Næsta kjörtímabil ákveðið? Oddný G. Harðardóttir skrifar 31. maí 2021 12:22 Síðar í dag, mánudaginn 31. maí 2021, munu stjórnarflokkarnir væntanlega samþykkja fjármálaáætlun, til að framkvæma stefnu þeirra til næstu fimm ára. Það er stórfrétt! Þá er stefna ríkisstjórnarinnar komin fyrir næsta kjörtímabil og enginn ætti þá að velkjast í vafa um hver hún verður ef sama ríkisstjórn verður við völd eftir kosningarnar í september. Þingflokkur Samfylkingarinnar telur áætlanir ríkisstjórnarinnar í grundvallaratriðum marka ranga leið upp úr efnahagslægðinni. Í áætluninni er ekkert brugðist við vaxandi ójöfnuði eða stutt við hópana sem samkvæmt nýlegri könnun BSRB og ASÍ líða efnalegan skort. Í áætluninni er ekki gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga eða atvinnuleysistrygginga, vaxtabætur, húsnæðisbætur, barnabætur eða fæðingarorlofsgreiðslur, hækki til samræmis við laun. Það er lítill metnaður lagður í að bæta heilbrigðiskerfið eða mæta íbúum á þeirra landssvæða sem hafa orðið verst úti í heimsfaraldrinum. Með stefnu sinni er ríkisstjórnin að taka pólitíska ákvörðun um að auka ójöfnuð í landinu. Ríkisstjórnin leggur ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum strax eftir eitt og hálft ár þegar atvinnuleysi er spáð 6-7% og efnahagsþrengingar ekki yfirstaðnar. Ekkert ríki sem við viljum bera okkur saman við fer gömlu niðurskurðarleiðina líkt og íslenska ríkisstjórnin ætlar að fara fái hún til þess brautargengi. Breytinga er þörf Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026. Tillögurnar miða allar að því að fjölga störfum, auka græna verðmætasköpun, bæta heilsu og öryggi fólksins í landinu og bæta kjör barnafólks og þeirra hópa sem verst eru settir í samfélaginu með réttlátari tekjuöflun og jöfnuð að leiðarljósi Breytingatillögurnar eru þessar helstar: Fjölskyldustuðningur. Barnabætur skerðist ekki fyrr en við 600.000 kr. mánaðarlaun. Nú hefjast skerðingar við 351.000 kr. á mánuði og fólk með meðallaun fær engar barnabætur. Óskertar barnabætur yrðu þá um 31.000 kr. á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr. til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 55.000 kr. á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr. hjá einstæðum foreldrum. Sanngjarnari lífeyrir. Elli- og örorkulífeyrir hækki til samræmis við hækkun lægstu launa og að frítekjumark vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum hækki í skrefum upp í 100.000 kr á mánuði úr 25.000 kr. Frítekjumark vegna atvinnutekna bæði öryrkja og ellilífeyrisþega verði hækkað að lágmarkstekjutryggingu hverju sinni. Átak í loftslagsmálum. 5 milljarða aukningu á ári til loftslagsmála til að flýta orkuskiptum, fjármagna grænan fjárfestingarsjóð, auka stuðning við landsbyggðarstrætó, styrkja hringrásarhagkerfið, græna matvælaframleiðslu, gera breytingar á styrkjaumhverfi landbúnaðarins til að styðja betur við grænmetisframleiðslu og stuðning við að gera íslenska stjórnsýslu græna. Biðlistana burt. Átak til að vinna á biðlistum sem hafa vaxið umtalsvert vegna COVID. Annars vegar vegna skurðaðgerða og hins vegar vegna biðlista eftir geðheilbrigðisþjónustu. Alls bíða 3.625 einstaklingar eftir skurðaðgerð og 1.095 einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og 131 barn bíður eftir þjónustu á BUGL. Samfylkingin leggur fram ýmsar aðrar breytingartillögur og nefndarálit við fjármálaáætlun. Þær snúa að byggingu 3000 íbúða í almenna íbúðarkerfinu, hækkun húsnæðisbóta, framlög til heilbrigðisstofnana á vaxtarsvæðum hækkuð ásamt því að brugðist verði við undirmönnun og álagi hjá lögreglunni. Einnig hækkun framlaga til nýsköpunar og þróunar og skatteftirlits og samkeppniseftirlits. Fjármögnun. Tvöfalt hlutverk skattkerfisins verði eflt til að afla tekna í ríkissjóð og jafna stöðu fólks í samfélaginu. Stærri og réttlátur hluti arðsins af auðlindum þjóðarinnar renni í ríkissjóð. Við leggjum til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður til samræmis við það sem gerist í hinum norrænu ríkjunum og hann verði þrepaskiptur. Við leggjum einnig til stóreignaskatt og græna skatta. Betri skattinnheimta fæst með skilvirkara eftirliti og skattrannsóknum. Störf og hagvöxtur Sjávarútvegur og ferðaþjónusta gefa útflutningstekjur sem byggja á takmörkuðum auðlindum, náttúru Íslands og gjöfulum fiskimiðum. Við hlið þeirra greina þarf að byggja undir atvinnugreinar sem skapa verðmæti með hugviti fólks. Því ættu stjórnvöld að kalla að borðinu verkalýðsfélög og samtök atvinnurekenda til að vinna saman að nauðsynlegum breytingum á íslensku atvinnulífi. Stefnumótunin sem stjórnvöld verða að ráðast í til að stuðla að fleiri góðum störfum og hagvexti lýtur að atvinnustefnu, menntastefnu og skattastefnu. Stjórnvöld verða að sýna fyrirhyggju, verja hag almennings og læra af mistökum fortíðar. Hér er slóð á breytingartillögurnar Samfylkingarinnar í heild sinni. Nefndarálit mitt fyrir fjárlaganefnd er hér. Höfundur er þingflokksformaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Síðar í dag, mánudaginn 31. maí 2021, munu stjórnarflokkarnir væntanlega samþykkja fjármálaáætlun, til að framkvæma stefnu þeirra til næstu fimm ára. Það er stórfrétt! Þá er stefna ríkisstjórnarinnar komin fyrir næsta kjörtímabil og enginn ætti þá að velkjast í vafa um hver hún verður ef sama ríkisstjórn verður við völd eftir kosningarnar í september. Þingflokkur Samfylkingarinnar telur áætlanir ríkisstjórnarinnar í grundvallaratriðum marka ranga leið upp úr efnahagslægðinni. Í áætluninni er ekkert brugðist við vaxandi ójöfnuði eða stutt við hópana sem samkvæmt nýlegri könnun BSRB og ASÍ líða efnalegan skort. Í áætluninni er ekki gert ráð fyrir að bætur almannatrygginga eða atvinnuleysistrygginga, vaxtabætur, húsnæðisbætur, barnabætur eða fæðingarorlofsgreiðslur, hækki til samræmis við laun. Það er lítill metnaður lagður í að bæta heilbrigðiskerfið eða mæta íbúum á þeirra landssvæða sem hafa orðið verst úti í heimsfaraldrinum. Með stefnu sinni er ríkisstjórnin að taka pólitíska ákvörðun um að auka ójöfnuð í landinu. Ríkisstjórnin leggur ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum strax eftir eitt og hálft ár þegar atvinnuleysi er spáð 6-7% og efnahagsþrengingar ekki yfirstaðnar. Ekkert ríki sem við viljum bera okkur saman við fer gömlu niðurskurðarleiðina líkt og íslenska ríkisstjórnin ætlar að fara fái hún til þess brautargengi. Breytinga er þörf Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til breytingar á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026. Tillögurnar miða allar að því að fjölga störfum, auka græna verðmætasköpun, bæta heilsu og öryggi fólksins í landinu og bæta kjör barnafólks og þeirra hópa sem verst eru settir í samfélaginu með réttlátari tekjuöflun og jöfnuð að leiðarljósi Breytingatillögurnar eru þessar helstar: Fjölskyldustuðningur. Barnabætur skerðist ekki fyrr en við 600.000 kr. mánaðarlaun. Nú hefjast skerðingar við 351.000 kr. á mánuði og fólk með meðallaun fær engar barnabætur. Óskertar barnabætur yrðu þá um 31.000 kr. á mánuði með einu barni undir 7 ára hjá sambúðarfólki en 44.000 kr. til einstæðra foreldra. Ef börnin eru tvö og annað undir 7 ára yrði greiðslan 55.000 kr. á mánuði hjá sambúðarfólki en 78.000 kr. hjá einstæðum foreldrum. Sanngjarnari lífeyrir. Elli- og örorkulífeyrir hækki til samræmis við hækkun lægstu launa og að frítekjumark vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum hækki í skrefum upp í 100.000 kr á mánuði úr 25.000 kr. Frítekjumark vegna atvinnutekna bæði öryrkja og ellilífeyrisþega verði hækkað að lágmarkstekjutryggingu hverju sinni. Átak í loftslagsmálum. 5 milljarða aukningu á ári til loftslagsmála til að flýta orkuskiptum, fjármagna grænan fjárfestingarsjóð, auka stuðning við landsbyggðarstrætó, styrkja hringrásarhagkerfið, græna matvælaframleiðslu, gera breytingar á styrkjaumhverfi landbúnaðarins til að styðja betur við grænmetisframleiðslu og stuðning við að gera íslenska stjórnsýslu græna. Biðlistana burt. Átak til að vinna á biðlistum sem hafa vaxið umtalsvert vegna COVID. Annars vegar vegna skurðaðgerða og hins vegar vegna biðlista eftir geðheilbrigðisþjónustu. Alls bíða 3.625 einstaklingar eftir skurðaðgerð og 1.095 einstaklingar bíða eftir geðheilbrigðisþjónustu hjá LSH og 131 barn bíður eftir þjónustu á BUGL. Samfylkingin leggur fram ýmsar aðrar breytingartillögur og nefndarálit við fjármálaáætlun. Þær snúa að byggingu 3000 íbúða í almenna íbúðarkerfinu, hækkun húsnæðisbóta, framlög til heilbrigðisstofnana á vaxtarsvæðum hækkuð ásamt því að brugðist verði við undirmönnun og álagi hjá lögreglunni. Einnig hækkun framlaga til nýsköpunar og þróunar og skatteftirlits og samkeppniseftirlits. Fjármögnun. Tvöfalt hlutverk skattkerfisins verði eflt til að afla tekna í ríkissjóð og jafna stöðu fólks í samfélaginu. Stærri og réttlátur hluti arðsins af auðlindum þjóðarinnar renni í ríkissjóð. Við leggjum til að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður til samræmis við það sem gerist í hinum norrænu ríkjunum og hann verði þrepaskiptur. Við leggjum einnig til stóreignaskatt og græna skatta. Betri skattinnheimta fæst með skilvirkara eftirliti og skattrannsóknum. Störf og hagvöxtur Sjávarútvegur og ferðaþjónusta gefa útflutningstekjur sem byggja á takmörkuðum auðlindum, náttúru Íslands og gjöfulum fiskimiðum. Við hlið þeirra greina þarf að byggja undir atvinnugreinar sem skapa verðmæti með hugviti fólks. Því ættu stjórnvöld að kalla að borðinu verkalýðsfélög og samtök atvinnurekenda til að vinna saman að nauðsynlegum breytingum á íslensku atvinnulífi. Stefnumótunin sem stjórnvöld verða að ráðast í til að stuðla að fleiri góðum störfum og hagvexti lýtur að atvinnustefnu, menntastefnu og skattastefnu. Stjórnvöld verða að sýna fyrirhyggju, verja hag almennings og læra af mistökum fortíðar. Hér er slóð á breytingartillögurnar Samfylkingarinnar í heild sinni. Nefndarálit mitt fyrir fjárlaganefnd er hér. Höfundur er þingflokksformaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun