Enginn stuðningur fylgir samþykkt þings um aukna sálfræðiþjónustu Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2021 13:47 Geðraskanir á borð við þunglyndi eru algeng ástæða þess að fólk dettur af vinnumarkaði. Vandinn liggur fyrir en úrræðin skortir. Stéttarfélög niðurgreiða sjálfræðiþjónusta en það gerir ríkið ekki sem þýðir að einungis hinir ríku og þeir sem eru á vinnumarkaði geta nýtt sér sálfræðiþjónustu. vísir/GETTY Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, veltir því fyrir sér hvort einróma samþykktir Alþingis um greiðsluþátttöku ríkisins sé sýndargjörningur. Tryggvi Guðjón var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpinu Ein pæling. Þeir ræddu um það hvort eðlilegt væri að ríkið kæmi að niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem hefur lengi verið baráttumál félagsins. Þingheimur samþykkti í fyrra að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Tryggvi Guðjón formaður Sálfræðingafélags Íslands veltir því fyrir sér hvort þingmenn hafi ekki þorað öðru en samþykkja málið þó þeir vissu að gjörðir myndu ekki fylgja orðum.Sálfræðingafélag Íslands En orð hafa ekki fylgt gjörðum og Tryggvi Guðjón setur spurningarmerki við þessa samþykkt því ekki bóli neitt á því að gjörð fylgi orðum. Hann segir þetta stigskipt, fyrst þurfi að samþykkja lögin, svo er útfærsla á framkvæmd og svo þurfi fjármagn. En við áratuga uppsafnaðan vanda sé að etja og er Ísland langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, svo sem Norðurlandaþjóðirnar. „Fjármálaráðherra segir ekki peninga til. En þingmenn allra flokka samþykkja. Er það til að efla traust á alþingi, samþykkja en vilja svo ekki setja fjármuni í þetta? Þorum ekki að segja nei, af því að ég veit að þetta er rétt. Politically rétt að segja já. Mikill þrýstingur frá almenningi. Ég held að þeir hafi ekki þorað að segja nei,“ segir Tryggvi Guðjón. Vitandi betur. Listen to '#65 Á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu? (Viðtal við Tryggva Guðjón Ingason)' on Spreaker. Formaðurinn segir upplifun þeirra hjá Sálfræðingafélaginu varðandi samskipti Sjúkratryggingar Íslands vera þá að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni; að skriður komist á málin. „Það berast engin svör um neitt. Eða ég hef allavegana ekki fengið svör við neitt. Við höfum lýst áhuga á að eiga samtal um þessa niðurgreiðslu. En það hefur bara aldrei verið neinn áhugi á því og við höfum varla fengið svör,“ segir Tryggvi Guðjón. Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Tryggvi Guðjón var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpinu Ein pæling. Þeir ræddu um það hvort eðlilegt væri að ríkið kæmi að niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu sem hefur lengi verið baráttumál félagsins. Þingheimur samþykkti í fyrra að fella nauðsynlegar sálfræðimeðferðir og aðrar klínískar viðtalsmeðferðir undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða með 54 atkvæðum en níu þingmenn voru fjarstaddir. Tryggvi Guðjón formaður Sálfræðingafélags Íslands veltir því fyrir sér hvort þingmenn hafi ekki þorað öðru en samþykkja málið þó þeir vissu að gjörðir myndu ekki fylgja orðum.Sálfræðingafélag Íslands En orð hafa ekki fylgt gjörðum og Tryggvi Guðjón setur spurningarmerki við þessa samþykkt því ekki bóli neitt á því að gjörð fylgi orðum. Hann segir þetta stigskipt, fyrst þurfi að samþykkja lögin, svo er útfærsla á framkvæmd og svo þurfi fjármagn. En við áratuga uppsafnaðan vanda sé að etja og er Ísland langt á eftir þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við, svo sem Norðurlandaþjóðirnar. „Fjármálaráðherra segir ekki peninga til. En þingmenn allra flokka samþykkja. Er það til að efla traust á alþingi, samþykkja en vilja svo ekki setja fjármuni í þetta? Þorum ekki að segja nei, af því að ég veit að þetta er rétt. Politically rétt að segja já. Mikill þrýstingur frá almenningi. Ég held að þeir hafi ekki þorað að segja nei,“ segir Tryggvi Guðjón. Vitandi betur. Listen to '#65 Á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu? (Viðtal við Tryggva Guðjón Ingason)' on Spreaker. Formaðurinn segir upplifun þeirra hjá Sálfræðingafélaginu varðandi samskipti Sjúkratryggingar Íslands vera þá að ekki sé mikil ástæða til bjartsýni; að skriður komist á málin. „Það berast engin svör um neitt. Eða ég hef allavegana ekki fengið svör við neitt. Við höfum lýst áhuga á að eiga samtal um þessa niðurgreiðslu. En það hefur bara aldrei verið neinn áhugi á því og við höfum varla fengið svör,“ segir Tryggvi Guðjón.
Geðheilbrigði Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira