Angjelin játar en segist hafa verið einn að verki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2021 08:40 Murat Selivrada er sá eini af fjórum ákærðu sem mættur er í dómssal. Hann er ekki í gæsluvarðhaldi ólíkt hinum karlmönnunum, Angjelin Serkaj og Shpetim Qerimi. Murat neitaði sök og Angjelin segist hafa verið einn að verki. Vísir/Vilhelm Angjelin Serkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann réð Armando Beqirai bana í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Hin þrjú sem ákærð eru fyrir manndráp í samráði neituðu öll sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þingfestingin var með óhefðbundnu formi og gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þannig tók nokkurn tíma að ná sambandi við fangelsið á Hólmsheiði þar sem Angjelin og Shpetim Qerimi eru í gæsluvarðhaldi. Þrjú nei og eitt afdráttarlaust já Sverrir Halldórsson, verjandi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, mætti með umboð fyrir hennar hönd. Claudia, sem er unnusta Angjelin, neitar sök en hennar þáttur er sagður hafa verið sá að fylgjast með bílum í eigu Armando við hús á Rauðarárstíg og láta vita þegar þeir yrðu hreyfðir. Murat mætti jakkafataklæddur í dómsal ásamt Geir Gestssyni lögmanni sínum. Murat neitaði sök í málinu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hans þáttur á að hafa verið sá að benda Claudiu á bílana sem hún átti að fylgjast með. Í framhaldinu náðist loks fjarfundarsamband við gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Fyrst mætti Shpetim Qerimi og sagðist neita sök í málinu. Honum er gefið að sök að hafa ekið bíl með Angjelin innanborðs þar sem þeir veittu Armando eftirför heim til hans. Sömuleiðis að hafa ekið á brott með Angjelin alla leið í Varmahlíð í Skagafirði eftir morðið. Frá aðgerðum lögreglu í Rauðagerði 14. febrúar síðastliðinn. Þá var komið að Angjelin. Lögregla sagði á blaðamannafundi í apríl að Angjelin hefði játað á sig verknaðinn og hann stóð við þá yfirlýsingu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hann er sakaður um að hafa banað Armando með níu byssuskotum fyrir utan heimili hans í Rauðagerði. Angjelin var afdráttarlaus. Hann játaði á sig sakarefnið og lagði áherslu á að hann einn væri sekur um verknaðinn. Angjelin játaði á sig morðið í dag og segist hafa verið einn að verki. Í framhaldinu lagði Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari til að aðalmeðferð í málinu færi fram í haust. Ljóst væri að ekki tækist að rétta í málinu fyrr en þá. Varð mánudagurinn 13. september fyrir valinu og sækjendur og verjendur beðnir um að taka vikuna frá. Það er því ljóst að dómari gerir ráð fyrir að aðalmeðferðin standi í það minnsta eina viku. Blaðamaður sat þingfestingu málsins í héraði í dag og greindi jafnóðum frá því sem fram fór í vaktinni að neðan.
Hin þrjú sem ákærð eru fyrir manndráp í samráði neituðu öll sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þingfestingin var með óhefðbundnu formi og gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Þannig tók nokkurn tíma að ná sambandi við fangelsið á Hólmsheiði þar sem Angjelin og Shpetim Qerimi eru í gæsluvarðhaldi. Þrjú nei og eitt afdráttarlaust já Sverrir Halldórsson, verjandi Claudiu Sofiu Coelho Carvalho, mætti með umboð fyrir hennar hönd. Claudia, sem er unnusta Angjelin, neitar sök en hennar þáttur er sagður hafa verið sá að fylgjast með bílum í eigu Armando við hús á Rauðarárstíg og láta vita þegar þeir yrðu hreyfðir. Murat mætti jakkafataklæddur í dómsal ásamt Geir Gestssyni lögmanni sínum. Murat neitaði sök í málinu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hans þáttur á að hafa verið sá að benda Claudiu á bílana sem hún átti að fylgjast með. Í framhaldinu náðist loks fjarfundarsamband við gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Fyrst mætti Shpetim Qerimi og sagðist neita sök í málinu. Honum er gefið að sök að hafa ekið bíl með Angjelin innanborðs þar sem þeir veittu Armando eftirför heim til hans. Sömuleiðis að hafa ekið á brott með Angjelin alla leið í Varmahlíð í Skagafirði eftir morðið. Frá aðgerðum lögreglu í Rauðagerði 14. febrúar síðastliðinn. Þá var komið að Angjelin. Lögregla sagði á blaðamannafundi í apríl að Angjelin hefði játað á sig verknaðinn og hann stóð við þá yfirlýsingu þegar sakarefnið var borið undir hann. Hann er sakaður um að hafa banað Armando með níu byssuskotum fyrir utan heimili hans í Rauðagerði. Angjelin var afdráttarlaus. Hann játaði á sig sakarefnið og lagði áherslu á að hann einn væri sekur um verknaðinn. Angjelin játaði á sig morðið í dag og segist hafa verið einn að verki. Í framhaldinu lagði Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari til að aðalmeðferð í málinu færi fram í haust. Ljóst væri að ekki tækist að rétta í málinu fyrr en þá. Varð mánudagurinn 13. september fyrir valinu og sækjendur og verjendur beðnir um að taka vikuna frá. Það er því ljóst að dómari gerir ráð fyrir að aðalmeðferðin standi í það minnsta eina viku. Blaðamaður sat þingfestingu málsins í héraði í dag og greindi jafnóðum frá því sem fram fór í vaktinni að neðan.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira