„Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér“ Sylvía Hall skrifar 27. maí 2021 22:41 Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir rannsóknir hér á landi benda til þess að góð mótefnasvörun sé enn til staðar hjá 95 prósent þeirra sem smitast allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu. Þetta er í samræmi við rannsóknir vestanhafs á fólki sem smitaðist snemma í faraldrinum. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að tvær rannsóknir sýndu fram á að ónæmi gæti varað út ævi flestra sem hefðu smitast. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Björn Rúnar var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þetta ánægjulegar niðurstöður sem sýni fram á að ónæmiskerfið sé enn í stakk búið til að glíma við veiruna, komi hún aftur í líkama fólks. Það þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við það sem vitað er um ónæmiskerfið og svar þess við öðrum veirum. Aðspurður hvort þurfi mögulega að bólusetja fólk aftur við veirunni segir hann það ekki útilokað, en það velti á því hversu mikið veiran breytir sér. „Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér eins og margar aðrar veirur, og getur þannig náð að fela sig fyrir ónæmiskerfinu og því minni sem það var búið að búa til gegn systkinum hennar. Þá þarf að endurbólusetja vegna þess að það er komið nýtt andlit sem ónæmiskerfið þarf að þekkja.“ Ítarleg svör ekki enn til staðar Að sögn Björns Rúnars eru ekki nægjanlega ítarlegar upplýsingar fyrir hendi um veiruna enn sem komið er, enda rétt rúmlega eitt og hálft ár liðið frá því að faraldurinn hófst. Það geti tekið allt að fimm ár að sjá hvernig málin þróast og hvernig mótefnastaðan verður. Endurbólusetning myndi þó ólíklega skaða fólk. „Persónulega hef ég ekki talið að þess sé þörf og þá sérstaklega þegar lítið af bóluefni er til. Þegar nægt framboð er þá gæti það svo sem ýtt undir það að fólk fái enn sterkara svar, en þá eykst hættan á því að fólk fái þessar hliðarverkanir – þá er ónæmiskerfið búið að sjá veiruna og fær hana að hluta til í sig aftur og bregst við með offorsi.“ Hann segir niðurstöður rannsókna hafa í upphafi bent til þess að fólk missti mótefni fljótlega en við nánari athugun kom hið öfuga í ljós. „Allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu er enn góð mótefnasvörun til staðar hjá yfir 95 prósent af fólki sem sýktist hér á landi.“ Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að tvær rannsóknir sýndu fram á að ónæmi gæti varað út ævi flestra sem hefðu smitast. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Björn Rúnar var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þetta ánægjulegar niðurstöður sem sýni fram á að ónæmiskerfið sé enn í stakk búið til að glíma við veiruna, komi hún aftur í líkama fólks. Það þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við það sem vitað er um ónæmiskerfið og svar þess við öðrum veirum. Aðspurður hvort þurfi mögulega að bólusetja fólk aftur við veirunni segir hann það ekki útilokað, en það velti á því hversu mikið veiran breytir sér. „Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér eins og margar aðrar veirur, og getur þannig náð að fela sig fyrir ónæmiskerfinu og því minni sem það var búið að búa til gegn systkinum hennar. Þá þarf að endurbólusetja vegna þess að það er komið nýtt andlit sem ónæmiskerfið þarf að þekkja.“ Ítarleg svör ekki enn til staðar Að sögn Björns Rúnars eru ekki nægjanlega ítarlegar upplýsingar fyrir hendi um veiruna enn sem komið er, enda rétt rúmlega eitt og hálft ár liðið frá því að faraldurinn hófst. Það geti tekið allt að fimm ár að sjá hvernig málin þróast og hvernig mótefnastaðan verður. Endurbólusetning myndi þó ólíklega skaða fólk. „Persónulega hef ég ekki talið að þess sé þörf og þá sérstaklega þegar lítið af bóluefni er til. Þegar nægt framboð er þá gæti það svo sem ýtt undir það að fólk fái enn sterkara svar, en þá eykst hættan á því að fólk fái þessar hliðarverkanir – þá er ónæmiskerfið búið að sjá veiruna og fær hana að hluta til í sig aftur og bregst við með offorsi.“ Hann segir niðurstöður rannsókna hafa í upphafi bent til þess að fólk missti mótefni fljótlega en við nánari athugun kom hið öfuga í ljós. „Allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu er enn góð mótefnasvörun til staðar hjá yfir 95 prósent af fólki sem sýktist hér á landi.“
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira