Fullyrða að „Hneykslið í Gijón“ verði ekki endurtekið á EM í dag Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2021 11:46 David Alaba og félagar í austurríska landsliðinu þurfa sigur í dag til að gulltryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit en jafntefli myndi þó líklega duga þeim. Getty/Alex Gottschalk Austurríkismenn heita því að ekki verði spilað upp á jafntefli við Úkraínu í dag, þó að þau úrslit gætu dugað báðum liðum til að komast áfram í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta. Úrslitin ráðast í C-riðli með tveimur leikjum kl. 16 í dag. Í kvöld ráðast svo úrslitin í B-riðli. Í C-riðli eru Hollendingar öruggir áfram eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem mun enda í neðsta sæti riðilsins, sama hvernig fer. Úkraína og Austurríki eru hins vegar með 3 stig hvort, og markatöluna 0, en þar sem að Úkraína hefur skorað einu marki meira en Austurríki í mótinu til þessa þá er Úkraína í 2. sæti, og dugar jafntefli í dag til að enda þar. Tvö efstu liðin eru örugg áfram en lið með bestan árangur í 3. sæti, í fjórum af sex riðlum, komast einnig áfram. Yfirgnæfandi líkur eru á að það myndi duga Austurríki að gera jafntefli við Úkraínu í dag og enda með fjögur stig í 3. sæti, til að komast áfram. Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið. Þessi staða minnir á leik Austurríkis og Vestur-Þýskalands á HM á Spáni árið 1982. Leik sem þekktur er sem „Hneykslið í Gijón“. Þjóðverjar unnu þar 1-0 sigur en þau úrslit dugðu báðum liðum til að komast áfram, á kostnað Alsírs. Eftir að Vestur-Þýskaland skoraði var augljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að skora fleiri mörk í leiknum – og leikmenn spörkuðu boltanum á milli sín í rólegheitum þar til að leik lauk. Hið sama mun ekki eiga sér stað í dag, segir Leo Windtner, formaður knattspyrnusambands Austurríkis: „Ég er viss um að það kemur ekki til þess. Það væri rangt á allan hátt að fara út á völlinn með það í huga að ætla bara að ná í stig,“ sagði Windtner, handviss um að sagan muni ekki endurtaka sig: „Best væri ef við myndum ekki einu sinni ræða um þetta. Þetta er búið og gert, og þýðir ekki að þetta muni endurtaka sig.“ Sasa Kalajdzic, framherji Austurríkis, tók í sama streng: „Við munum reyna að láta úrslitin falla með okkur. Ég vil vinna alla leiki og þessi er engin undantekning.“ Leikur Úkraínu og Austurríkis er á Stöð 2 EM og hefst kl. 16. Á sama tíma mætast Norður-Makedónía og Holland á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld kl. 19 verða sýndir leikir Rússlands og Danmerkur, og Finnlands og Belgíu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Úrslitin ráðast í C-riðli með tveimur leikjum kl. 16 í dag. Í kvöld ráðast svo úrslitin í B-riðli. Í C-riðli eru Hollendingar öruggir áfram eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki sína. Þeir mæta Norður-Makedóníu sem mun enda í neðsta sæti riðilsins, sama hvernig fer. Úkraína og Austurríki eru hins vegar með 3 stig hvort, og markatöluna 0, en þar sem að Úkraína hefur skorað einu marki meira en Austurríki í mótinu til þessa þá er Úkraína í 2. sæti, og dugar jafntefli í dag til að enda þar. Tvö efstu liðin eru örugg áfram en lið með bestan árangur í 3. sæti, í fjórum af sex riðlum, komast einnig áfram. Yfirgnæfandi líkur eru á að það myndi duga Austurríki að gera jafntefli við Úkraínu í dag og enda með fjögur stig í 3. sæti, til að komast áfram. Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið. Þessi staða minnir á leik Austurríkis og Vestur-Þýskalands á HM á Spáni árið 1982. Leik sem þekktur er sem „Hneykslið í Gijón“. Þjóðverjar unnu þar 1-0 sigur en þau úrslit dugðu báðum liðum til að komast áfram, á kostnað Alsírs. Eftir að Vestur-Þýskaland skoraði var augljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að skora fleiri mörk í leiknum – og leikmenn spörkuðu boltanum á milli sín í rólegheitum þar til að leik lauk. Hið sama mun ekki eiga sér stað í dag, segir Leo Windtner, formaður knattspyrnusambands Austurríkis: „Ég er viss um að það kemur ekki til þess. Það væri rangt á allan hátt að fara út á völlinn með það í huga að ætla bara að ná í stig,“ sagði Windtner, handviss um að sagan muni ekki endurtaka sig: „Best væri ef við myndum ekki einu sinni ræða um þetta. Þetta er búið og gert, og þýðir ekki að þetta muni endurtaka sig.“ Sasa Kalajdzic, framherji Austurríkis, tók í sama streng: „Við munum reyna að láta úrslitin falla með okkur. Ég vil vinna alla leiki og þessi er engin undantekning.“ Leikur Úkraínu og Austurríkis er á Stöð 2 EM og hefst kl. 16. Á sama tíma mætast Norður-Makedónía og Holland á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld kl. 19 verða sýndir leikir Rússlands og Danmerkur, og Finnlands og Belgíu. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Líkur á að liðin í C-riðli komist í 16-liða úrslit: Holland (100%) Úkraína (82%) Austurríki (79%) Norður-Makedónía (0%) Tölfræðiveitan Gracenote reiknar út líkurnar fyrir hvert lið.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira