Venjulegt fólk Sigríður Á. Andersen skrifar 31. maí 2021 17:43 Venjulegt fólk langar að starfrækja skóla og njóta jafnræðis gagnvart skólum í eigu ríkis og borgar. Venjulegt fólk hefur áhuga á þiggja þjónustu þessara skóla og gerir það í nokkrum mæli. Venjulegt fólk langar að veita heilbrigðisþjónustu á eigin vegum. Venjulegt fólk hefur áhuga á að þiggja þessa þjónustu og gerir það í stórum stíl. Venjulegt fólk langar að reka útvarpsstöð, vef, blað eða hlaðvarp sem er ekki valtað yfir af 7 milljarða fjölmiðlarisa ríkisins. Venjulegt fólk les, hlustar og horfir á þessa fjölmiðla og sumir reiða sig jafnvel á þá með sína afþreyingu og fréttir. Venjulegt fólk langar að reka sérverslun með vín og osta eða aðrar slíkar veigar. Venjulegu fólki þykir gaman að koma í slíkar verslanir, erlendis. Venjulegt fólk vill að almenn skilyrði til rekstrar séu hagfelld, skattar lágir og kerfið einfalt. Venjulegt fólk vill nefnilega að reksturinn sinn gangi vel, hægt sé að greiða starfsmönnum góð laun, greiða afborganir af skuldum sem hvíla á rekstrinum og arð til þeirra sem höfðu trú á framtakinu og lögðu fram hlutafé. Venjulegt fólk átta sig á því að í stórum dráttum fara hagsmunir venjulegra fyrirtækja og venjulegra launamanna saman. Það er tími til kominn að stjórnmálamenn og hagmunaaðilar hætti að draga venjulegt fólk í dilka en uni því þess að sinna sínu í þágu okkar allra, venjulega fólksins. Höfundur er alþingismaður og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem stendur yfir í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigríður Á. Andersen Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Venjulegt fólk langar að starfrækja skóla og njóta jafnræðis gagnvart skólum í eigu ríkis og borgar. Venjulegt fólk hefur áhuga á þiggja þjónustu þessara skóla og gerir það í nokkrum mæli. Venjulegt fólk langar að veita heilbrigðisþjónustu á eigin vegum. Venjulegt fólk hefur áhuga á að þiggja þessa þjónustu og gerir það í stórum stíl. Venjulegt fólk langar að reka útvarpsstöð, vef, blað eða hlaðvarp sem er ekki valtað yfir af 7 milljarða fjölmiðlarisa ríkisins. Venjulegt fólk les, hlustar og horfir á þessa fjölmiðla og sumir reiða sig jafnvel á þá með sína afþreyingu og fréttir. Venjulegt fólk langar að reka sérverslun með vín og osta eða aðrar slíkar veigar. Venjulegu fólki þykir gaman að koma í slíkar verslanir, erlendis. Venjulegt fólk vill að almenn skilyrði til rekstrar séu hagfelld, skattar lágir og kerfið einfalt. Venjulegt fólk vill nefnilega að reksturinn sinn gangi vel, hægt sé að greiða starfsmönnum góð laun, greiða afborganir af skuldum sem hvíla á rekstrinum og arð til þeirra sem höfðu trú á framtakinu og lögðu fram hlutafé. Venjulegt fólk átta sig á því að í stórum dráttum fara hagsmunir venjulegra fyrirtækja og venjulegra launamanna saman. Það er tími til kominn að stjórnmálamenn og hagmunaaðilar hætti að draga venjulegt fólk í dilka en uni því þess að sinna sínu í þágu okkar allra, venjulega fólksins. Höfundur er alþingismaður og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem stendur yfir í Reykjavík.