Fyrirkomulag Íbúðalánasjóðs hafi verið gallað frá upphafi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 19:15 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fjármálaráðherra segir uppgreiðslugjöld Íbúðalánasjóðs gallað fyrirkomulag sem kostað hafi ríkissjóð tvö hundruð milljarða milljarða króna. Hann fagnar því hins vegar að búið sé að skera úr um lögmæti gjaldanna. Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóði hafi verið heimilt að innheimta svokölluð uppgreiðslugjöld, og sneri þannig við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Milljarðar voru í húfi fyrir um fjórtán þúsund lántakendur. Hæstiréttur ómerkti hins vegar á sama tíma svipað mál og vísaði því til meðferðar í héraði á ný. Málin fóru fyrir Hæstarétt að kröfu íslenskra stjórnvalda, sem töldu mikilvægt að fá endanlega niðurstöðu í þau hið fyrsta. „Við erum mjög ánægð með það að málið hafi verið tekið fyrir af Hæstarétti án þess að þurfa millilendingu í Landsrétti. Það tryggði að í þessu stóra álitamáli er fengin niðurstaða, að minnsta kosti í öðru málinu, hitt er sent aftur heim í hérað. Það er mikilvægt að fá úr þessu skorið. Það er það sem ég lagði áherslu á allan tímann að fá niðurstöðu í þetta mál,” segir Bjarni Benediktsson. Uppgreiðslugjöldin hafa gert fólki erfitt fyrir að komast út á hinn almenna markað, þar sem vextir hafa verið í sögulegu lágmarki. „Þetta fyrirkomulag var í upphafi gallað. Og það lýsir sér meðal annars í því að ríkissjóður situr uppi með 200 milljarða gat á gamla íbúðalánasjóði, 200 milljarða gat. Þessi uppgreiðslugjöld áttu að koma til móts við það að fólk væri að fá lægri vexti, síðan breytist allt vaxtaumhverfið og allar forsendur. Og sumir losnuðu út án uppgreiðslugjalds á meðan aðrir eru fastir í því fyrirkomulagi,” segir Bjarni. Nú sé loks komin niðurstaða, þó svipað mál fari aftur fyrir héraðsdóm á næstu vikum eða mánuðum. „Ég held að þetta hafi ekki verið nægilega úthugsað fyrirkomulag frá upphafi en nú er niðurstaða fengin í þetta lagalega álitamál.” Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Hæstiréttur komst í gær að þeirri niðurstöðu að Íbúðalánasjóði hafi verið heimilt að innheimta svokölluð uppgreiðslugjöld, og sneri þannig við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. Milljarðar voru í húfi fyrir um fjórtán þúsund lántakendur. Hæstiréttur ómerkti hins vegar á sama tíma svipað mál og vísaði því til meðferðar í héraði á ný. Málin fóru fyrir Hæstarétt að kröfu íslenskra stjórnvalda, sem töldu mikilvægt að fá endanlega niðurstöðu í þau hið fyrsta. „Við erum mjög ánægð með það að málið hafi verið tekið fyrir af Hæstarétti án þess að þurfa millilendingu í Landsrétti. Það tryggði að í þessu stóra álitamáli er fengin niðurstaða, að minnsta kosti í öðru málinu, hitt er sent aftur heim í hérað. Það er mikilvægt að fá úr þessu skorið. Það er það sem ég lagði áherslu á allan tímann að fá niðurstöðu í þetta mál,” segir Bjarni Benediktsson. Uppgreiðslugjöldin hafa gert fólki erfitt fyrir að komast út á hinn almenna markað, þar sem vextir hafa verið í sögulegu lágmarki. „Þetta fyrirkomulag var í upphafi gallað. Og það lýsir sér meðal annars í því að ríkissjóður situr uppi með 200 milljarða gat á gamla íbúðalánasjóði, 200 milljarða gat. Þessi uppgreiðslugjöld áttu að koma til móts við það að fólk væri að fá lægri vexti, síðan breytist allt vaxtaumhverfið og allar forsendur. Og sumir losnuðu út án uppgreiðslugjalds á meðan aðrir eru fastir í því fyrirkomulagi,” segir Bjarni. Nú sé loks komin niðurstaða, þó svipað mál fari aftur fyrir héraðsdóm á næstu vikum eða mánuðum. „Ég held að þetta hafi ekki verið nægilega úthugsað fyrirkomulag frá upphafi en nú er niðurstaða fengin í þetta lagalega álitamál.”
Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38 Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01 Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15 Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Viðsnúningur í Hæstarétti vegna uppgreiðsluþóknunar Íbúðalánasjóðs Hæstiréttur sýknaði í dag Íbúðalánasjóð í einu máli er varðaði uppgreiðsluþóknun sjóðsins og ómerkti dóm í öðru og vísaði til meðferðar í héraði á nýjan leik. Héraðsdómur hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðsluþóknun Íbúðalánasjóðs hefði verið ólögmæt. 27. maí 2021 14:38
Uppgreiðsluþóknunin leggist ofan á 200 milljarða fjárhagsbagga vegna ÍLS Fjármálaráðherra segir mögulegar greiðslur til þeirra sem greitt hafi uppgreiðslugjald vegna lána sinna hjá Íbúðalánasjóði leggjast ofan á um tvö hundruð milljarða fjárhagsbagga ríkisins vegna Íbúðalánasjóðs. Mikilvægt sé þó að tryggja fjárhagslega hagsmuni lántakenda sem hugsanlega hafi verið brotið á hjá sjóðnum. 11. desember 2020 19:01
Áfrýjar dómi sem gæti kostað ríkið milljarða Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að áfrýja dómi í máli hjóna sem höfðu betur í dómsmáli gegn Íbúðarlánasjóði. Ríkið segir að þetta sé gert í ljósi þeirra verulegu hagsmuna sem undir séu. 8. desember 2020 14:15