Heiðruðu minningu Maradona með mikilli ljósasýningu í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 11:30 Diego Maradona fagnar með HM bikarinn eftir sigur Argentínu á HM í Mexíkó 1986. Getty/Peter Robinson Suðurameríkukeppnin í fótbolta, Copa America, er farin af stað og í nótt spilaði Argentína sinn fyrsta leik í keppninni. Þetta er fyrsta Copa America síðan að Diego Armando Maradona lést og fyrir leikinn var þessi argentínska knattspyrnugoðsögn heiðruð með eftirminnilegum hætti. Tölvutæknin vat nýtt til hins ítrasta þegar myndum frá ferli Maradona var varpað á leikvanginn og úr varð rosaleg ljósasýning. Maradona lést í nóvember síðastliðnum en hann er einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hápunkturinn var þegar hann nánast upp á sitt einsdæmi færði Argentínu heimsmeistaratitilinn á HM í Mexíkó 1986 þegar kappinn var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. watch on YouTube Maradona náði aldrei að vinna Suðurameríkukeppnina en hann var ekki með argentínska landsliðið þegar liðið vann Copa America 1991 og 1993. Þá var annar Diego í tíunni eða sjálfur Diego Simeone, núverandi knattspyrnustjóri Atlético Madrid. Messi skoraði glæsimark úr aukaspyrnu í leiknum á móti Síle sem endaði með 1-1 jafntefli. Messi er búinn að skora meira en tvöfalt fleiri mörk en Maradona fyrir argentínska landsliðið en á enn eftir að vinna titil með þjóð sinni. Meðal þess sem var varpað á völlinn var glæsilegasta mark Maradona á ferlinum sem hann skoraði eftir mikinn einleik á móti Englendingum á HM 1986 en þar sást hann líka halda boltanum á lofti í búningum liðanna sem hann lék með. Það þurfti alvöru sýningu til að heiðra jafnlitríkan mann og Maradona var. Það var ekki mikið hægt að kvarta yfir ljóssýningunni sem boðið var upp á en það má sjá þessa glæsilegu ljósasýningu hér fyrir ofan. HM 2022 í Katar Andlát Diegos Maradona Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Þetta er fyrsta Copa America síðan að Diego Armando Maradona lést og fyrir leikinn var þessi argentínska knattspyrnugoðsögn heiðruð með eftirminnilegum hætti. Tölvutæknin vat nýtt til hins ítrasta þegar myndum frá ferli Maradona var varpað á leikvanginn og úr varð rosaleg ljósasýning. Maradona lést í nóvember síðastliðnum en hann er einn af allra bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Hápunkturinn var þegar hann nánast upp á sitt einsdæmi færði Argentínu heimsmeistaratitilinn á HM í Mexíkó 1986 þegar kappinn var með fimm mörk og fimm stoðsendingar í sjö leikjum. watch on YouTube Maradona náði aldrei að vinna Suðurameríkukeppnina en hann var ekki með argentínska landsliðið þegar liðið vann Copa America 1991 og 1993. Þá var annar Diego í tíunni eða sjálfur Diego Simeone, núverandi knattspyrnustjóri Atlético Madrid. Messi skoraði glæsimark úr aukaspyrnu í leiknum á móti Síle sem endaði með 1-1 jafntefli. Messi er búinn að skora meira en tvöfalt fleiri mörk en Maradona fyrir argentínska landsliðið en á enn eftir að vinna titil með þjóð sinni. Meðal þess sem var varpað á völlinn var glæsilegasta mark Maradona á ferlinum sem hann skoraði eftir mikinn einleik á móti Englendingum á HM 1986 en þar sást hann líka halda boltanum á lofti í búningum liðanna sem hann lék með. Það þurfti alvöru sýningu til að heiðra jafnlitríkan mann og Maradona var. Það var ekki mikið hægt að kvarta yfir ljóssýningunni sem boðið var upp á en það má sjá þessa glæsilegu ljósasýningu hér fyrir ofan.
HM 2022 í Katar Andlát Diegos Maradona Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira