Segir dóminn geta ýtt við hestamannafélögum og komið í veg fyrir slys Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júní 2021 22:47 Niðurstaða dómsins var sú að búast hefði mátt við viðbrögðum hestsins og að koma hefði mátt í veg fyrir slysið með merkingum. Vísir/AP Guðrún Rut Heiðarsdóttir knapi hafði betur í skaðabótamáli sínu gegn Vátryggingafélagi Íslands fyrr í mánuðinum eftir hestaslys sem hún lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hún segir dóminn fordæmisgefandi og staðfesta það að hestamannafélög verði að passa betur upp á aðstæður og merkingar við skipulagðar æfingar. Slysið varð á skeiðæfingu þann 8. apríl 2016. Þá áttu knaparnir að leggja hestum sínum á skeið inn um dyr á öðrum gafli reiðhallarinnar, fara eftir keppnisbrautinni endilangri og síðan út úr húsinu um dyr hinum megin í höllinni. Þar var hins vegar ekki afmarkað svæði til að hægja á hestinum og stökk hann upp þegar Guðrún reið honum út úr höllinni, beygði snögglega upp með húsinu og stoppaði skyndilega svo hún datt af baki og þríökklabrotnaði. Formaður hestamannafélagsins með persónuleg leiðindi Hún taldi fyrst að atvikið hefði verið óhapp en áttaði sig síðan á því að niðurhægingarbraut fyrir hestinn hefði átt að vera afmörkuð. Mat dómsins var að viðbrögð hests Guðrúnar, sem kom á mikilli ferð út úr húsinu á opið, óafmarkað svæði hafi verið viðbrögð sem hefði mátt búast við. Þau hefðu líklega ekki orðið eins ef afmörkuð braut hefði verið sett upp til að hægja ferð hestsins. Guðrún segir mikinn létti að dómurinn hafi fallið henni í vil en Vátryggingarfélagið og hestamannafélagið Léttir vildu ekki bera ábyrgð á slysinu. „Hestamannafélagið sjálft var bara með persónuleg leiðindi við mig þegar ég ávítti það fyrir þetta á sínum tíma,“ segir Guðrún. „Ég fékk mjög leiðinleg ummæli frá formanni hestamannafélagsins á sínum tíma í persónulegum skilaboðum – að ég væri að eyðileggja feril og annað – sem mér fannst mjög leiðinlegt.“ Svipað en mun alvarlegra slys í fyrra Hún segist fegin að ekki fór verr hjá sér og vonar að dómurinn verði til þess að hestamannafélögin sjái til þess að hlutir sem þessir verði í lagi í framtíðinni. Það komi þá í veg fyrir fleiri slys. „Auðvitað hafa oft komið svona slys en það hefur bara aldrei neinn spáð í að það gæti þurft að hafa ákveðnar reglur um skipulegar æfingar hjá hestamannafélögum. Þetta er bara alveg eins og allar aðrar skipulegar æfingar hjá íþróttafélögum,“ segir hún. Hún rifjar þá upp hræðilegt slys Eddu Rúnar Ragnarsdóttur, vinkonu sinnar, í fyrra þegar hún var að æfa fyrir skeiðmót í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hún er í hjólastól eftir slysið. „Þetta er bara nákvæmlega það sama sem gerðist. Þar voru þau að æfa og það var eins – það var ekki nein frárein,“ segir Guðrún. Hún er enn nokkuð meidd eftir slysið og hefur ekki getað sinnt öðrum áhugamálum sínum eins og fjallgöngum og hlaupum eftir að hún þríökklabrotnaði. Hestar Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Akureyri Hestaíþróttir Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Slysið varð á skeiðæfingu þann 8. apríl 2016. Þá áttu knaparnir að leggja hestum sínum á skeið inn um dyr á öðrum gafli reiðhallarinnar, fara eftir keppnisbrautinni endilangri og síðan út úr húsinu um dyr hinum megin í höllinni. Þar var hins vegar ekki afmarkað svæði til að hægja á hestinum og stökk hann upp þegar Guðrún reið honum út úr höllinni, beygði snögglega upp með húsinu og stoppaði skyndilega svo hún datt af baki og þríökklabrotnaði. Formaður hestamannafélagsins með persónuleg leiðindi Hún taldi fyrst að atvikið hefði verið óhapp en áttaði sig síðan á því að niðurhægingarbraut fyrir hestinn hefði átt að vera afmörkuð. Mat dómsins var að viðbrögð hests Guðrúnar, sem kom á mikilli ferð út úr húsinu á opið, óafmarkað svæði hafi verið viðbrögð sem hefði mátt búast við. Þau hefðu líklega ekki orðið eins ef afmörkuð braut hefði verið sett upp til að hægja ferð hestsins. Guðrún segir mikinn létti að dómurinn hafi fallið henni í vil en Vátryggingarfélagið og hestamannafélagið Léttir vildu ekki bera ábyrgð á slysinu. „Hestamannafélagið sjálft var bara með persónuleg leiðindi við mig þegar ég ávítti það fyrir þetta á sínum tíma,“ segir Guðrún. „Ég fékk mjög leiðinleg ummæli frá formanni hestamannafélagsins á sínum tíma í persónulegum skilaboðum – að ég væri að eyðileggja feril og annað – sem mér fannst mjög leiðinlegt.“ Svipað en mun alvarlegra slys í fyrra Hún segist fegin að ekki fór verr hjá sér og vonar að dómurinn verði til þess að hestamannafélögin sjái til þess að hlutir sem þessir verði í lagi í framtíðinni. Það komi þá í veg fyrir fleiri slys. „Auðvitað hafa oft komið svona slys en það hefur bara aldrei neinn spáð í að það gæti þurft að hafa ákveðnar reglur um skipulegar æfingar hjá hestamannafélögum. Þetta er bara alveg eins og allar aðrar skipulegar æfingar hjá íþróttafélögum,“ segir hún. Hún rifjar þá upp hræðilegt slys Eddu Rúnar Ragnarsdóttur, vinkonu sinnar, í fyrra þegar hún var að æfa fyrir skeiðmót í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Hún er í hjólastól eftir slysið. „Þetta er bara nákvæmlega það sama sem gerðist. Þar voru þau að æfa og það var eins – það var ekki nein frárein,“ segir Guðrún. Hún er enn nokkuð meidd eftir slysið og hefur ekki getað sinnt öðrum áhugamálum sínum eins og fjallgöngum og hlaupum eftir að hún þríökklabrotnaði.
Hestar Tryggingar Samgönguslys Dómsmál Akureyri Hestaíþróttir Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira