Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. maí 2021 16:24 Katrín hefur áður þurft að svara því hvort hún beri fullt traust til ráðherrans en það var þegar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hóf frumkvæðisathugun á hæfi hans eftir Samherjaskjölin. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. Nafn Kristjáns Þórs kom fram í samskiptum „skæruliðadeildarinnar“ sem Stundin og Kjarnin birtu í vikunni og vísuðu meðlimir hennar meðal annars í Kristjáns sem eins þeirra sem „stæðu í kringum“ Samherja í tengslum við ásakanir um mútur og spillingu Samherja í Namibíu. Stundin greindi frá þessu. Þá kom fram að Páll Steingrímsson skipstjóri hefði verið í samskiptum við Kristján Þór en Páll var skrifaður fyrir ýmsum skoðanagreinum sem almannatengill Samherja og lögmaður skrifuðu flestar og voru samþykktar af helstu stjórnendum útgerðarinnar. Í greinunum var fréttaflutningur af Namibíumálinu dreginn í efa og ráðist persónulega á þá blaðamenn sem upplýstu um málið. Sjálfstæðisflokkurinn velji sína ráðherra sjálfur Kristján Þór lýsti sig vanhæfan til að fjalla um mál sem sneru beint að Samherja í desember 2019 eftir að Namibíumálið kom upp. Hann hefur lengi mælst sem langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar í könnunum Maskínu en í nýjustu könnuninni, sem birtist fyrir rúmum mánuði, voru aðeins níu prósent landsmanna ánægð með störf hans. Vísir spurði Katrínu hvað henni þætti um að ráðherra hennar væri svo gríðarlega óvinsæll meðal almennings og að nafn hans kæmi sífellt upp í umfjöllun um tengsl við fyrirtækið Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fór í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns í desember 2019 en meirihluti nefndarinnar ákvað að hætta henni þrátt fyrir mótbárur minnihlutans. „Nú er það þannig að hver og einn flokkur velur sína ráðherra og þannig er það bara. En eins og ég segi þá hef ég ekki séð neitt í hans störfum sem gefur mér tilefni til að vantreysta honum,“ sagði Katrín við Vísi. Vísir heyrði þá í formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni til að ræða málið. Hann kvaðst ekki hafa lesið umfjöllun Stundarinnar og ekki vita um hvað málið snerist. Eftir lauslega rakningu blaðamanns á því að nafn Kristjáns hefði komið upp í samtölum „skæruliðadeildarinnar“ og að skipstjórinn Páll hefði vísað í samtöl við Kristján vildi Bjarni lítið segja. Bjarna þótti ekki eðlilegt að tjá sig um málið.vísir/vilhelm Spurður hvað honum þætti um að Kristján hefði verið í samskiptum við Pál sagði hann: „Mér finnst rétt að þú snúir þér bara að þeim sem eiga í hlut og spyrja þá hvað er til í þessu. Er það ekki nær? Er ekki tilgangslaust að spyrja mig að því? Hvernig í ósköpunum á ég að tjá mig um það?“ Óljóst hvort ráðherrann gaf góð ráð Vísir hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu tvo daga. Í samtali við Ríkisútvarpið eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagðist Kristján þó hafa átt í samskiptum við skipstjórann. Hann segist hafa þekkt Pál síðan hann var nemandi í Stýrimannaskólanum á Dalvík. Vísir hefur ekki náð í Kristján Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.vísir/vilhelm „Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag,“ sagði hann. Þegar hann var spurður beint út hvort hann hefði verið í samskiptum við umrætt fólk eða stjórnendur fyrirtækisins og gefið þeim góð ráð eftir síðustu uppljóstranir í málinu sagði hann: „Eins og ég segi, ég þekki Pál Steingrímsson mjög vel og hef margoft talað við Pál eins og marga aðra starfsmenn í þessu fyrirtæki, eins og aðra kjósendur í Norðausturkjördæmi eða annars staðar á landinu. Ég hef talað við trillukarl hér og bónda þar og svo framvegis.“ Hann hefur ekki svarað því í hverju samskipti hans við Pál fólust nákvæmlega en í samtölum skæruliðadeildarinnar sem Stundin birti er Kristján einn þeirra sem voru á úthringilista Páls, sem hann kvaðst hafa fengið frá forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, til að reyna að hafa áhrif á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þar kemur fram að Samherji vilji alls ekki að Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður taki fyrsta sæti í kjördæminu á eftir Kristjáni Þór sem er að hætta á þingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Nafn Kristjáns Þórs kom fram í samskiptum „skæruliðadeildarinnar“ sem Stundin og Kjarnin birtu í vikunni og vísuðu meðlimir hennar meðal annars í Kristjáns sem eins þeirra sem „stæðu í kringum“ Samherja í tengslum við ásakanir um mútur og spillingu Samherja í Namibíu. Stundin greindi frá þessu. Þá kom fram að Páll Steingrímsson skipstjóri hefði verið í samskiptum við Kristján Þór en Páll var skrifaður fyrir ýmsum skoðanagreinum sem almannatengill Samherja og lögmaður skrifuðu flestar og voru samþykktar af helstu stjórnendum útgerðarinnar. Í greinunum var fréttaflutningur af Namibíumálinu dreginn í efa og ráðist persónulega á þá blaðamenn sem upplýstu um málið. Sjálfstæðisflokkurinn velji sína ráðherra sjálfur Kristján Þór lýsti sig vanhæfan til að fjalla um mál sem sneru beint að Samherja í desember 2019 eftir að Namibíumálið kom upp. Hann hefur lengi mælst sem langóvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar í könnunum Maskínu en í nýjustu könnuninni, sem birtist fyrir rúmum mánuði, voru aðeins níu prósent landsmanna ánægð með störf hans. Vísir spurði Katrínu hvað henni þætti um að ráðherra hennar væri svo gríðarlega óvinsæll meðal almennings og að nafn hans kæmi sífellt upp í umfjöllun um tengsl við fyrirtækið Samherja. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fór í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns í desember 2019 en meirihluti nefndarinnar ákvað að hætta henni þrátt fyrir mótbárur minnihlutans. „Nú er það þannig að hver og einn flokkur velur sína ráðherra og þannig er það bara. En eins og ég segi þá hef ég ekki séð neitt í hans störfum sem gefur mér tilefni til að vantreysta honum,“ sagði Katrín við Vísi. Vísir heyrði þá í formanni Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni til að ræða málið. Hann kvaðst ekki hafa lesið umfjöllun Stundarinnar og ekki vita um hvað málið snerist. Eftir lauslega rakningu blaðamanns á því að nafn Kristjáns hefði komið upp í samtölum „skæruliðadeildarinnar“ og að skipstjórinn Páll hefði vísað í samtöl við Kristján vildi Bjarni lítið segja. Bjarna þótti ekki eðlilegt að tjá sig um málið.vísir/vilhelm Spurður hvað honum þætti um að Kristján hefði verið í samskiptum við Pál sagði hann: „Mér finnst rétt að þú snúir þér bara að þeim sem eiga í hlut og spyrja þá hvað er til í þessu. Er það ekki nær? Er ekki tilgangslaust að spyrja mig að því? Hvernig í ósköpunum á ég að tjá mig um það?“ Óljóst hvort ráðherrann gaf góð ráð Vísir hefur ekki náð tali af Kristjáni Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir síðustu tvo daga. Í samtali við Ríkisútvarpið eftir ríkisstjórnarfund í morgun sagðist Kristján þó hafa átt í samskiptum við skipstjórann. Hann segist hafa þekkt Pál síðan hann var nemandi í Stýrimannaskólanum á Dalvík. Vísir hefur ekki náð í Kristján Þór þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.vísir/vilhelm „Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag,“ sagði hann. Þegar hann var spurður beint út hvort hann hefði verið í samskiptum við umrætt fólk eða stjórnendur fyrirtækisins og gefið þeim góð ráð eftir síðustu uppljóstranir í málinu sagði hann: „Eins og ég segi, ég þekki Pál Steingrímsson mjög vel og hef margoft talað við Pál eins og marga aðra starfsmenn í þessu fyrirtæki, eins og aðra kjósendur í Norðausturkjördæmi eða annars staðar á landinu. Ég hef talað við trillukarl hér og bónda þar og svo framvegis.“ Hann hefur ekki svarað því í hverju samskipti hans við Pál fólust nákvæmlega en í samtölum skæruliðadeildarinnar sem Stundin birti er Kristján einn þeirra sem voru á úthringilista Páls, sem hann kvaðst hafa fengið frá forstjóra Samherja, Þorsteini Má Baldvinssyni, til að reyna að hafa áhrif á prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þar kemur fram að Samherji vilji alls ekki að Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður taki fyrsta sæti í kjördæminu á eftir Kristjáni Þór sem er að hætta á þingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira