Banna prestum að misnota fullorðna Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 13:08 Biskuparnir Filippo Iannone (t.h.) og Juan Ignacio Arrieta Ochoa de Chinchetru kynntu breytingarnar á lögum kaþólsku kirkjunnar í dag. AP/Andrew Medichini Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. Lagabreytingarnar, sem eru þær umfangsmestu í fjóra áratugi, hafa verið fjórtán ár í vinnslu en Páfagarður greindi frá þeim í dag. Í hegningarlagahlut kirkjulaganna eru nú tekin af tvímæli um að fullorðið fólk geti verið fórnarlömb kynferðisofbeldis presta ef þeir misnota vald sitt yfir því. Hægt verður að svipta presta hempunni en þeir nota ofbeldi, hótanir eða misbeita valdi sínu til þess að fá sínu fram kynferðislega gegn einstkalingum, hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir. Fram að þessu hefur kaþólska kirkjan talið kynferðislegt samband prests við fullorðna manneskju synd en að fullorðinn einstaklingur geti aldurs síns vegna hafnað samþykki fyrir því. Þá er það nú glæpur gegn kirkjulögum að prestar tæli til sín börn eða viðkvæma fullorðna einstaklinga til að þvinga þá til að taka þátt í kynferðislegu athæfi. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem kaþólska kirkjan geri þekkta aðferð kynferðisbrotamanna til að nálgast fórnarlömb sín ólöglega. Breytingarnar eiga einnig að gera biskupum og öðrum kirkjuleiðtogum erfiðara fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar eins og mörg dæmi eru um víða um heim. Nú verður hægt að sækja þá til saka sýni þeir af sér „saknæma vanrækslu“ eða tilkynni þeir ekki brot til kirkjuyfirvalda. Það verður þó ekki saknæmt að tilkynna brot ekki til lögreglu. Konur sjálfkrafa bannfærðar reyni þær að fá vígslu Af öðrum breytingum á kirkjulögunum má nefna að skerpt var á ákvæði sem bannar að konur séu vígðar til prests. Með breytingunum er bæði kona og sá sem reynir að vígja hana til prests sjálfkrafa bannfærð. Presturinn á jafnframt á hættu að vera sviptur hempunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kate McElwee, framkvæmdastjóri Vígsluráðs kvenna, segir þessa breytingu kirkjunnar ekki koma á óvart en að hún sé sársaukafull áminning um „feðraveldisvél“ Páfagarðs og umfangsmiklar tilraunir hans til þess að undiroka konur. Ný ákvæði um fjárglæpi er einnig að finna í kirkjulögunum en kaþólska kirkjan hefur gengið í gegnum nokkur fjármálahneyksli á undanförnum árum. Er nú fjallað í lögunum um fjárdrátt úr sjóðum kirkjunnar og vanrækslu í umsjón með fjármunum og eignum hennar. Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42 Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00 Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40 Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Lagabreytingarnar, sem eru þær umfangsmestu í fjóra áratugi, hafa verið fjórtán ár í vinnslu en Páfagarður greindi frá þeim í dag. Í hegningarlagahlut kirkjulaganna eru nú tekin af tvímæli um að fullorðið fólk geti verið fórnarlömb kynferðisofbeldis presta ef þeir misnota vald sitt yfir því. Hægt verður að svipta presta hempunni en þeir nota ofbeldi, hótanir eða misbeita valdi sínu til þess að fá sínu fram kynferðislega gegn einstkalingum, hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir. Fram að þessu hefur kaþólska kirkjan talið kynferðislegt samband prests við fullorðna manneskju synd en að fullorðinn einstaklingur geti aldurs síns vegna hafnað samþykki fyrir því. Þá er það nú glæpur gegn kirkjulögum að prestar tæli til sín börn eða viðkvæma fullorðna einstaklinga til að þvinga þá til að taka þátt í kynferðislegu athæfi. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem kaþólska kirkjan geri þekkta aðferð kynferðisbrotamanna til að nálgast fórnarlömb sín ólöglega. Breytingarnar eiga einnig að gera biskupum og öðrum kirkjuleiðtogum erfiðara fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar eins og mörg dæmi eru um víða um heim. Nú verður hægt að sækja þá til saka sýni þeir af sér „saknæma vanrækslu“ eða tilkynni þeir ekki brot til kirkjuyfirvalda. Það verður þó ekki saknæmt að tilkynna brot ekki til lögreglu. Konur sjálfkrafa bannfærðar reyni þær að fá vígslu Af öðrum breytingum á kirkjulögunum má nefna að skerpt var á ákvæði sem bannar að konur séu vígðar til prests. Með breytingunum er bæði kona og sá sem reynir að vígja hana til prests sjálfkrafa bannfærð. Presturinn á jafnframt á hættu að vera sviptur hempunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kate McElwee, framkvæmdastjóri Vígsluráðs kvenna, segir þessa breytingu kirkjunnar ekki koma á óvart en að hún sé sársaukafull áminning um „feðraveldisvél“ Páfagarðs og umfangsmiklar tilraunir hans til þess að undiroka konur. Ný ákvæði um fjárglæpi er einnig að finna í kirkjulögunum en kaþólska kirkjan hefur gengið í gegnum nokkur fjármálahneyksli á undanförnum árum. Er nú fjallað í lögunum um fjárdrátt úr sjóðum kirkjunnar og vanrækslu í umsjón með fjármunum og eignum hennar.
Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42 Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00 Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40 Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42
Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00
Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40
Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34