sé fáanlegt víða um heim og tiltölulega öruggt. Hingað til hafa aðeins tvö lyf sem hafa verið til skoðunar í Principle-rannsókninni og systurverkefninu Recovery reynst áhrifarík gegn Covid-19; steralyfin budesonide og dexamethasone.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Lyf Vísindi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira