Wijnaldum til Barcelona með blessun Messis Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2021 10:51 Georginio Wijnaldum var kvaddur á Anfield um helgina og leystur út með gjöfum, eftir að liðið tryggði sér 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Andrew Powell Hollenski landsliðsmaðurinn Georginio Wijnaldum mun gera samning við Barcelona sem gildir til sumarsins 2024. Hann fer frítt til félagsins frá Liverpool þar sem samningur hans er að renna út. Þetta segir íþróttafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann tekur fram að ekkert samkomulag hafi náðst við Bayern München enda hafi Wijnaldum viljað fara til Barcelona frekar. Aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum varðandi samning hans við Barcelona. Gini Wijnaldum is set to join Barcelona as a free agent until June 2024 - there s nothing agreed with FC Bayern, he wants to sign for Barça. Last details and... here we go soon! #FCB @MatteMoretto— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Romano vísar einnig til íþróttafréttamannsins Matteo Moretto sem sagði frá yfirvofandi vistaskiptum Wijnaldum, og að þeir Ronald Koeman og Lionel Messi hefðu báðir lagt blessun sína yfir komu miðjumannsins öfluga. Núgildandi samningur Messis við Barcelona rennur reyndar út í sumar og því ríkir óvissa um framtíð hans hjá félaginu. El Barça a punto de fichar a Georginio Wijnaldum como agente libre. El holandés firmaría un contrato por tres temporadas. Fichaje muy querido, sobretodo por Koeman y Leo Messi que han dado el visto bueno — Matteo Moretto (@MatteMoretto) May 25, 2021 Wijnaldum, sem er þrítugur, hefur verið hjá Liverpool frá árinu 2016 en lék áður með Newcastle, PSV og Feyenoord. Hann er á leið á Evrópumótið með hollenska landsliðinu sem leika mun á heimavelli í Amsterdam, í C-riðli. Í kveðjufærslu til Liverpool á Instagram-síðu sinni kvaðst Wijnaldum ánægður að geta kvatt félagið í Meistaradeildarsæti en Liverpool endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Verðlaunin sem við unnum, stuðningsmenn að syngja nafnið mitt, ég mun aldrei gleyma þeim frábæru áföngum sem við náðum með þessu stórkostlega félagi. Við deildum saman ógleymanlegum stundum og enginn getur tekið þær af okkur,“ skrifaði Wijnaldum. View this post on Instagram A post shared by Gini Wijnaldum (@gwijnaldum) „Ég hefði ólmur viljað áfram spila fyrir Liverpool í mörg ár til viðbótar en því miður fóru hlutirnir á annan veg. Ég þarf að hefja nýtt ævintýri,“ skrifaði Wijnaldum en tók fram að hann væri samningsbundinn Liverpool til 1. júlí og að allt gæti gerst í fótbolta. Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira
Þetta segir íþróttafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann tekur fram að ekkert samkomulag hafi náðst við Bayern München enda hafi Wijnaldum viljað fara til Barcelona frekar. Aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum varðandi samning hans við Barcelona. Gini Wijnaldum is set to join Barcelona as a free agent until June 2024 - there s nothing agreed with FC Bayern, he wants to sign for Barça. Last details and... here we go soon! #FCB @MatteMoretto— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2021 Romano vísar einnig til íþróttafréttamannsins Matteo Moretto sem sagði frá yfirvofandi vistaskiptum Wijnaldum, og að þeir Ronald Koeman og Lionel Messi hefðu báðir lagt blessun sína yfir komu miðjumannsins öfluga. Núgildandi samningur Messis við Barcelona rennur reyndar út í sumar og því ríkir óvissa um framtíð hans hjá félaginu. El Barça a punto de fichar a Georginio Wijnaldum como agente libre. El holandés firmaría un contrato por tres temporadas. Fichaje muy querido, sobretodo por Koeman y Leo Messi que han dado el visto bueno — Matteo Moretto (@MatteMoretto) May 25, 2021 Wijnaldum, sem er þrítugur, hefur verið hjá Liverpool frá árinu 2016 en lék áður með Newcastle, PSV og Feyenoord. Hann er á leið á Evrópumótið með hollenska landsliðinu sem leika mun á heimavelli í Amsterdam, í C-riðli. Í kveðjufærslu til Liverpool á Instagram-síðu sinni kvaðst Wijnaldum ánægður að geta kvatt félagið í Meistaradeildarsæti en Liverpool endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Verðlaunin sem við unnum, stuðningsmenn að syngja nafnið mitt, ég mun aldrei gleyma þeim frábæru áföngum sem við náðum með þessu stórkostlega félagi. Við deildum saman ógleymanlegum stundum og enginn getur tekið þær af okkur,“ skrifaði Wijnaldum. View this post on Instagram A post shared by Gini Wijnaldum (@gwijnaldum) „Ég hefði ólmur viljað áfram spila fyrir Liverpool í mörg ár til viðbótar en því miður fóru hlutirnir á annan veg. Ég þarf að hefja nýtt ævintýri,“ skrifaði Wijnaldum en tók fram að hann væri samningsbundinn Liverpool til 1. júlí og að allt gæti gerst í fótbolta.
Spænski boltinn Enski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira