Leggja til að fallið verði frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2021 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni í dag. EINAR ÁRNASON Fallið verður frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga ef breytingartillaga meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar nær fram að ganga. Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að með þessu sé verið að hlusta á sjónarmið minni sveitarfélaga. Meirihluti umhvefis- og samgöngunefndar Alþingis mun eftir helgi leggja fram breytingartillögu við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson í Víglínunni í dag. „Ég sagði nú bara við framsöguna af því að það voru komnar fram dálítið deildar meiningar, ekki síst frá minni sveitarfélögum, að ég væri til í málamiðlanir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Til stóð að árið 2026 yrðu öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa en minni sveitarfélög hafa lagst gegn þessu. Samkvæmt breytingartillögunni verður fallið frá þessari skyldu. „Samkvæmt þessum hugmyndum sem nefndin er að vinna með að þá þarf viðkomandi sveitarfélag eiginlega að taka svona eins og tvær umræður í sveitarstjórn, afhverju sveitarstjórnin telur að þau þurfi ekki að sameinast öðrum? Hvernig þau telji sig geta uppfyllt allar þær skyldur sem lög segja?“ sagði Sigurður Ingi. Mikilvægt að hlusta á raddir fólksins Á milli umræðna mun ráðuneytið veita umsögn um þann rökstuðning. „Þó við séum að tala um raddir sem séu í minni samfélögum þá er líka mikilvægt að hlusta á þær. Þetta varðar auðvitað hagsmuni litlu sveitarfélaganna og mér fannst að það væri eðlilegt að vera með sömu sýn þar. Maður hlustar og síðan reynir maður að finna leiðir sem eru þó færar og við náum markmiðunum. Það tekur kannski lengri tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur við Sigurð Inga Jóhannsson má sjá í heild sinni Sveitarstjórnarmál Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44 Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Meirihluti umhvefis- og samgöngunefndar Alþingis mun eftir helgi leggja fram breytingartillögu við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson í Víglínunni í dag. „Ég sagði nú bara við framsöguna af því að það voru komnar fram dálítið deildar meiningar, ekki síst frá minni sveitarfélögum, að ég væri til í málamiðlanir,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Til stóð að árið 2026 yrðu öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa en minni sveitarfélög hafa lagst gegn þessu. Samkvæmt breytingartillögunni verður fallið frá þessari skyldu. „Samkvæmt þessum hugmyndum sem nefndin er að vinna með að þá þarf viðkomandi sveitarfélag eiginlega að taka svona eins og tvær umræður í sveitarstjórn, afhverju sveitarstjórnin telur að þau þurfi ekki að sameinast öðrum? Hvernig þau telji sig geta uppfyllt allar þær skyldur sem lög segja?“ sagði Sigurður Ingi. Mikilvægt að hlusta á raddir fólksins Á milli umræðna mun ráðuneytið veita umsögn um þann rökstuðning. „Þó við séum að tala um raddir sem séu í minni samfélögum þá er líka mikilvægt að hlusta á þær. Þetta varðar auðvitað hagsmuni litlu sveitarfélaganna og mér fannst að það væri eðlilegt að vera með sömu sýn þar. Maður hlustar og síðan reynir maður að finna leiðir sem eru þó færar og við náum markmiðunum. Það tekur kannski lengri tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtal Sunnu Sæmundsdóttur við Sigurð Inga Jóhannsson má sjá í heild sinni
Sveitarstjórnarmál Víglínan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44 Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Skiptar skoðanir á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýsla Skiptar skoðanir eru á sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Oddviti Húnavatnshrepps segist bjartsýnn á að af sameiningu verði. 29. maí 2021 13:44
Ekki mikil stemning fyrir sameiningu fimm sveitarfélaga Ekki er mikil stemming á meðal íbúa fimm sveitarfélaga í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu um sameiningu sveitarfélaganna. Ef af sameiningunni verður þá verður til landstærsta sveitarfélag Íslands með 5.400 íbúum. 15. maí 2021 12:36