Herferð Ortega gegn stjórnarandstöðunni heldur áfram Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2021 10:52 Lögreglumenn sem gerðu húsleit á heimili Cristiönu Maríu Chamorro, forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar, fyrr í þessum mánuði. Tylft stjórnarandstöðuleiðtoga hefur nú verið handtekin á skömmum tíma. Vísir/EPA Yfirvöld í Níkaragva handtóku fimm þekkta stjórnarandstæðinga á sunnudaginn í því sem gagnrýnendur Daniels Ortega forseta kalla herferð gegn andstæðingum hans. Fyrrverandi bandamenn Ortega eru á meðal þeirra handteknu. Alls hafa nú tólf líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í nóvember og stjórnarandstöðuleiðtogar verið handteknir á undanförnum dögum. Flestir þeirra eru sakaðir um brot á umdeildum landaráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra. Lögreglan sakar þau fimm sem voru handtekin í gær um að hvetja til erlendra afskipta af málefnum Níkaragva og fleiri glæpi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau tilheyri öll stjórnarandstöðuflokknum Sameinumst (s. Unamos) en það er að miklu leyti flokkur fyrrverandi félaga Ortega í Þjóðfrelsishreyfingu sandínista. Á meðal þeirra sem voru handtekin í gær eru Hugo Torres, fyrrverandi hershöfðingi, og Dora Téllez, heilbrigðisráðherra í fyrstu ríkisstjórn sandínista frá 1979 til 1990. Handtakan á Téllez þykir sérstaklega eftirtektarverð því hún er ein af hetjum sandínista úr byltingu þeirra á 8. áratug síðustu aldar. Leiddi hún flokk skæruliða sem tók þingmenn í gíslingu í þinghúsinu til að krefjast lausnar pólitískra fanga árið 1978. Þau sem höfðu áður verið handtekin voru flest líklegir forsetaframbjóðendur. AP-fréttastofan segir að Ortega virðist nú beina spjótum sínum að öllum áberandi leiðtogum stjórnarandstöðunnar í landinu. Beita landráðalögum gegn þeim sem styðja refsiaðgerðir Landráðalögin gera það að glæp að „leggja á ráðin gegn fullveldi, sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti“ Níkaragva. Á grundvelli þeirra geta stjórnvöld bannað fólki að bjóða sig fram til opinbers embættis telji þau það landráðafólk. Þá liggur allt að fimmtán ára fangelsi við landráðum. Stjórn Ortega hefur beitt lögunum gegn öllum þeim sem hafa stutt alþjóðlegar refsiaðgerðir erlendra ríkja gegn embættismönnum ríkisstjórnarinnar sem eru sakaðir um mannréttindabrot. Torres segir að stjórnarandstaðan sé ekki af baki dottin þrátt fyrir að Ortega hafi greitt henni nokkur þung högg að undanförnu. „Þetta er ekki þróun í átt að einræði, þetta er einræðisríki á allan hátt,“ sagði hann í viðtali við AP. Segir Ortega orðinn verri en Somoza Ortega sækist nú eftir fjórða kjörtímabili sínu sem forseti í röð. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram aftur fyrir síðustu kosningar. Í valdatíð sinni hefur hann sankað að sér völdum og fjölskylda hans og vildarvinir hafa auðgast. Vinsældir Ortega dvínuðu verulega þegar öryggissveitir hans drápu hundruð manna í mótmælum sem geisuðu frá 2018 til 2019. Ortega komst fyrst til valda í Níkaragva þegar skæruliðar sandínista steyptu spillta einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu frjálsu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en náði kjöri sem forseti þegar hann bauð sig fram árið 2006. Torres gengur svo langt að segja að kúgun stjórnar Ortega nú sé enn verri en einræðisherrans Somoza sem hann steypti. Somoza hafi að minnsta kosti mætt mótstöðu frá kirkjunni, menntamönnum og háskólunum. „Ég held að Ortega hafi tekið fram úr Somoza. Hann hefur beygt allt vald undir sig á hátt sem Somoza gat aldrei gert. Hann stýrir umfangsmeira kúgunarkerfi en Somoza gerði nokkru sinni,“ fullyrti hann. Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Alls hafa nú tólf líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í nóvember og stjórnarandstöðuleiðtogar verið handteknir á undanförnum dögum. Flestir þeirra eru sakaðir um brot á umdeildum landaráðalögum sem Ortega lét samþykkja í fyrra. Lögreglan sakar þau fimm sem voru handtekin í gær um að hvetja til erlendra afskipta af málefnum Níkaragva og fleiri glæpi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau tilheyri öll stjórnarandstöðuflokknum Sameinumst (s. Unamos) en það er að miklu leyti flokkur fyrrverandi félaga Ortega í Þjóðfrelsishreyfingu sandínista. Á meðal þeirra sem voru handtekin í gær eru Hugo Torres, fyrrverandi hershöfðingi, og Dora Téllez, heilbrigðisráðherra í fyrstu ríkisstjórn sandínista frá 1979 til 1990. Handtakan á Téllez þykir sérstaklega eftirtektarverð því hún er ein af hetjum sandínista úr byltingu þeirra á 8. áratug síðustu aldar. Leiddi hún flokk skæruliða sem tók þingmenn í gíslingu í þinghúsinu til að krefjast lausnar pólitískra fanga árið 1978. Þau sem höfðu áður verið handtekin voru flest líklegir forsetaframbjóðendur. AP-fréttastofan segir að Ortega virðist nú beina spjótum sínum að öllum áberandi leiðtogum stjórnarandstöðunnar í landinu. Beita landráðalögum gegn þeim sem styðja refsiaðgerðir Landráðalögin gera það að glæp að „leggja á ráðin gegn fullveldi, sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti“ Níkaragva. Á grundvelli þeirra geta stjórnvöld bannað fólki að bjóða sig fram til opinbers embættis telji þau það landráðafólk. Þá liggur allt að fimmtán ára fangelsi við landráðum. Stjórn Ortega hefur beitt lögunum gegn öllum þeim sem hafa stutt alþjóðlegar refsiaðgerðir erlendra ríkja gegn embættismönnum ríkisstjórnarinnar sem eru sakaðir um mannréttindabrot. Torres segir að stjórnarandstaðan sé ekki af baki dottin þrátt fyrir að Ortega hafi greitt henni nokkur þung högg að undanförnu. „Þetta er ekki þróun í átt að einræði, þetta er einræðisríki á allan hátt,“ sagði hann í viðtali við AP. Segir Ortega orðinn verri en Somoza Ortega sækist nú eftir fjórða kjörtímabili sínu sem forseti í röð. Hann lét breyta stjórnarskrá landsins til þess að hann gæti boðið sig fram aftur fyrir síðustu kosningar. Í valdatíð sinni hefur hann sankað að sér völdum og fjölskylda hans og vildarvinir hafa auðgast. Vinsældir Ortega dvínuðu verulega þegar öryggissveitir hans drápu hundruð manna í mótmælum sem geisuðu frá 2018 til 2019. Ortega komst fyrst til valda í Níkaragva þegar skæruliðar sandínista steyptu spillta einræðisherranum Anastasio Somoza Debayle af stóli árið 1979. Hann tapaði fyrstu frjálsu forsetakosningunum eftir byltinguna árið 1990 en náði kjöri sem forseti þegar hann bauð sig fram árið 2006. Torres gengur svo langt að segja að kúgun stjórnar Ortega nú sé enn verri en einræðisherrans Somoza sem hann steypti. Somoza hafi að minnsta kosti mætt mótstöðu frá kirkjunni, menntamönnum og háskólunum. „Ég held að Ortega hafi tekið fram úr Somoza. Hann hefur beygt allt vald undir sig á hátt sem Somoza gat aldrei gert. Hann stýrir umfangsmeira kúgunarkerfi en Somoza gerði nokkru sinni,“ fullyrti hann.
Níkaragva Tengdar fréttir Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21 Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Lýsa Ortega sem einræðisherra eftir handtökur á andstæðingum Fulltrúi Bandaríkjastjórnar líkti Daniel Ortega, forseta Níkaragva, við einræðisherra eftir að ríkisstjórn hans lét handtaka fjórar framármenn úr stjórnarandstöðu landsins á hálfu sólarhring í gær. Fyrir höfðu tveir líklegir mótframbjóðendur Ortega í forsetakosningum í haust verið hnepptir í varðhald. 9. júní 2021 14:21
Líklegir mótframbjóðendur Ortega fangelsaðir Tveir líklegir frambjóðendur stjórnarandstöðunnar í Níkaragva til forsetakosninga í haust sitja nú í haldi stjórnvalda í því sem stjórnarandstaðan kallar herferð ríkisstjórnar Daniels Ortega forseta til að skapa ótta á meðal fólks. Þriðji mögulegi frambjóðandinn hefur verið kallaður til skýrslutöku hjá saksóknara. 8. júní 2021 11:15